Barði NK með 1.340 tonn af makríl

Barði NK landaði 1.340 tonn af makríl og síld.
Barði NK landaði 1.340 tonn af makríl og síld. Ljósmynd/Smári Geirsson

Barði NK kom til Neskaupstaðar í gær með 1.340 tonna makrílfarm og hófst vinnsla á honum strax að þrifum loknum í gærkvöldi.

Þetta kemur fram í færslu á vef Síldarvinnslunnar.

Þá hafði Hákon EA landað rúmlega 600 tonnum af frystum makríl í frystigeymslur Síldarvinnslunnar í gær.

Fiskurinn aðallega heilfrystur

Í færslunni kemur fram að verið var að vinna makríl úr Vilhelm Þorsteinssyni EA í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.

Fiskurinn úr Vilhelm er mjög góður og er að mestu heilfrystur, segir í færslunni.

Skipin sem landa hjá Síldarvinnslunni og eru í veiðisamstarfi toguðu í fyrradag í 8–11 tíma og var afli þeirra misjafn eða frá 130 tonnum og upp í 480 tonn. Alls var dælt tæplega 1.000 tonnum um borð í Barða í fyrradag.

Besti fiskur vertíðarinnar

Geir Sigurpáll Hlöðversson, rekstrarstjóri fiskiðjuversins, segir að fiskurinn, sem var verið að vinna úr Vilhelm, sé sá besti sem borist hefur á vertíðinni.

„Í honum er lítil áta og hann er mjög gott hráefni. Þetta er besti farmurinn sem við höfum fengið til vinnslu á vertíðinni og erum við að heilfrysta á fullu. Það er átumagnið sem skiptir mestu. Þegar átan minnkar verður hráefnið betra. Vonandi verður þetta svona áfram,“ er haft eftir Geir Sigurpáli í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 414,97 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,03 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.5.24 Votaberg ÞH 103 Handfæri
Þorskur 448 kg
Ýsa 9 kg
Ufsi 5 kg
Karfi 4 kg
Samtals 466 kg
21.5.24 Hafþór NK 44 Grásleppunet
Grásleppa 1.150 kg
Þorskur 51 kg
Skarkoli 23 kg
Samtals 1.224 kg
21.5.24 Skotta NS 95 Handfæri
Þorskur 263 kg
Samtals 263 kg
21.5.24 Fálki ÞH 35 Handfæri
Þorskur 740 kg
Samtals 740 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 414,97 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,03 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.5.24 Votaberg ÞH 103 Handfæri
Þorskur 448 kg
Ýsa 9 kg
Ufsi 5 kg
Karfi 4 kg
Samtals 466 kg
21.5.24 Hafþór NK 44 Grásleppunet
Grásleppa 1.150 kg
Þorskur 51 kg
Skarkoli 23 kg
Samtals 1.224 kg
21.5.24 Skotta NS 95 Handfæri
Þorskur 263 kg
Samtals 263 kg
21.5.24 Fálki ÞH 35 Handfæri
Þorskur 740 kg
Samtals 740 kg

Skoða allar landanir »