Matvælaráðuneytið hefur hafnað beiðni Landssambands smábátaeigenda um að 4.000 tonna þorskkvóta verði bætt við strandveiðipottinn.
Landssamband smábátaeigenda sendi Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra erindið 25. júní. Barst þeim svar frá Matvælaráðuneytinu í dag.
Í erindi LS segir að líkur séu á því að útgefinni aflaviðmiðun, sem nemur 10.000 tonnnum, verði náð í strandveiðivikunni 10.-13. júlí. Verði ekki bætt við veiðiheimildum fyrir þann tíma muni Fiskistofa stöðva strandveiðar.
Fór LS því þess á leit við matvælaráðherra að hún kæmi í veg fyrir stöðvun strandveiða á núverandi fiskveiðiári með því að hækka aflaviðmið um 4.000 tonn og „tryggja með því jafnræði milli landshluta“, líkt og segir í erindi.
Sögðu smábátaeigendur í erindi sínu að ástand þorskstofnsins væri afar gott og færðu þeir röksemdir fyrir því að hækkun viðmiðunarafla til strandveiða rúmaðist innan vísindalegrar ráðgjafar.
Í svari ráðuneytis segir að öllum veiðiheimildum fyrir fiskveiðiárið hafi þegar verið ráðstafað, einnig með tilliti til strandveiða.
Ráðuneytið hafi ekki lagaheimild til þess að fallast á erindi sambandsins samkvæmt þeim málaflutningi sem þar komi fram.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.11.24 | 530,64 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.11.24 | 560,82 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.11.24 | 345,49 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.11.24 | 257,15 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.11.24 | 201,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.11.24 | 282,11 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.11.24 | 232,97 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 22.11.24 | 127,00 kr/kg |
23.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 2.305 kg |
Þorskur | 904 kg |
Keila | 95 kg |
Hlýri | 57 kg |
Ufsi | 17 kg |
Karfi | 7 kg |
Steinbítur | 3 kg |
Samtals | 3.388 kg |
23.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Ýsa | 5.110 kg |
Þorskur | 3.886 kg |
Langa | 62 kg |
Steinbítur | 50 kg |
Karfi | 22 kg |
Keila | 13 kg |
Skarkoli | 2 kg |
Samtals | 9.145 kg |
23.11.24 Vigur SF 80 Lína | |
---|---|
Þorskur | 1.191 kg |
Ýsa | 90 kg |
Keila | 88 kg |
Hlýri | 51 kg |
Karfi | 33 kg |
Steinbítur | 4 kg |
Samtals | 1.457 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.11.24 | 530,64 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.11.24 | 560,82 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.11.24 | 345,49 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.11.24 | 257,15 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.11.24 | 201,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.11.24 | 282,11 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.11.24 | 232,97 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 22.11.24 | 127,00 kr/kg |
23.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 2.305 kg |
Þorskur | 904 kg |
Keila | 95 kg |
Hlýri | 57 kg |
Ufsi | 17 kg |
Karfi | 7 kg |
Steinbítur | 3 kg |
Samtals | 3.388 kg |
23.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Ýsa | 5.110 kg |
Þorskur | 3.886 kg |
Langa | 62 kg |
Steinbítur | 50 kg |
Karfi | 22 kg |
Keila | 13 kg |
Skarkoli | 2 kg |
Samtals | 9.145 kg |
23.11.24 Vigur SF 80 Lína | |
---|---|
Þorskur | 1.191 kg |
Ýsa | 90 kg |
Keila | 88 kg |
Hlýri | 51 kg |
Karfi | 33 kg |
Steinbítur | 4 kg |
Samtals | 1.457 kg |