Kallar matvælaráðherra stalínista

Kristján Loftsson reiknar ekki með að íslensk stjórnvöld banni hvalveiðar …
Kristján Loftsson reiknar ekki með að íslensk stjórnvöld banni hvalveiðar og boðar nýja hvalaafurð, töflur gegn járnskorti. mbl.is/Árni Sæberg

„Eigum við að snæða hádegisverð, borðarðu hvalkjöt?“ hefur blaðamaður breska dagblaðsins Guardian eftir Kristjáni Loftssyni, gjarnan kenndum við Hval hf, í viðtali með fyrirsögninni Við getum haldið áfram til eilífðarnóns: síðasti hvalveiðimaður Íslands. Viðtalið fer vitaskuld fram á Þremur Frökkum, veitingastað sem löngum hefur haft hvalkjöt á matseðli sínum.

„Samlíkingar við hina helteknu söguhetju Moby Dick, Ahab skipstjóra, eru Kristjáni heiður, áttræðum manni sem heldur langreyðaveiðum Íslendinga gangandi nánast upp á eigin spýtur. Mun andófið gegn þessari deyjandi iðju sigra hann að lokum?“ skrifar blaðamaður The Guardian.

Segir hann Kristján hafa synt gegn straumnum í rúma fimm áratugi og haldið veiðunum áfram hvað sem almenningsáliti, íslensku regluverki og skoðunum heimsbyggðarinnar líður.

Blaðamaður lagði ekki í kæstan hval

Ísland, Noregur og Japan séu einu lönd heimsins sem enn stundi hvalveiðar þrátt fyrir bann alþjóðahvalveiðiráðsins við hvalveiðum í atvinnuskyni skrifar blaðamaður og fer því næst yfir minnisverð atvik í baráttu hvalfriðunarsinna á liðnum áratugum, svo sem þegar hvalbátunum var sökkt í nóvember 1986 auk ýmissa árekstra við skipaflota Grænfriðunga á hafi úti.

Hvalbátarnir marra í kafi í Reykjavíkurhöfn í nóvember 1986.
Hvalbátarnir marra í kafi í Reykjavíkurhöfn í nóvember 1986. Morgunblaðið/RAX

Blaðamaður kveðst ekki hafa lagt í þær hvalaafurðir sem í boði voru meðan á viðtali stóð, reyktan, hráan og kæstan hval, en spyr Kristján út í framtíð hvalveiðanna sem nú eigi undir högg að sækja hjá íslenskum ráðamönnum.

„Ég hef engar áhyggjur. Ég þekki fólkið hér og ég þekki pólitíkina betur en margur. Ég reikna ekki með að þetta verði neitt vandamál. Ég þykist þess fullviss að við höldum til veiða á næsta ári,“ svarar Kristján þrátt fyrir að fimm ára hvalveiðileyfi hans frá íslenskum stjórnvöldum renni út í desember og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafi látið í veðri vaka að óvíst sé að leyfin verði fleiri.

„Ísland hefur ekki þörf fyrir þetta“

Vitnar The Guardian í skrif ráðherra síðan í fyrra er hún spurði hvers vegna Íslendingar ættu að halda áfram hvalveiðum, sem ekki hafi fært þjóðinni nokkurn efnahagslegan ávinning, og sölu á vöru sem varla sé nokkur spurn eftir. „Stalínisti,“ hefur blaðið eftir Kristjáni sem dóm hans um matvælaráðherrann.

„Ísland hefur ekki þörf fyrir þetta,“ hefur The Guardian eftir Árna Finnssyni, formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem telur að hvalveiðum Íslendinga væri lokið ef ekki væri Kristján þar að störfum. Varpar blaðið enn fremur fram þeirri tölfræði að samkvæmt nýlegri skoðanakönnun séu 42 prósent Íslendinga andvíg hvalveiðum en 29 prósent fylgjandi þeim.

Valgerður Árnadóttir er talskona Hvalavina.
Valgerður Árnadóttir er talskona Hvalavina. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þá er rætt við Valgerði Árnadóttur, talskonu Hvalavina, sem segir Íslendinga ekki borða hvalkjöt að ráði heldur sé það selt til Japans sem lúxusfæða, hvalveiðiiðnaðurinn beri sig ekki auk þess sem hann valdi tjóni á ferðamannaiðnaði og kvikmyndaiðnaði. „Sumir stærstu leikstjóra og leikara veraldar neita að koma til Íslands með sín verkefni,“ segir Valgerður við The Guardian.

Hvalatöflur – viltu þjást af harðlífi og niðurgangi?

Veltir blaðamaður því upp að Kristján sé vel stæður, raunar einn af auðugustu mönnum landsins, og klárt sé því að honum sé engin þörf á að veiða hvali. „Ef til vill stjórnast hann af þrjóskukenndri andstöðu við að það sem hann kallar „and-allt“-hreyfinguna [e. the anti-everything brigade] sem hann hefur lengi átt í útistöðum við og hann spáir að næst muni snúa sér að fiskveiðum, meginstoð íslensks efnahags,“ skrifar blaðamaður og bætir því við að Kristján segi hvalveiðar engu grimmilegri en að Bretar veiði hirti og þótt frá því séu undantekningar missi flestir hvalir meðvitund nánast strax eftir að skutullinn hæfir þá.

Hvalur níu kemur til hafnar í Hvalfirði í ágúst í …
Hvalur níu kemur til hafnar í Hvalfirði í ágúst í fyrra. mbl.is/Þorgeir

Kristján reikni ekki með að íslensk stjórnvöld komi til með að banna hvalveiðar, á prjónunum hafi hann framleiðslu nýrrar hvalaafurðar, frostþurrkaðra taflna sem gæti orðið sú uppspretta járns sem heimsbyggðin þarfnist. „Járnskortur er helsta heilbrigðisvandamál heimsins. Viltu þjást af harðlífi og niðurgangi?“ spyr Kristján Loftsson blaðamann The Guardian.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.11.24 524,80 kr/kg
Þorskur, slægður 7.11.24 522,36 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.11.24 308,19 kr/kg
Ýsa, slægð 7.11.24 241,31 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.11.24 126,31 kr/kg
Ufsi, slægður 7.11.24 295,63 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 7.11.24 327,20 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Ýsa 1.308 kg
Skrápflúra 718 kg
Þorskur 465 kg
Skarkoli 225 kg
Sandkoli 205 kg
Steinbítur 104 kg
Samtals 3.025 kg
7.11.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Þorskur 97 kg
Skarkoli 77 kg
Ýsa 20 kg
Sandkoli 10 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 210 kg
7.11.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 7.985 kg
Ýsa 1.796 kg
Steinbítur 143 kg
Ufsi 12 kg
Skarkoli 7 kg
Samtals 9.943 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.11.24 524,80 kr/kg
Þorskur, slægður 7.11.24 522,36 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.11.24 308,19 kr/kg
Ýsa, slægð 7.11.24 241,31 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.11.24 126,31 kr/kg
Ufsi, slægður 7.11.24 295,63 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 7.11.24 327,20 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Ýsa 1.308 kg
Skrápflúra 718 kg
Þorskur 465 kg
Skarkoli 225 kg
Sandkoli 205 kg
Steinbítur 104 kg
Samtals 3.025 kg
7.11.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Þorskur 97 kg
Skarkoli 77 kg
Ýsa 20 kg
Sandkoli 10 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 210 kg
7.11.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 7.985 kg
Ýsa 1.796 kg
Steinbítur 143 kg
Ufsi 12 kg
Skarkoli 7 kg
Samtals 9.943 kg

Skoða allar landanir »