„Okkur gengur illa að semja við SFS“

Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM, segir SFS ekki til í …
Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM, segir SFS ekki til í að hækka tímakaup vélstjóra í samræmi við það sem gerst hefur hjá öðrum stéttum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Okkur hjá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna (VM) gengur illa að semja við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Það eitt að hækka tímakaup vélstjóra í takti við tímakaup fyrir önnur sambærileg störf fær engan hljómgrunn við samningaborðið,“ skrifar Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM, í pistli á vef stéttarfélagsins.

Bendir hann á að tímakaup vélstjóra hafi ekki hækkað frá árinu 2019 en á sama tímabili hafa laun almennt hækkað um 43,4%. „Kröfu vélstjóra fyrir leiðréttu tímakaupi er varla hægt að tala um sem brauðmola þegar brauðhleifur útgerðarinnar er annars vegar. Þetta er mylsna.“

Félagsmenn VM felldu í mars því sem kallað var „tímamótasamningi“ við SFS með 59,72% atkvæða gegn 38,16%. Félagsmenn Sjómannasambands Íslands felldu einnig samninginn með 67,43% gegn 31,52%. Skiptjórnarmenn samþykktu samninginn með 55,39% atkvæða gegn 42,57%.

Guðmundur Helgi segir stöðuna einkennilega og vísar til afkomu útgerðarfyrirtækjanna. „Hagnaðar Síldarvinnslunnar á fyrstu níu mánuðum þessa árs var rúmlega 8.600 milljónir íslenskra króna. Það er tæplega milljarður – þúsund milljónir – á mánuði. Brim hagnaðist á þriðja ársfjórðungi um 3.800 milljónir króna, svo annað nærtækt dæmi sé tekið. Fjölskyldufyrirtækið Fram ehf., sem Guðbjörg Matthíasdóttir á með fjórum sonum sínum, sem aftur átti ÍV fjárfestingafélag sem átti 58% hlut í Ísfélaginu, lækkaði nýverið hlutafé félagsins með 2.750 milljóna króna útgreiðslu til hluthafa. Það er nóg til.“

Hvert fiskiskip er fjárfesting upp á milljarða króna og ráða útgerðir vélstjóra til að hugsa um fjárfestinguna, segir formaðurinn. „Þegar skipin koma í land, að veiðiferð lokinni, fara allir heim til sín nema vélstjórarnir. Þeir þurfa að sjá um og stýra því viðhaldi sem þarf að inna af hendi, enda eru miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi. Á meðan stóru útgerðarfyrirtækin hagnast sum hver um milljarð á mánuði velja þau að greiða þeim sem sjá til þess að skipin séu í lagi tímakaup sem er lítið hærra en nemakaup í smiðju – og mun lægra kaup en vélvirkjar fá greitt.“

Nýr samningur milli sjómanna og útgerðar náðist í febrúar en …
Nýr samningur milli sjómanna og útgerðar náðist í febrúar en VM og Sjómannasambandið felldi samninginn í atkvæðagreiðslu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verk að vinna

Bendir Guðmundur Helgi á niðurstöðu skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir matvælaráðuneytið sem gaf til kynna að meirihluti landsmanna telja sjávarútveginn spillatan og að hann skapi verðæti fyrir fáa.

„Útgerðinni – og reyndar sjávarútvegsráðherra – er tíðrætt um mikilvægi þess að ná fram sáttum í sjávarútvegi. Það er alveg ljóst að útgerðin leggur ekki mikið á sig til að starfa í sátt við starfsfólkið sitt; hvorki samningslausa sjómenn né vélstjóra sem þiggja skítalaun við bryggju fyrir mikilvæga vinnu. Útgerðin hefur þarna verk að vinna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.5.24 442,43 kr/kg
Þorskur, slægður 26.5.24 405,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.5.24 360,29 kr/kg
Ýsa, slægð 26.5.24 148,35 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.5.24 8,00 kr/kg
Ufsi, slægður 26.5.24 190,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 26.5.24 242,32 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.5.24 138,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.5.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 4.522 kg
Ýsa 2.905 kg
Steinbítur 1.266 kg
Skarkoli 32 kg
Langa 19 kg
Karfi 11 kg
Ufsi 8 kg
Samtals 8.763 kg
25.5.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 670 kg
Samtals 670 kg
25.5.24 Lómur ÍS 410 Sjóstöng
Steinbítur 235 kg
Þorskur 141 kg
Ufsi 76 kg
Ýsa 37 kg
Karfi 4 kg
Samtals 493 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.5.24 442,43 kr/kg
Þorskur, slægður 26.5.24 405,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.5.24 360,29 kr/kg
Ýsa, slægð 26.5.24 148,35 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.5.24 8,00 kr/kg
Ufsi, slægður 26.5.24 190,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 26.5.24 242,32 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.5.24 138,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.5.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 4.522 kg
Ýsa 2.905 kg
Steinbítur 1.266 kg
Skarkoli 32 kg
Langa 19 kg
Karfi 11 kg
Ufsi 8 kg
Samtals 8.763 kg
25.5.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 670 kg
Samtals 670 kg
25.5.24 Lómur ÍS 410 Sjóstöng
Steinbítur 235 kg
Þorskur 141 kg
Ufsi 76 kg
Ýsa 37 kg
Karfi 4 kg
Samtals 493 kg

Skoða allar landanir »