Landsvirkjun hefur skert afhendingu orku til verksmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði og í Neskaupstað. Gengur nú starfsemin á Seyðisfirði alfarið fyrir olíu og hluti af starfsemi fyrirtækisins í Neskaupstað.
Þetta kemur fram í færslu á vef Síldarvinnslunnar.
„Enn einu sinni hefur það gerst að Landsvirkjun hefur þurft að skerða orku til verksmiðjanna og er það mjög miður. Nú er verksmiðjan á Seyðisfirði að öllu leyti keyrð á olíu og verksmiðjan í Neskaupstað ýmist á olíu eða rafmagni. Þessar skerðingar á raforku eru afskaplega hvimleiðar. Enn og aftur er það að koma í ljós að raforka í landinu er ekki nægileg í öllum tilvikum og ætti það að vera mönnum umhugsunarefni nú á tímum aukinnar umhverfisvitundar,“ segir Hafþór Eiríkssona, rekstrarstjóri verksmiðjanna, í færslunni.
Í desember 2021 þurfti Landsvirkjun að grípa til skerðinga á afhendingu rafmagns til stórnotenda. Þetta hafði í för með sér stóraukna notkun á olíu, alls 20 milljónir lítra af olíu, til að halda fiskimjölverksmiðjum gangandi.
Skip Síldarvinnslunnar hafa að undanförnu verið á kolmunnaveiðum á miðunum við Færeyjar og hefur afla verið landað jafnt og þétt að undanförnu.
„ Kolmunninn sem berst til okkar er mjög gott hráefni. Fiskurinn er í góðu standi á þessum árstíma, til dæmis er fituinnihaldið gott. Fyrir verksmiðjurnar skiptir öllu máli að fá hráefnið ferskt að landi og skipin kæla aflann vel um borð þannig að ferksleikinn er tryggður. Ef aflinn er ekki ferskur gengur vinnslan ekki vel, svo einfalt er það,“ segir Hafþór.
Hann útskýrir að kolmunninn sé magrasta hráefnið sem skipin landa hjá fyrirtækinu. „Lýsisframleiðslan er ekki mikil úr honum þó hún sé mest einmitt um þetta leyti árs. Kolmunnamjölið er hins vegar ávallt gæðamjöl. Í dag og á morgun eru að berast um 10.000 tonn af kolmunna til verksmiðjanna beggja þannig að það er mikið að gera.“
Hafþór bendir á að verksmiðjan í Neskaupstað hafi einnig tekið til vinnslu loðnu frá grænlenska skipinu Polar Ammassak. „Grænlenska skipið hefur komið með tvo farma að undanförnu og er farið út núna til að freista þess að fá afla í litlum veðurglugga.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.11.24 | 561,53 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.11.24 | 656,67 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.11.24 | 376,44 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.11.24 | 341,33 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.11.24 | 317,61 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.11.24 | 337,30 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.11.24 | 393,70 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Ýsa | 221 kg |
Þorskur | 190 kg |
Ufsi | 44 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 477 kg |
21.11.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 16.627 kg |
Ufsi | 2.513 kg |
Þorskur | 2.203 kg |
Ýsa | 641 kg |
Samtals | 21.984 kg |
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína | |
---|---|
Ýsa | 180 kg |
Þorskur | 109 kg |
Keila | 29 kg |
Steinbítur | 17 kg |
Langa | 9 kg |
Ufsi | 5 kg |
Samtals | 349 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.11.24 | 561,53 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.11.24 | 656,67 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.11.24 | 376,44 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.11.24 | 341,33 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.11.24 | 317,61 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.11.24 | 337,30 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.11.24 | 393,70 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Ýsa | 221 kg |
Þorskur | 190 kg |
Ufsi | 44 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 477 kg |
21.11.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 16.627 kg |
Ufsi | 2.513 kg |
Þorskur | 2.203 kg |
Ýsa | 641 kg |
Samtals | 21.984 kg |
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína | |
---|---|
Ýsa | 180 kg |
Þorskur | 109 kg |
Keila | 29 kg |
Steinbítur | 17 kg |
Langa | 9 kg |
Ufsi | 5 kg |
Samtals | 349 kg |