Verið að endurvekja gamalt orð

Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus ræddi við mbl.is um fiskara, fiskimenn …
Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus ræddi við mbl.is um fiskara, fiskimenn og sjómenn. Samsett mynd

Ei­rík­ur Rögn­valds­son, pró­fess­or emer­it­us í ís­lenskri mál­fræði við Há­skóla Íslands, seg­ir að ef fólk telji það æski­legt að draga úr karllægni máls­ins þurfi það að ger­ast í skref­um. Skipt­ar skoðanir eru á þeirri ákvörðun að skipta út orðinu fiski­maður fyr­ir fisk­ari í lög­um.

„Við meg­um ekki hugsa hlut­ina þannig að ef við ger­um ekki allt þá megi ekk­ert ger­ast. Það er hægt að setja það í sam­hengi við mót­töku flótta­fólks, af hverju að taka á móti hundruðum flótta­fólks þegar það eru tug­millj­ón­ir á flótta?“ seg­ir Ei­rík­ur.

„Þessi breyt­ing á fiski­maður yfir í fisk­ari er í sam­ræmi við það sem er verið að gera er­lend­is í alþjóðalög­um og reglu­gerðum. Það er al­veg ljóst að þetta verður ekki gert í einni svip­an og er ekki ein­falt mál,“ bæt­ir hann við.

150 voru skráðir fisk­ar­ar en sjö fiski­menn

Spurður hvort næst á dag­skrá í beinu fram­haldi verði ekki að breyta „sjó­maður“ í „sjó­ari“ seg­ir Ei­rík­ur að það sé alls ekki sjálf­gefið. 

„Í fyrsta lagi er sjó­ari allt ann­ars kon­ar orð en sjó­maður, þar sem sjó­ari er mun óform­legra orð. Það er hins veg­ar eng­inn slík­ur mun­ur á fiski­maður og fisk­ari. Þó svo fisk­ari hafi ekki verið notað síðustu 100 ár þá var það notað frá 16. öld og fram á 19. öld.

Þetta voru sam­heiti og hef­ur verið bent á það að í mann­tali frá 1845 þar sem starfs­heiti fólks voru skráð að um það bil 150 voru skráðir fisk­ari en ein­ung­is sjö skráðir fiski­maður. Þar er eng­inn sjó­maður en elsta dæmið um það orð er ekki eldra en frá 1830 og á 19. öld var sjó­fólk einnig notað.“

Rétt mál er málið sem fólk tal­ar

Ei­rík­ur seg­ir að verið sé að end­ur­vekja gam­alt orð og gamla hefð með því að taka upp orðið fisk­ari í stað sam­heit­is­ins fiski­maður.

Bend­ir hann á að þrátt fyr­ir að eitt­hvað sé inn­leitt í lög þá sé það í hönd­um mál­sam­fé­lags­ins að inn­leiða breyt­ing­ar, þar sem þá muni mál­far breyt­ast smám sam­an. Því til stuðnings vís­ar hann til orða Magnús­ar Finn­boga­son­ar sem birt­ust árið 1953 í blaðinu Ein­ingu:

„Mik­ill fjöldi mál­villna hef­ur smám sam­an festzt í ís­lenzkri tungu, svo að fáir vita, að um mál­vill­ur er að ræða.“

Spyr Ei­rík­ur hvort eitt­hvað geti verið „mál­villa“ ef eng­um er ljóst að það sé villa.

„Er það ekki ein­mitt skil­grein­ing­ar­atriði á réttu máli, að það er málið sem fólk tal­ar?“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.3.25 561,47 kr/kg
Þorskur, slægður 11.3.25 668,40 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.3.25 274,56 kr/kg
Ýsa, slægð 11.3.25 298,18 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.3.25 282,28 kr/kg
Ufsi, slægður 11.3.25 290,61 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 9.3.25 219,00 kr/kg
Gullkarfi 11.3.25 227,16 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 3.282 kg
Samtals 3.282 kg
11.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 8.211 kg
Þorskur 697 kg
Ýsa 35 kg
Skarkoli 27 kg
Keila 21 kg
Samtals 8.991 kg
11.3.25 Skarphéðinn SU 3 Handfæri
Þorskur 2.238 kg
Samtals 2.238 kg
11.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 3.626 kg
Þorskur 1.843 kg
Ýsa 130 kg
Skarkoli 7 kg
Samtals 5.606 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.3.25 561,47 kr/kg
Þorskur, slægður 11.3.25 668,40 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.3.25 274,56 kr/kg
Ýsa, slægð 11.3.25 298,18 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.3.25 282,28 kr/kg
Ufsi, slægður 11.3.25 290,61 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 9.3.25 219,00 kr/kg
Gullkarfi 11.3.25 227,16 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 3.282 kg
Samtals 3.282 kg
11.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 8.211 kg
Þorskur 697 kg
Ýsa 35 kg
Skarkoli 27 kg
Keila 21 kg
Samtals 8.991 kg
11.3.25 Skarphéðinn SU 3 Handfæri
Þorskur 2.238 kg
Samtals 2.238 kg
11.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 3.626 kg
Þorskur 1.843 kg
Ýsa 130 kg
Skarkoli 7 kg
Samtals 5.606 kg

Skoða allar landanir »