Íslendingar hagnist á auðlindaskatti Norðmanna

Asle Rønning, fráfarandi framkvæmdastjóri norska fiskeldisfyrirtækisins Måsøval AS, telur framleiðslugetu …
Asle Rønning, fráfarandi framkvæmdastjóri norska fiskeldisfyrirtækisins Måsøval AS, telur framleiðslugetu ÍSlands nema 500 þúsund tonnum. Ljósmynd/Måsøval AS

Leiðtogar í fiskeldisgeiranum telja Ísland hagnast mest á tillögu norsku ríkisstjórnarinnar um auðlindaskatt þar sem hún bætir stöðu Íslands sem framtíðarvaxtarsvæðis greinarinnar. Þetta er meðal þess sem fram kom á fjárfestaþingi miðilsins IntraFish sem fram fór í London á dögunum.

„Íslendingar eru reiðubúnir til að gera það sem þarf til að byggja upp atvinnugreinar,“ sagði Asle Rønning, fráfarandi framkvæmdastjóri norska fiskeldisfyrirtækisins Måsøval AS, á málþinginu. Måsøval AS fer með meirihluta hlutafjár í eignarhaldsfélaginu Ice Fish Farm AS, en dótturfélag þess rekur mestallt fiskeldi á Austfjörðum.

Norska ríkisstjórnin tilkynnti 28. september síðastliðinn um þau áform sín að leggja 40% auðlindaskatt á sjókvíaeldi í Noregi. Í kjölfarið hrundi gengi hlutabréfa í fiskeldisfyrirtækjum sem skráð eru í kauphöllina í Osló.

500 þúsund tonn á Íslandi

Rønning sagðist á málþinginu telja framleiðslugetu Íslands vera að minnsta kosti 500 þúsund tonn af eldislaxi.

Óljóst er hvernig hann komst að þeirri niðurstöðu, en burðarþol í öllum þeim fjörðum þar sem heimilt er að stunda sjókvíaeldi var samanlagt 144.500 tonn árið 2020, að því er fram kemur í skýrslu um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi frá árinu 2021.

Þá nam hámarkslífmassi í nýju áhættumati Hafrannsóknastofnunar fyrir þessa firði 106.500 tonnum.

Mun meiri lífmassa er þó hægt að koma í sjókvíar ef heimilað verður að ala fisk innan þeirra svæða sem nú eru friðuð frá slíkri starfsemi. Nú á sér stað töluverð uppbygging í landeldi en heldur langt er í land þar til sá rekstur getur skilað fleiri hundruð þúsund tonnum.

Óheimilt er að stunda sjókvíaeldi á þeim svæðum sem eru …
Óheimilt er að stunda sjókvíaeldi á þeim svæðum sem eru innan rauðu línanna. Skjáskot/Stjórnarráðið
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg
21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 4.050 kg
Þorskur 3.889 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 7.943 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg
21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 4.050 kg
Þorskur 3.889 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 7.943 kg

Skoða allar landanir »