Neyðarfundur með matvælaráðherra

Töluvert hefur fundist af eldislaxi í ám Íslands upp á …
Töluvert hefur fundist af eldislaxi í ám Íslands upp á síðkastið. Fundað verður um ástandið í Matvælaráðuneytinu í dag. Samsett mynd

Neyðarfundur verður haldinn í dag í matvælaráðuneytinu til þess að ræða erfðablöndun eldislaxa við villta Atlantshafslaxinn. Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga, segist vonast til þess að matvælaráðherra muni bregðast strax við ástandinu.

„Við erum að fara að hitta matvælaráðherra og starfsfólk ráðuneytisins, þó fyrr hefði verið. Ástandið verður bara verra með hverjum deginum út af þessu eldislaxafári sem er í gangi,“ segir Gunnar í samtali við mbl.is.

„Við vonumst til þess að viðbrögð stjórnvalda verði skýr og komi strax með bein viðbrögð við því sem er að gerast núna,“ segir Gunnar og bætir við að það séu engar ýkjur að um sé að ræða neyðarfund.

Sjókvíeldi verði stöðvað

Töluvert hefur fundist af eldislaxi í ám Íslands upp á síðkastið. Til dæmis voru níu eld­islax­ar háfaðir úr laxa­stig­an­um í Blöndu í gær.

Gunnar segir að taka þurfi á ástandinu í ám landsins strax. Hann segir eðlilegt að það sé gert á kostnað þeirra sem misst hafa eldislax úr kvíum sínum. Það þurfi að ganga á það að sækja fiskinn í árnar til þess að koma sem mest í veg fyrir erfðablöndun.

„Það er samt sem áður ekki aðferð sem við viðurkennum sem tæka. Ekki er hægt að ná öllum fisknum. Þetta eru ekki mótvægisaðgerðir sem réttlæta það að megi halda eldi áfram,“ segir Gunnar Örn.

„Síðan þarf að setja fram áætlun sem miðar að því að hætta sjókvíeldi fyrir fullt og allt, það er ekkert flóknara en það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 538,11 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,10 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 538,11 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,10 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »