Þurfi að skattleggja ofurhagnað sjávarútvegsins

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segist ekki geta sagt til …
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segist ekki geta sagt til um hvenær hvalrekaskattur á ofurhagnað fyrirtækja gæti orðið að veruleika. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir að ef ofurhagnaður myndast í ákveðnum atvinnugreinum, vegna tímabundins eða utanaðkomandi ástands, þá þurfi að skattleggja í samræmi við það.

„Það eru ákveðnar greinar sem eru að hagnast verulega á tímabundnu ástandi, þá hef ég sagt, og miðstjórn tekur undir það varðandi sjávarútveginn, að ef það er að myndast ofurhagnaður í ákveðnum atvinnugreinum þá þarf að skattleggja þær í samræmi við það,“ segir Lilja í samtali við mbl.is.

Er hvalrekaskattur eitthvað sem gæti sést á þessu kjörtímabili?

„Við erum auðvitað í ríkisstjórnarsamstarfi og þar var ekki kveðið á um hvalrekaskatt þegar verið var að semja um stjórnarsáttmálann,“ segir Lilja.

Hún segist ekki geta sagt til um það hvort eða hvenær hvalrekaskattur yrði að veruleika en hugmyndin hafi verið rædd á miðstjórnarfundi Framsóknar um helgina.

„Þetta er eitthvað sem við höfum trú á að þurfi þegar það eru svona óvenjulegar aðstæður.“

Framsókn réttu megin í mikilvægum málefnum

Lilja hélt ræðu á miðstjórnarfundinum þar sem hún kom víða við. Meðal annars tók hún fyrir efnahagsmál og orkumál, stríðið í Úkraínu og fleira.

Þá ræddi hún um það hvernig Framsóknarflokkurinn hefði staðið réttu megin í mikilvægum málefnum, meðal annars varðandi fullveldið, aðild að Atlantshafsbandalaginu, stækkun landhelginnar og fleira.

Lilja segir fundinn hafa verið góðan og hug vera í framsóknarfólki eftir góða sigra á sveitarstjórnarstiginu og í síðustu Alþingiskosningum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 538,11 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,10 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 538,11 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,10 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »