Baulað á ráðherra á Austurvelli

„Hel­vít­is fokk­ing hús­karl­ar Norðmanna“ var á meðal skila­boða mót­mæl­enda sjókvía­eld­is, sem fjöl­menntu Aust­ur­völl fyrr í dag og kröfðust taf­ar­lausra aðgerða gegn lax­eldi í opn­um sjókví­um. 

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is- og loft­lags­ráðherra, steig á svið að lokn­um eldræðum mót­mæl­enda og þakkaði mót­mæl­end­um fyr­ir að hafa mætt og sýnt að Íslend­ing­ar séu til­bún­ir að vernda ís­lenska nátt­úru.

„Gerðu þá eitt­hvað í því!“

„Gerðu þá eitt­hvað í því!“, hrópuðu þá mót­mæl­end­ur hver í kapp við ann­an meðan aðrir bauluðu og nokkr­ir klöppuðu.

Lauk ráðherr­ann þá ræðu sinni á því að ít­reka að skila­boðin væru skýr og þakkaði mót­mæl­end­um fyr­ir að leggja á sig skipu­lag og fyr­ir­höfn til þess að láta mót­mæl­in verða að veru­leika. Auk þess minnti hann á að eng­um sé dulið hvað ráðuneyti hans hafi gert í þágu um­hverf­is­mála.

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök og al­menn­ir borg­ar­ar kröfðust þess í dag að stjórn­völd grípi til taf­ar­lausra aðgerða gegn lax­eldi í opn­um sjókví­um, að því er fram kem­ur í yf­ir­lýs­ingu veiðifé­laga og nátt­úru­vernd­ar­sam­taka. Þar er full­yrt að lax­eldi í opn­um sjókví­um verði bana­biti ís­lenskra laxa­stofna, verði ekk­ert að gert. Lof­orð stjórn­valda eru sögð inn­an­tóm.

Yf­ir­lýs­ing­in í heild sinni:

Und­ir­rituð nátt­úru­vernd­ar­sam­tök og al­menn­ir borg­ar­ar­sem sam­an eru komn­ir hér á Aust­ur­velli þann 7. októ­ber 2023 krefjast þess að stjórn­völd grípi til taf­ar­lausra aðgerða gegn lax­eldi í opn­um sjókví­um. Lax­eldi í opn­um sjókví­um hef­ur mjög nei­kvæð áhrif á um­hverfið, spill­ir vist­kerf­um á stór­um svæðum í kring­um kví­arn­ar og ógn­ar líf­fræðileg­um fjöl­breyti­leika. Þessi starf­semi ógn­ar villt­um stofn­um, líf­ríki fjarðanna og ís­lenskri nátt­úru al­mennt. Illa farn­ir og lú­sétn­ir eld­islax­ar synda nú kynþroska upp ís­lensk­ar ár eft­ir ný­legt um­hverf­is­slys. Ekki er langt síðan að tals­menn fisk­eld­is­fyr­ir­tækj­anna full­yrtu að slík slys gætu aldrei orðið hér við land vegna nýrr­ar tækni og ör­ygg­is­búnaðar. Öll lof­orð um ör­yggi, eft­ir­lit og um­hverf­is­vernd í sjókvía­eldi hafa reynst inn­an­tóm. Lax­eldi í opn­um sjókví­um verður bana­biti ís­lenskra laxa­stofna, verði ekk­ert að gert. Nú er því tíma­bært að staldra við og horf­ast í augu við staðreynd­ir máls­ins, grípa í taum­ana og segja: Hingað og ekki lengra! Við sem erum sam­an kom­in hér á Aust­ur­velli í dag krefj­umst þess að stjórn­völd axli ábyrgð í þessu máli, standi vörð um nátt­úr­una og banni opið sjókvía­eldi hér við land.

Lands­sam­band veiðifé­laga, Vernd­ar­sjóður villtra laxa­stofna (North Atlantic Salmon Fund), Íslenski nátt­úru­vernd­ar­sjóður­inn (Icelandic Wild­li­fe Fund), Land­vernd, Ung­ir um­hverf­issinn­ar, VÁ – Fé­lag um vernd fjarðar og Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.25 566,51 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.25 534,65 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.25 304,32 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.25 229,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.25 196,88 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.25 235,62 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 18.3.25 218,98 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.25 Skarphéðinn SU 3 Handfæri
Þorskur 1.478 kg
Samtals 1.478 kg
18.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 4.772 kg
Samtals 4.772 kg
18.3.25 Hjördís AK 36 Handfæri
Þorskur 2.794 kg
Samtals 2.794 kg
18.3.25 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.130 kg
Þorskur 218 kg
Samtals 1.348 kg
18.3.25 Óli í Holti KÓ 10 Handfæri
Þorskur 2.027 kg
Samtals 2.027 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.25 566,51 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.25 534,65 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.25 304,32 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.25 229,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.25 196,88 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.25 235,62 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 18.3.25 218,98 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.25 Skarphéðinn SU 3 Handfæri
Þorskur 1.478 kg
Samtals 1.478 kg
18.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 4.772 kg
Samtals 4.772 kg
18.3.25 Hjördís AK 36 Handfæri
Þorskur 2.794 kg
Samtals 2.794 kg
18.3.25 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.130 kg
Þorskur 218 kg
Samtals 1.348 kg
18.3.25 Óli í Holti KÓ 10 Handfæri
Þorskur 2.027 kg
Samtals 2.027 kg

Skoða allar landanir »