Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra telur rétt að ræða hvort hætta eigi hvalveiðum á Íslandi.
Þetta kom fram í svari Svandísar við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.
Andrés Ingi spurði Svandísi hvort hún myndi leyfa hvalveiðar í sumar í ljósi tilkynningar sem Matvælastofnunar sendi frá sér í dag.
Í tilkynningunni kom fram að aflífun á hluta stórhvela við Íslandsstrendur á vertíðinni í fyrra hefði tekið of langan tíma og þannig ekki samræmst meginmarkmiðum laga um velferð dýra.
Svandís sagði lagalegan grundvöll ekki vera fyrir hendi til að banna hvalveiðar í sumar.
Aftur á móti sagði hún kominn tíma til að ræða það hvort Íslendingum fyndist ásættanlegt að stunda þessa atvinnugrein.
„Hins vegar vil ég segja það að þessar veiðar hafa verið stundaðar um langan tíma en samfélagið okkar hefur breyst. Gildin um það hvað okkur finnst í lagi og hvað okkur finnst ekki í lagi hafa sem betur fer líka breyst og það er svo sannarlega kominn tími til þess að við ræðum það, á grundvelli staðreynda, hvort okkur finnist ásættanlegt að stunda atvinnugrein af þessu tagi miðað við þau gildi sem við viljum vera þekkt fyrir á alþjóðavettvangi,“ sagði Svandís og bætti við:
„Þau gögn sem við höfum nú undir höndum eiga að hjálpa okkur við það og við þurfum að hafa þrek til að ræða það. Við getum gert það núna vegna þeirrar reglugerðar sem ég setti í fyrrasumar en hafði ekki verið sett áður til þess að tryggja það að almenningur, hagsmunaaðilar og samfélagið sjái hvað hér er á ferðinni.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.11.24 | 538,11 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.11.24 | 560,82 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.11.24 | 347,10 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.11.24 | 257,15 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.11.24 | 197,29 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.11.24 | 282,11 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.11.24 | 231,97 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 22.11.24 | 127,00 kr/kg |
22.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Ýsa | 465 kg |
Þorskur | 256 kg |
Samtals | 721 kg |
22.11.24 Hafborg EA 152 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 4.329 kg |
Ýsa | 3.590 kg |
Langlúra | 238 kg |
Ufsi | 117 kg |
Skarkoli | 80 kg |
Steinbítur | 48 kg |
Þykkvalúra | 18 kg |
Karfi | 3 kg |
Samtals | 8.423 kg |
22.11.24 Hópsnes GK 77 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 95 kg |
Hlýri | 11 kg |
Ýsa | 9 kg |
Samtals | 115 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.11.24 | 538,11 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.11.24 | 560,82 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.11.24 | 347,10 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.11.24 | 257,15 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.11.24 | 197,29 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.11.24 | 282,11 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.11.24 | 231,97 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 22.11.24 | 127,00 kr/kg |
22.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Ýsa | 465 kg |
Þorskur | 256 kg |
Samtals | 721 kg |
22.11.24 Hafborg EA 152 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 4.329 kg |
Ýsa | 3.590 kg |
Langlúra | 238 kg |
Ufsi | 117 kg |
Skarkoli | 80 kg |
Steinbítur | 48 kg |
Þykkvalúra | 18 kg |
Karfi | 3 kg |
Samtals | 8.423 kg |
22.11.24 Hópsnes GK 77 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 95 kg |
Hlýri | 11 kg |
Ýsa | 9 kg |
Samtals | 115 kg |