Ísland tekur „risastórt skref aftur á bak“

Ísland hefur ratað í heimsfréttirnar að nýju í kjölfar þess …
Ísland hefur ratað í heimsfréttirnar að nýju í kjölfar þess að matvælaráðherra tilkynnti að tímabundið hvalveiðibann yrði ekki framlengt. Skjáskot frá The Guardian. Samsett mynd

Aflétting á tímabundnu banni við hvalveiðum á Íslandi er „risastórt skref aftur á bak“.

Þetta segir í fyrirsögn breska fjölmiðilsins Guradian sem fjallar um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að fram­lengja ekki veiðibann á langreyðum sem rann út á miðnætti. 

Fjöldi erlendra miðla hefur greint frá ákvörðun matvælaráðherra, þar á meðal ABC, AFP, BBC, Bloomberg, Dagavisen, France24 og Reuters.

Guardian ræddi við dýraverndarsinnann Luke McMillan en það er hann sem segir að ákvörðun Svandísar sé „gríðarlega svekkjandi og risastórt skref aftur á bak“ og bætir við að ný reglugerð sé „tilgangslaus og eigi ekki við“. Sá vill meina að það sé engin mannúðleg leið til þess að drepa hvali á sjó og telur hann víst að skepnurnar muni kveljast.

Fjöldi miðla hefur greint frá því að hvalveiðar hér á …
Fjöldi miðla hefur greint frá því að hvalveiðar hér á landi fái að halda áfram, meðal annars breska ríkissjónvarpið. Skjáskot/BBC

„Ísland fékk tækifæri til að gera það sem rétt er“

Franska fréttaveitan AFP segir einnig frá ákvörðun Svandísar og tekur viðtal við Ruud Tombrock, forstjóra góðgerðasamtakanna Humane Society í Evrópu.

„Það er óútskýranlegt að [Svandís] Svavarsdóttir ráðherra vísi á bug ótvíræðum vísindalegum sönnunum sem hún sjálf lét taka saman, sem sýna fram á hrottaskapinn og grimmdina sem felast í hvalveiðunum,“ segir Tombrock við AFP en rétt eins og McMillan telur hann að hvalveiðar geti aldrei verið mannúðlegar.

„Ísland fékk tækifæri til að gera það sem rétt er og kaus að gera það ekki,“ bætir hann við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 530,81 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 345,49 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 199,50 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 232,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.305 kg
Þorskur 904 kg
Keila 95 kg
Hlýri 57 kg
Ufsi 17 kg
Karfi 7 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.388 kg
23.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 5.110 kg
Þorskur 3.886 kg
Langa 62 kg
Steinbítur 50 kg
Karfi 22 kg
Keila 13 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 9.145 kg
23.11.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.191 kg
Ýsa 90 kg
Keila 88 kg
Hlýri 51 kg
Karfi 33 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.457 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 530,81 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 345,49 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 199,50 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 232,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.305 kg
Þorskur 904 kg
Keila 95 kg
Hlýri 57 kg
Ufsi 17 kg
Karfi 7 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.388 kg
23.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 5.110 kg
Þorskur 3.886 kg
Langa 62 kg
Steinbítur 50 kg
Karfi 22 kg
Keila 13 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 9.145 kg
23.11.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.191 kg
Ýsa 90 kg
Keila 88 kg
Hlýri 51 kg
Karfi 33 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.457 kg

Skoða allar landanir »