Öllum 22 starfsmönnum Sæferða í Stykkishólmi, sem reka Breiðafjarðarferjuna Baldur, hefur verið sagt upp störfum þar sem óvissa ríkir um áframhaldandi rekstur.
Sæferðir reyndust vera eini þátttakandinn í útboði Vegagerðarinnar vegna reksturs nýrrar ferju á Breiðafirði að nafni Röst. Óvíst er að samniningar náist um rekstur nýju ferjunnar þar sem tilboð Sæferða var yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar.
Áætlaður verktakakostnaður var um 1.2 milljarðar en tilboð Sæferða hljóðar upp á tæpa 2 milljarða.
Í tilkynningu frá Sæferðum kemur fram að gert sé ráð fyrir að í hönd fari samningaviðræður við Vegagerðina um rekstur á Breiðafjarðarferju fyrir árin 2023-2026, með möguleika á framlengingu allt að tvisvar sinnum, í eitt ár í senn.
Sá samningur fæli í sér sérleyfi fyrir Vegagerðina til að annast fólks-, bifreiða- og vöruflutninga á milli Stykkishólms og Brjánslækjar, með viðkomu í Flatey.
Sæferðir sigla Baldri fram til 15. október nk. en þá verður sú ferja afhent nýjum eiganda.
„Félaginu þykir afar leitt að þurfa að grípa til þessara uppsagna enda vinnur frábær hópur starfsfólks hjá Sæferðum sem mörg hafa starfað hjá félaginu um langt skeið. Ferjureksturinn er grundvöllurinn fyrir tilvist fyrirtækisins og við höfum enn þá ekkert í hendi um að hann verði áfram hjá okkur,“ er haft eftir Jóhönnu Ósk Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra Sæferða.
„Við höfum upplýst helstu hagsmunaaðila á svæðinu um stöðuna og vonumst til að línur skýrist sem allra fyrst. Við vorum með starfsmannafund fyrr í kvöld þar sem fólk var upplýst um niðurstöðu útboðsins og því tilkynnt um uppsagnirnar. Við vonumst til að flest starfsfólk fái boð um starf á nýju ferjunni, náist samningar um reksturinn við Vegagerðina.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.11.24 | 588,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.11.24 | 618,69 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.11.24 | 445,22 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.11.24 | 368,62 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.11.24 | 206,19 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.11.24 | 343,79 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.11.24 | 379,77 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
20.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 9.182 kg |
Skarkoli | 582 kg |
Sandkoli | 40 kg |
Samtals | 9.804 kg |
20.11.24 Sæli BA 333 Lína | |
---|---|
Langa | 923 kg |
Þorskur | 267 kg |
Keila | 56 kg |
Ýsa | 47 kg |
Steinbítur | 29 kg |
Karfi | 17 kg |
Samtals | 1.339 kg |
20.11.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Þorskur | 458 kg |
Ýsa | 285 kg |
Steinbítur | 229 kg |
Langa | 108 kg |
Skarkoli | 21 kg |
Samtals | 1.101 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.11.24 | 588,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.11.24 | 618,69 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.11.24 | 445,22 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.11.24 | 368,62 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.11.24 | 206,19 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.11.24 | 343,79 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.11.24 | 379,77 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
20.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 9.182 kg |
Skarkoli | 582 kg |
Sandkoli | 40 kg |
Samtals | 9.804 kg |
20.11.24 Sæli BA 333 Lína | |
---|---|
Langa | 923 kg |
Þorskur | 267 kg |
Keila | 56 kg |
Ýsa | 47 kg |
Steinbítur | 29 kg |
Karfi | 17 kg |
Samtals | 1.339 kg |
20.11.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Þorskur | 458 kg |
Ýsa | 285 kg |
Steinbítur | 229 kg |
Langa | 108 kg |
Skarkoli | 21 kg |
Samtals | 1.101 kg |