Bannið í bága við lög

Langreyð dregin inn í hvalstöðina í Hvalfirði.
Langreyð dregin inn í hvalstöðina í Hvalfirði. mbl.is/Golli

Lög­fræðiálit LEX lög­manns­stofu sem Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) lét vinna vegna ákvörðunar mat­vælaráðherra að banna tíma­bundið veiðar á langreyðum leiðir í ljós að ákvörðunin hafi farið í bága við lög og ekki verið reist á nægj­an­lega traust­um laga­grund­velli.

Í til­kynn­ingu frá SFS seg­ir að sam­tök­in hafi leitað eft­ir áliti frá LEX 21. júní, degi eft­ir að ákvörðun Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra var kynnt. 

Í minn­is­blaði þessu hef­ur með rök­studd­um hætti verið kom­ist að þeirri niður­stöðu að sú ákvörðun ráðherra að banna tíma­bundið veiðar á langreyðum við Ísland árið 2023 hafi farið í bága við lög og ekki verið reist á nægj­an­lega traust­um laga­grund­velli,“ seg­ir í áliti LEX.

Þá er farið yfir helstu niður­stöður álits­ins.

Stenst ekki kröf­ur um stjórn­skipu­legt meðal­hóf

Í álit­inu seg­ir að afar hæpið verði að telj­ast að ákvæði 4. gr. laga nr. 26/​1949 um hval­veiðar færi ráðherra heim­ild til að setja reglu­gerð sem stöðvar í reynd veiðar á langreyðum fyr­ir­vara­laust eða kem­ur bein­lín­is í veg fyr­ir að veiðirétt­haf­ar geti nýtt rétt­indi sín. „Ákvörðun ráðherra var því ekki reist á viðhlít­andi laga­heim­ild sem stenst kröf­ur 75. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar, sbr. og 72. gr. stjórn­ar­skrár.“

Þá seg­ir að fyr­ir­mæli ráðherra, í formi reglu­gerðar, um tíma­bundið hval­veiðibann, sem úti­lok­ar nær al­farið starf­semi leyf­is­hafa á ár­inu 2023, án fyr­ir­vara eða aðlög­un­ar­tíma, stenst vart þær kröf­ur sem leiða af meg­in­regl­unni um stjórn­skipu­legt meðal­hóf.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFS. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hval­ur hf. hafði ekki and­mæla­rétt

Í álit­inu seg­ir að sú aðferð ráðherra að setja reglu­gerð um bannið í stað þess að fylgja málsmeðferð stjórn­sýslu­laga sé tæp­lega í sam­ræmi við svo­nefnda stjórn­ar­fars­reglu, en hún fel­ur í sér að stjórn­valdi er bannað að mis­beita valdi við val á leiðum til úr­lausn­ar á máli.

Með því að óska ekki eft­ir sjón­ar­miðum Hvals hf., m.a. um álit þeirra sér­fræðinga sem kallaðir voru fyr­ir fagráðum vel­ferð dýra, gætti ráðið ekki að and­mæla­rétti þeim, sem mælt er fyr­ir um í 13. gr. stjórn­sýslu­laga, né rann­sókn­ar­reglu 10. gr. lag­anna. Seg­ir að þetta sé ann­marki á málsmeðferð fagráðs, en ráðherra reisti reglu­gerðar­setn­ingu sína um tíma­bundið bann við veiðum á langreyði á niður­stöðu fagráðs. „Af fram­an­greindu leiðir sjálf­stætt að reglu­gerðin var ekki reist á nægi­lega traust­um grund­velli.“

Gætu átt rétt á skaðabót­um 

Að lok­um seg­ir að „koll­varpa stjórn­sýslu­fram­kvæmd í einu vet­fangi, svo sem ráðherra gerði með bann­inu, með afar skömm­um fyr­ir­vara og án til­kynn­ing­ar fyr­ir­fram þar sem aðilan­um, sem ákvörðunin beind­ist að, var gefið færi á að bregðast við og gæta hags­muna sinna, fer í bága við viðmið sem lögð hafa verið til grund­vall­ar í stjórn­sýslu­rétti í réttar­fram­kvæmd, svo sem að fram­an er rakið.“

Í álit­inu er ekki fjallað um hverj­ar kunni vera laga­leg­ar af­leiðing­ar þess að stjórn­sýsla ráðherr­ans sam­ræm­is ekki lög. 

Þó seg­ir að Hval­ur hf. og starfs­fólk fyr­ir­tæk­is­ins kunni að eiga skaðabóta­rétt á hend­ur ís­lenska rík­inu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.25 522,13 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.25 637,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.25 394,31 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.25 331,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.25 209,36 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.25 193,94 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.25 186,89 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 945 kg
Steinbítur 836 kg
Þorskur 490 kg
Ufsi 36 kg
Hlýri 13 kg
Samtals 2.320 kg
24.4.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 2.045 kg
Langa 650 kg
Þorskur 202 kg
Steinbítur 98 kg
Karfi 80 kg
Ufsi 51 kg
Keila 34 kg
Sandkoli 3 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 3.165 kg
24.4.25 Skúli ST 75 Grásleppunet
Steinbítur 46 kg
Samtals 46 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.25 522,13 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.25 637,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.25 394,31 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.25 331,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.25 209,36 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.25 193,94 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.25 186,89 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 945 kg
Steinbítur 836 kg
Þorskur 490 kg
Ufsi 36 kg
Hlýri 13 kg
Samtals 2.320 kg
24.4.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 2.045 kg
Langa 650 kg
Þorskur 202 kg
Steinbítur 98 kg
Karfi 80 kg
Ufsi 51 kg
Keila 34 kg
Sandkoli 3 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 3.165 kg
24.4.25 Skúli ST 75 Grásleppunet
Steinbítur 46 kg
Samtals 46 kg

Skoða allar landanir »