Makríll í íslenskri lögsögu

Barði NK landaði 1.100 tonn af makríl og síld.
Barði NK landaði 1.100 tonn af makríl og síld. Ljósmynd/Smári Geirsson

Barði NK kom til Neskaupstaðar í morgun með 1.100 tonn af makríl og síld, segir á heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Um er að ræða eigin afla Barða NK og afla þeirra fjögurra skipa sem hann er í veiðisamstarfi með. Aflinn fékkst í íslenskri lögsögu og kemur fram á heimasíðunni að það sé fagnaðarefni að makríll skuli veiðast þar.

Þorkell Pétursson, skipstjóri á Barða, er vongóður um framhald makrílveiðanna.

„Í aflanum sem við vorum að koma með er of hátt hlutfall af íslenskri síld. Makríllinn mun fara í manneldisvinnslu en síldin fer til mjöl- og lýsisvinnslu. Við vorum áður úti í Smugu en þar var mjög dauft yfir veiðunum. Skipin færðu sig inn í íslensku lögsöguna og þá var byrjað að toga í kantinum út af Breiðdalsgrunni, en þar reyndist mikil síld vera í aflanum. Þá færðu skipin sig vestar. Byrjað var að toga við Lónsdýpið og endað við Hornafjarðardýpið og þá var makrílhlutfallið í aflanum mun betra,“ er haft eftir Þorkeli á heimasíðunni.

Makríllinn 500 grömm að stærð

„Það er erfitt að greina hvort um er að ræða makríl eða síld og þessar tegundir eru blandaðar á þessum slóðum. Nú eru fréttir af fiski að ganga úr færeysku lögsögunni og inn í þá íslensku og þar hlýtur makríll að vera á ferðinni. Skipin eru þegar komin þangað. Makríllinn sem við erum með núna er hinn fallegasti fiskur, en hann er um 500 grömm að stærð,“ er haft eftir honum á heimasíðunni.

„Ég held að menn séu bara bjartsýnir á framhaldið og það er óhemju jákvætt að makríllinn veiðist í íslenskri lögsögu. Hann virðist vera heldur seinna á ferðinni en stundum áður en ég held að þetta komi allt saman. Það verður líklega klárað að landa í nótt og þá verður haldið rakleiðis til veiða á ný,“ er loks haft eftir Þorkeli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.5.24 426,56 kr/kg
Þorskur, slægður 21.5.24 397,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.5.24 329,51 kr/kg
Ýsa, slægð 21.5.24 185,42 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.5.24 165,41 kr/kg
Ufsi, slægður 21.5.24 190,31 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 21.5.24 192,84 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.5.24 Stundvís ÍS 333 Handfæri
Ufsi 21 kg
Ýsa 7 kg
Samtals 28 kg
21.5.24 Sigurey ST 22 Grásleppunet
Þorskur 653 kg
Grásleppa 139 kg
Skarkoli 28 kg
Samtals 820 kg
21.5.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 2.482 kg
Þorskur 994 kg
Skarkoli 841 kg
Steinbítur 88 kg
Ufsi 60 kg
Samtals 4.465 kg
21.5.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 786 kg
Þorskur 146 kg
Skarkoli 53 kg
Samtals 985 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.5.24 426,56 kr/kg
Þorskur, slægður 21.5.24 397,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.5.24 329,51 kr/kg
Ýsa, slægð 21.5.24 185,42 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.5.24 165,41 kr/kg
Ufsi, slægður 21.5.24 190,31 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 21.5.24 192,84 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.5.24 Stundvís ÍS 333 Handfæri
Ufsi 21 kg
Ýsa 7 kg
Samtals 28 kg
21.5.24 Sigurey ST 22 Grásleppunet
Þorskur 653 kg
Grásleppa 139 kg
Skarkoli 28 kg
Samtals 820 kg
21.5.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 2.482 kg
Þorskur 994 kg
Skarkoli 841 kg
Steinbítur 88 kg
Ufsi 60 kg
Samtals 4.465 kg
21.5.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 786 kg
Þorskur 146 kg
Skarkoli 53 kg
Samtals 985 kg

Skoða allar landanir »