Um 120 hafa starfað við hvalveiðar og -vinnslu yfir sumarmánuðina þegar þær hafa verið stundaðar og hafa meðallaun þeirra verið um 1,7 til 2 milljónir króna á mánuði. Ætla má að þetta starfsfólk verði af um 2 til 3,8 milljónum í launatekjur þurfi það að vinna við annað ef hvalveiðar leggjast af.
Þetta kemur fram í skýrslu Intellecon um efnahagsleg áhrif hvalveiða sem unnin er fyrir matvælaráðuneytið.
Í skýrslu Intellecon er vísað til upplýsinga frá Verkalýðsfélagi Akraness um starfsmannafjölda (120) og meðallaun þeirra sem sögð eru á bilinu 1,7 til 2 milljónir króna.
„Ef gert er ráð fyrir að sérhver starfsmaður vinni við hvalveiðar og vinnslu í fjóra mánuði á ári, gerir það um 480 mannmánuði. Ef gefnar eru forsendur um að meðallaun sem þessum starfsmönnum bjóðist annars staðar á sama tíma séu um 745 þúsund krónur á mánuði þá má reikna með að hver og einn starfsmaður verði af á bilinu 2 -3,8 milljónum króna vegna lægri tekna en ella þá mánuði sem vertíðin stendur yfir.“
Samanlagt tekjutap starfsmanna getur því verið á bilinu 240 og 456 milljónir króna. „Þetta endurspeglar þá staðreynd að þrátt fyrir að hvalveiðar og vinnsla sé ekki þjóðhagslega mikilvæg atvinnugrein sem stendur þá skiptir hún miklu efnahagslegu máli fyrir þá sem starfa í greininni,“ segir í skýrslunni.
Starfsfólk Hvals hf. lýsti miklum áhyggjum af afkomu sinni þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ákvað að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum fram til 31. ágúst.
Allir sem höfðu fengið vinnu hjá Hval hf. vegna vertíðarinnar héldu þó vinnu sinni og voru það 25 í áhöfnum hvalveiðibátanna, 65 á hvalstöðinni í Hvalfirði og 20 í frystihúsinu í Hafnarfirði. Ætla má að launin séu þó nokkuð lægri þar sem ekki er gert ráð fyrir t.a.m. vaktavinnu eins og ef vertíð væri.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins, hefur sagt „fróðlegt að sjá hvort matvælaráðherra ætli að halda áfram að ástunda ógeðfelld stjórnsýsluvinnubrögð og heimila ekki veiðarnar 1. september eins og ráðherrann hefur nú þegar gefið í skyn að hún ætli sér að gera.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 16.2.25 | 586,28 kr/kg |
Þorskur, slægður | 16.2.25 | 662,22 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 16.2.25 | 371,25 kr/kg |
Ýsa, slægð | 16.2.25 | 354,55 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 16.2.25 | 244,77 kr/kg |
Ufsi, slægður | 16.2.25 | 274,67 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 16.2.25 | 389,08 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
15.2.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Ýsa | 634 kg |
Steinbítur | 138 kg |
Karfi | 63 kg |
Langa | 47 kg |
Keila | 29 kg |
Hlýri | 13 kg |
Samtals | 924 kg |
15.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Karfi | 573 kg |
Keila | 436 kg |
Hlýri | 203 kg |
Ýsa | 21 kg |
Samtals | 1.233 kg |
15.2.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 8.246 kg |
Ýsa | 5.052 kg |
Steinbítur | 942 kg |
Langa | 145 kg |
Keila | 10 kg |
Hlýri | 3 kg |
Samtals | 14.398 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 16.2.25 | 586,28 kr/kg |
Þorskur, slægður | 16.2.25 | 662,22 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 16.2.25 | 371,25 kr/kg |
Ýsa, slægð | 16.2.25 | 354,55 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 16.2.25 | 244,77 kr/kg |
Ufsi, slægður | 16.2.25 | 274,67 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 16.2.25 | 389,08 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
15.2.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Ýsa | 634 kg |
Steinbítur | 138 kg |
Karfi | 63 kg |
Langa | 47 kg |
Keila | 29 kg |
Hlýri | 13 kg |
Samtals | 924 kg |
15.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Karfi | 573 kg |
Keila | 436 kg |
Hlýri | 203 kg |
Ýsa | 21 kg |
Samtals | 1.233 kg |
15.2.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 8.246 kg |
Ýsa | 5.052 kg |
Steinbítur | 942 kg |
Langa | 145 kg |
Keila | 10 kg |
Hlýri | 3 kg |
Samtals | 14.398 kg |