Veikburða og brotakennt eftirlit með sjókvíaeldi

Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi, skilaði í dag skýrslu um stjórnsýslu …
Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi, skilaði í dag skýrslu um stjórnsýslu og eftirlit sjókvíaeldis á Íslandi.

„Stjórnsýsla og eftirlit með sjókvíaeldi hafa reynst veikburða og brotakennd og vart í stakk búin til að takast á við aukin umsvif greinarinnar síðustu ár.“

Þetta er niðurstaða stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirliti með sjókvíaeldi hér á landi. Í skýrslunni „Sjókvíaeldi: lagaframkvæmd, stjórnsýsla og eftirlit“ er að finna 23 ábendingar um úrbætur sem stofnunin telur að þurfi að gera á stjórnsýslu málaflokksins.

„Fáheyrt er að settar séu fram svo margar ábendingar í stjórnsýsluúttektum stofnunarinnar,“ segir í tilkynningu Ríkisendurskoðunar. Stofnunin kynnti niðurstöður sínar fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun.

Unnið gegn ávinningi ríkissjóðs

Ríkisendurskoðun fullyrðir að „samþjöppun eignarhalds, stefnulaus uppbygging og rekstur sjókvía á svæðum sem vinna gegn því að auðlindin skili hámarks ávinningi fyrir ríkissjóð hefur fest sig í sessi án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda. Verðmætum í formi eldissvæða og leyfa til sjókvíaeldis hefur verið úthlutað til lengri tíma án endurgjalds og dæmi eru um að uppbygging sjókvíaeldis skarist á við aðra mikilvæga nýtingu strandsvæða, svo sem siglingaleiðir og helgunarsvæði fjarskipta- og raforkustrengja.“

Þó nokkrar breytingar voru gerðar á lagaumhverfi sjókvíaeldis árin 2014 og 2019. Breytingarnar skiluðu þó takmörkuðum árangri að mati Ríkisendurskoðunar. „Hvorki tókst að skapa aukna sátt um greinina né hefur eldissvæðum eða heimildum til að nýta leyfilegan lífmassa á tilteknum hafsvæðum verið úthlutað með útboði eins og til stóð.“ Ríkisendurskoðun telur Matvælaráðuneytið þurfi að grípa til ráðstafanna til að tryggja afmörkun og útboð eldissvæða

Ríkisendurskoðun segir fáheyrt að jafn margar ábendingar um þörf á …
Ríkisendurskoðun segir fáheyrt að jafn margar ábendingar um þörf á úrbótum sé í stjórnsýsluúttektum stofnunarinnar og í tilfelli skýrslu um sjókvíaeldi. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Jafnframt segir að lagabreytingarnar gerðu ekki leyfisveitingaferli Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar skilvirkari, að eftirlit sé of dreift og háð aðgengi að búnaði og starfsfólki fiskeldisfyrirtækja.

Samkvæmt úttektinni er mikil skörun milli krafna starfs- og rekstrarleyfa vegna sjókvíaeldis „en athygli vekur hversu takmarkað formlegt samstarf ráðuneyta umhverfis og matvæla hefur verið.“ Telur Ríkisendurskoðun ástæðu til að skoða hvort tilefni sé til að færa alla leyfisveitingu í fiskeldi undir eitt stjórnvald eða „mynda öflug þverstofnanaleg teymi um leyfisveitingarnar.“

Ómarkvissar aðgerðir

Jafnframt þurfi að efla eftirlit Matvælastofnunar, taka starfsemi Umhverfissjóðs sjókvíaeldis til skoðunar og endurskoða lög um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð. Telur Ríkisendurskoðun að „beiting þvingunarúrræða [sé] ómarkviss þrátt fyrir alvarleg og ítrekuð frávik frá ákvæðum leyfa. Tilefni er til að efla eftirlit Matvælastofnunar og tryggja að gjaldtaka stofnunarinnar standi undir kostnaði vegna þess.“

Telur stofnunin að skoða þurfi „hvort og hvernig megi efla mótvægisaðgerðir og vöktun vegna stroks og tryggja markvissa beitingu þvingunarúrræða, sekta og afturköllun rekstrar- og starfsleyfa í þeim tilfellum sem ákvæðum þeirra er ekki fylgt.“

Nauðsynlegt er að Hafrannsóknastofnun hafi fasta fjármögnun til að sinna burðarþolsrannsóknum og vöktun, að mati Ríkisendurskoðunar.“ Stofnunin þarf að sækja um styrki í Umhverfissjóð sjókvíaeldis vegna þessara verkefna og keppa um fjármagn til að sinna þessum lögbundnum verkefnum sem eru grundvöllur stjórnvaldsákvarðana. Dæmi eru um að stofnunin hafi ekki fengið úthlutað úr sjóðnum vegna slíkra verkefna. Tryggja þarf að fyrirtæki sem nýta firði eða afmörkuð hafsvæði taki þátt í kostnaði við rannsóknir og vöktun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.11.24 576,88 kr/kg
Þorskur, slægður 8.11.24 507,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.11.24 335,58 kr/kg
Ýsa, slægð 8.11.24 231,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.11.24 186,62 kr/kg
Ufsi, slægður 8.11.24 247,32 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 8.11.24 247,18 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.11.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 2.854 kg
Keila 765 kg
Ýsa 271 kg
Steinbítur 87 kg
Hlýri 47 kg
Karfi 16 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 4.049 kg
8.11.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 714 kg
Þorskur 206 kg
Þykkvalúra 38 kg
Sandkoli 25 kg
Samtals 983 kg
8.11.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 458 kg
Þorskur 230 kg
Sandkoli 13 kg
Þykkvalúra 11 kg
Ýsa 7 kg
Karfi 4 kg
Samtals 723 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.11.24 576,88 kr/kg
Þorskur, slægður 8.11.24 507,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.11.24 335,58 kr/kg
Ýsa, slægð 8.11.24 231,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.11.24 186,62 kr/kg
Ufsi, slægður 8.11.24 247,32 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 8.11.24 247,18 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.11.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 2.854 kg
Keila 765 kg
Ýsa 271 kg
Steinbítur 87 kg
Hlýri 47 kg
Karfi 16 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 4.049 kg
8.11.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 714 kg
Þorskur 206 kg
Þykkvalúra 38 kg
Sandkoli 25 kg
Samtals 983 kg
8.11.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 458 kg
Þorskur 230 kg
Sandkoli 13 kg
Þykkvalúra 11 kg
Ýsa 7 kg
Karfi 4 kg
Samtals 723 kg

Skoða allar landanir »