Leggja til 75% minni loðnuafla

Mun minna verður að gera hjá loðnuskipunum á komandi vertíð.
Mun minna verður að gera hjá loðnuskipunum á komandi vertíð. mbl.is/Börkur Kjartansson

Hafrannsóknastofnun ráðleggur að loðnuafli veturinn 2022/2023 verði ekki meiri en 218 400 tonn, að því er fram kemur í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Um er að ræða 45,4% minna magn en gert var ráð fyrir í upphafsráðgjöf en hún nam 400 000 tonn og byggði á magni ókynþroska loðnu í haustmælingum 2021.

Þetta er tæplega 75% skerðing frá síðustu vertíð en vegna hennar nam ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar 869.600 tonn. Íslensku skipin veiddu þá um 500 þúsund tonn og skilaði aflinn um 55 milljörðum króna í útflutningsverðmæti.

Tekið er þó fram að ráðgjöfin verður endurskoðuð að loknum mælingum Hafrannsóknastofnunar á stærð veiðistofnsins í janúar/febrúar eins og aflaregla strandríkja fyrir stofninn gerir ráð fyrir.

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar nú byggir á niðurstöðum bergmálsmælinga á loðnustofninum á rannsóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Tarajoq á tímabilinu 27. ágúst til 29. september.

„Mæling á magni ókynþroska loðnu haustið 2021 benti til þess að veiðistofninn 2022/2023 yrði mun stærri en mælingarnar á honum núna gefa til kynna. Hinsvegar, er hlutfall eldri árgangs í verðandi hrygningarstofni með því hæsta sem sést hefur. Stofnmælingar í vetur munu varpa skýrara ljósi á stærðarhlutföll árganganna frá 2019 og 2020,“ segir í ráðgjafarskjalinu.

Náðu ekki nyrst

Í ráðgjafarskjalinu segir að niðurstaða stofnunarinnar byggi á umfangsmikilli yfirferð rannsóknaskipanna. Litlar tafir urðu á leiðangrinum vegna veðurs en hafís takmarkaði yfirferð á nyrsta hluta rannsóknarsvæðisins.

„Ekki er talið líklegt að loðna hafi verið á svæðinu sem var sleppt. Stofnmælingin hafði fremur lágan breytileikastuðul (CV) þar sem loðnan var nokkuð jafnt dreifð auk þess sem almennt var mest af kynþroska loðnu á svæðum með þétta yfirferð.“

Ekki ráðgjöf um upphafsaflamark 2023/24

Stærð hrygningarstofns er metin 763 þúsund tonn og fjöldi ókynþroska fiska var um 41 milljarður en samkvæmt samþykktri aflareglu þarf yfir 50 milljarða til að mælt verði með upphafsaflamarki fiskveiðiársins 2023/2024.

Gögn um niðurstöður ungloðnumælinganna verða lögð fyrir Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) sem mun veita ráð um upphafsaflamark vertíðarinnar 2023/2024.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 468,39 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 280,78 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,20 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 12.752 kg
Ýsa 840 kg
Keila 84 kg
Steinbítur 15 kg
Langa 14 kg
Samtals 13.705 kg
22.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.537 kg
Ýsa 3.288 kg
Langa 366 kg
Steinbítur 327 kg
Keila 113 kg
Karfi 26 kg
Hlýri 22 kg
Samtals 12.679 kg
22.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.015 kg
Þorskur 729 kg
Ýsa 278 kg
Steinbítur 154 kg
Sandkoli 44 kg
Þykkvalúra 4 kg
Samtals 2.224 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 468,39 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 280,78 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,20 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 12.752 kg
Ýsa 840 kg
Keila 84 kg
Steinbítur 15 kg
Langa 14 kg
Samtals 13.705 kg
22.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.537 kg
Ýsa 3.288 kg
Langa 366 kg
Steinbítur 327 kg
Keila 113 kg
Karfi 26 kg
Hlýri 22 kg
Samtals 12.679 kg
22.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.015 kg
Þorskur 729 kg
Ýsa 278 kg
Steinbítur 154 kg
Sandkoli 44 kg
Þykkvalúra 4 kg
Samtals 2.224 kg

Skoða allar landanir »