Telur vantrauststillögu væntanlega

Elliði Vignisson telur nær öruggt að Umboðsmaður Alþingis komist að …
Elliði Vignisson telur nær öruggt að Umboðsmaður Alþingis komist að þeirri niðurstöðu að hvalveiðibann Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sé ekki í samræmi við íslensk lög. Samsett mynd

Líklegt er talið að tillaga um vantraust á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra verði lögð fram á Alþingi í haust, ef þannig fer að Umboðsmaður Alþingis komist að þeirri niðurstöðu að bann sem hún lagði við hvalveiðum í sumar sé ekki í samræmi við lög.

Í ályktun flokksráðs Sjálfstæðisflokksins sem samþykkt var um helgina er fullyrt að ráðherrann hafi brotið lög.

Uppskar lófaklapp

Þetta er mat Elliða Vignissonar bæjarstjóra Ölfuss, sem uppskar mikið lófaklapp á flokksráðsfundinum sl. laugardag þegar hann beindi þeirri spurningu til Óla Björns Kárasonar þingflokksformanns flokksins hvort þingflokkurinn myndi verja Svandísi Svavarsdóttur vantrausti kæmi slík tillaga fram á Alþingi.

Segir Elliði í samtali við Morgunblaðið að Óli Björn hafi svarað spurningunni á diplómatískan hátt, á þann veg að hann myndi vilja geta litið í spegil daginn eftir.

Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Hallur Már

„Stjórnsýslulög kolbrotin“

Elliði telur nær öruggt að Umboðsmaður Alþingis komist að þeirri niðurstöðu að hvalveiðibann Svandísar sé ekki í samræmi við íslensk lög „og stjórnsýslulög kolbrotin og jafnvel ákvæði stjórnarskrárinnar“, segir Elliði.

„Í kjölfar þess er eðlilegt að stjórnarandstaðan leggi fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur. Þá þarf Sjálfstæðisflokkurinn að gera það upp við sig hvort hann ætli að láta það yfir sig ganga að í skjóli hans sé árás sem þessi á hendur atvinnulífinu leyfð og lög brotin. Ég er illa svikinn ef Sjálfstæðisflokkurinn fer þá leið,“ segir hann.

Elliði segist þó ekki telja að til þess komi að vantrauststillaga komi til atkvæða á Alþingi.

„Líklegast þykir mér að Vinstri-grænir sýni þá sjálfsögðu ábyrgð að ráðherra þeirra stígi frá borði, annaðhvort að eigin frumkvæði eða að kröfu eigin þingflokks. Við hljótum að gera ráð fyrir að flokkur sem vill vera burðarás í íslenskum stjórmálum geri þá kröfu að ráðherra flokksins vinni eftir lögum og reglum,“ segir Elliði.

Meðalhófs ekki gætt

Í stjórnmálaályktun flokksráðsfundarins segir í kaflanum „Atvinnufrelsi“ að matvælaráðherra hafi brotið lög með reglugerðarsetningu sinni sem lagði bann við hvalveiðum í sumar. „Með fyrirvaralausri frestun hvalveiða virti matvælaráðherra hvorki stjórnsýslulög né gætti meðalhófs. Atvinnustarfsemi sem heimiluð er með lögum verður ekki lögð af án aðkomu Alþingis,“ segir í ályktuninni.

Þar segir einnig að forsendur velferðar séu virðing fyrir eignarrétti og atvinnufrelsi. Þegar ríkisvaldið telji ríka þörf fyrir inngrip í atvinnulífið beri að geta að vandaðri stjórnsýslu, sýna meðalhóf og gefa öllum aðilum rúman tíma til aðlögunar. Það hafi matvælaráðherra ekki gert í fyrrgreindu máli.

Ekki hefur fengist staðfest að einhverjir úr þingliði stjórnarandstöðunnar hyggi á framlagningu vantrauststillögu á hendur ráðherranum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.11.24 539,50 kr/kg
Þorskur, slægður 5.11.24 586,19 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.11.24 307,26 kr/kg
Ýsa, slægð 4.11.24 311,13 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.11.24 257,93 kr/kg
Ufsi, slægður 4.11.24 266,36 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 4.11.24 313,48 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.11.24 Toni NS 20 Lína
Þorskur 1.744 kg
Ýsa 1.005 kg
Keila 26 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 2.778 kg
5.11.24 Emil NS 5 Lína
Þorskur 965 kg
Ýsa 739 kg
Keila 30 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 1.740 kg
5.11.24 Hilmir ST 1 Línutrekt
Þorskur 3.435 kg
Ýsa 2.456 kg
Steinbítur 40 kg
Samtals 5.931 kg
5.11.24 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 661 kg
Ýsa 32 kg
Samtals 693 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.11.24 539,50 kr/kg
Þorskur, slægður 5.11.24 586,19 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.11.24 307,26 kr/kg
Ýsa, slægð 4.11.24 311,13 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.11.24 257,93 kr/kg
Ufsi, slægður 4.11.24 266,36 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 4.11.24 313,48 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.11.24 Toni NS 20 Lína
Þorskur 1.744 kg
Ýsa 1.005 kg
Keila 26 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 2.778 kg
5.11.24 Emil NS 5 Lína
Þorskur 965 kg
Ýsa 739 kg
Keila 30 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 1.740 kg
5.11.24 Hilmir ST 1 Línutrekt
Þorskur 3.435 kg
Ýsa 2.456 kg
Steinbítur 40 kg
Samtals 5.931 kg
5.11.24 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 661 kg
Ýsa 32 kg
Samtals 693 kg

Skoða allar landanir »