Vinnslu á Seyðisfirði verður lokað og 30 sagt upp

Bolfiskvinnslu Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði verður lokað 30. nóvember næstkomandi.
Bolfiskvinnslu Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði verður lokað 30. nóvember næstkomandi. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Ómar Bogason

Síldarvinnslan hefur ákveðið að loka bolfisksvinnslu fyrirtækisins á Seyðisfirði þann 30. nóvember næstkomandi. Mun ákvörðunin hafa áhrif á störf 30 af 33 starfsmönnum vinnslunnar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Engum skipverja á togaranum Gullveri verður sagt upp vegna þessara breytinga.

Vakin er athygli á að fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði verði áfram í rekstri.

Í tilkynningunni segir að samráðsferli við starfsfólk og forystufólk í sveitarfélaginu hefst í framhaldinu með það að markmiði að milda áhrifin á nærsamfélagið og finna leiðir til að auðvelda fólki að vinna sem best úr erfiðum aðstæðum sem upp kunna að koma í kjölfarið.

Formlega var gengið frá kaupum Síldarvinnslunnar á útgerðarfélaginu Vísi hf. í Grindavík í desember á síðasta ári. Kaupunum fylgdi töluvert af aflaheimildum í bolfiski og stór hátæknivinnsla með mikla afkastagetu. Hefur því verið spáð um nokkurt skeið að bolfiskvinnsla Síldarvinnslunnar verði í Grindavík.

„Rekstrarumhverfi bolfiskvinnslunnar hefur breyst hratt á undanförnum árum. Fjölmargir kostnaðarliðir hafa hækkað umtalsvert, öll fjármögnun er orðin dýrari og þorskheimildir hafa dregist saman. Þar að auki er bolfiskvinnslan á Seyðisfirði komin til ára sinna og ljóst að ráðast þarf í miklar framkvæmdir og fjárfestingu til að hún verði samkeppnishæf við fullkomnustu bolfiskhúsin í dag, þar sem tækniþróun hefur verið ör. Sá kostnaður hlypi á hundruðum milljóna króna og ljóst að jafn lítil starfseining stæði ekki undir slíku,“ segir í tilkynningu Síldarvinnslunnar.

Bendir félagið á að með fiskvinnslunni í Grindavík hafi fengist bætt geta til að mæta kröfum um aukna sjálfvirkni, betri nýtingu afurða og auka sveigjanleika í framleiðslu. „Til að standa undir slíkum kröfum hefur þróunin undanfarin ár verið í átt að stærri framleiðslueiningum með fjölbreyttari framleiðslu.“

Ekki léttvægt

Sem fyrr segir er gert ráð fyrir að lokunin muni hafa áhrif á 30 starfsmenn af þeim 33 sem starfa í vinnslu félagsins og segir að áformin um lokun séu ekki „ekki léttvæg með hagsmuni starfsmanna og nærsamfélagsins í huga.“ Hyggjast stjórnendur Síldarvinnslunnar eiga samræður við hagaðila, fulltrúa launafólks og sveitarstjórnarfólk á svæðinu til að leita leiða til að milda áhrifin.

„Hluta starfsfólks mun standa til boða vinna á öðrum starfstöðvum félagsins, en félagið rekur fiskimjölsverksmiðju á Seyðisfirði, uppsjávarvinnslu og fiskimjölsverksmiðju í Neskaupstað auk bolfiskvinnslu í Grindavík,“ segir í fréttatilkynningunni.

Þá munu stjórnendur Síldarvinnslunnar „óska eftir samtali við heimamenn með það fyrir augum að finna mótvægisaðgerðir sem styrkt gætu Seyðisfjörð til lengri tíma, þrátt fyrir brotthvarf bolfiskvinnslunnar. Verður þar á meðal annars horft til tækifæra og fjárfestinga í atvinnuuppbyggingu á svæðinu, svo sem í ferðaþjónustu, fiskeldi eða öðrum hugmyndum sem heimafólk hefur um framtíðaruppbyggingu. Markmiðið með þeirri vinnu er að fjárfesta í sjálfbærum verkefnum sem skila sér til langs tíma á svæðinu og skapa heilsársstörf.“

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.5.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 4.962 kg
Ýsa 1.338 kg
Steinbítur 561 kg
Keila 136 kg
Karfi 4 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 7.005 kg
18.5.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 5.212 kg
Þorskur 633 kg
Ýsa 575 kg
Samtals 6.420 kg
18.5.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Þorskur 117 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 132 kg
18.5.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 192 kg
Samtals 192 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.5.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 4.962 kg
Ýsa 1.338 kg
Steinbítur 561 kg
Keila 136 kg
Karfi 4 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 7.005 kg
18.5.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 5.212 kg
Þorskur 633 kg
Ýsa 575 kg
Samtals 6.420 kg
18.5.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Þorskur 117 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 132 kg
18.5.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 192 kg
Samtals 192 kg

Skoða allar landanir »