Hval „hefði mátt vera ljóst að blikur væru á lofti“

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að það verði að koma í ljós hvort tímabundið bann við hvalveiðum endi fyrir dómstólum. Hvalir séu rétthærri en fiskar t.a.m. og því ólíku saman að jafna hvernig veiðiaðferðum er beitt. Þá segir hún Hval hf. hafa mátt vera ljóst að blikur væru á lofti. Fyrirtækið hafi ríkar skyldur gagnvart starfsfólki og sér hún ekki fyrir greiðslur skaðabóta vegna málsins. 

Óttast þú að þetta muni leiða til málsókna?

„Það verður tíminn bara að leiða í ljós. Það gerist að fólk leiti til dómstóla til að komast að niðurstöðu með sín mál. Það kann að gerast í þessu eins og öðru,“ segir Svandís.  

Almenningur að sjá dráp í fyrsta skipti 

Svandís sýndi í upphafi fundar í atvinnuveganefnd myndband af dauðastríði hvals sem hún hafði fengið frá Heimildinni. Spurð um tilgang þess og hvort hér sé eitthvað nýtt á ferðinni þá segir Svandís að líklega sé svo ekki.

Svandís segir tilgang myndbands á fundinum að sýna almenningi hvaladráp …
Svandís segir tilgang myndbands á fundinum að sýna almenningi hvaladráp í fyrsta skipti. Ómar Óskarsson

„Sennilega er þetta ekki nýtt en sennilega er það þannig að almenningur er í fyrsta skipti að sjá dráp með þessum hætti. Það er hluti af reglugerð sem ég setti í fyrra sem sagði til um það að við ættum að mynda hvert einasta dráp til þess að undirbyggja eftirlitsskýrslu og til þess að almenningur geti séð með eigin augum hvernig þetta gerist,“ segir Svandís.

Hvalur rétthærri en ufsi 

Spurð hvað sé ólíkt dauðastríði hvala en t.a.m. fiska á línu, botnfiska sem kremjast undir botnvörpu og kjúklinga sem séu í þröngum rýmum þar til að slátrun kemur og hvort hún hyggist skoða frekar aflífun út frá dýraverndunarsjónarmiðum, þá segir Svandís svo ekki vera.

„Fiskveiðar eru undanskildar dýraverndunarlöggjöf og hvað varðar búfjárhald þá eru þar aðbúnaðarreglur sem byggja á dýraverndunarlöggjöf og þar ríkir skylda á þeim sem fara með búfé að fara eftir þeim reglum. Þetta á allt saman að vera undir löggjöf,“ segir Svandís.

Er hvalur þá rétthærri hvað dýravelferð varðar en ufsi?

„Já, augljóslega þar sem fiskur er undanskilinn gildissviði laganna,“ segir Svandís.

Ekki hægt að yppa öxlum  

Svandís hefur m.a. verið gagnrýnd fyrir það hversu fljótt ákvörðun var tekin eftir að fagráð skilaði sínu áliti.

Eftir á að hyggja telur þú að betra hefði verið að horfa til næsta árs hvað þetta mál varðar?

„Nei, vegna þess að það hefði sennilega verið athafnaleysi sem hefði verið umhugsunarefni hvort mér hefði verið heimilt samkvæmt lögum að yppa öxlum og láta vertíðina hefjast. Þá með það til hliðsjónar að þarna var ekki farið eftir dýraverndunarlögum,“ segir Svandís.

Skyldur snúa að dýravelferð 

Umræða hefur verið um að starfsmenn og Hvalur hf. hyggist sækja bætur vegna málsins. Spurð hvort Svandís sjái fyrir sér greiðslur slíkra bóta þá telur hún svo ekki vera.

„Fyrirtækið á að fara að lögum í sinni starfsemi og því hefði mátt vera ljóst að það voru blikur á lofti varðandi aðbúnaðinn. Fyrirtækið hefur skyldur við sitt starfsfólk og það liggur algjörlega fyrir. Ég hef hins vegar mikinn skilning og samúð með þeim óþægindum og þeirri umræðu sem hefur verið í gangi, af hendi þeirra sem hugðust stunda þetta starf í sumar. Það hefur augljóslega áhrif á þau. Mínar skyldur snúa að dýraverndunarlögum og ég verð í samskiptum við leyfishafa sem fær leyfi á grundvelli laga frá mér,“ segir Svandís.

Kristján Loftsson, hjá Hval hf.
Kristján Loftsson, hjá Hval hf. mbl.is/Árni Sæberg

Fínt að fá spurningar úr öllum áttum 

Svandís sat meðal annars undir áleitnum spurningum frá Framsóknar- og Sjálfstæðismönnum sem sitja með VG í ríkisstjórn, á fundi atvinnuveganefndar. Spurð, segir Svandís að þetta mál sé ekki erfitt fyrir ríkisstjórnarsamstarfið sem standi styrkum fótum eftir sem áður.

„Nei, ég held að það sé ekki í hættu (ríkisstjórnarsamstarfið) og mér fannst þetta góðar spurningar sem fínt er að fá úr öllum áttum,“ segir Svandís.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 387,20 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 204,44 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 76,84 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 121,39 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 387,20 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 204,44 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 76,84 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 121,39 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Loka