Færeyjar og Rússland undirrita fiskveiðisamning

Dennis Holm, sjávarútvegs- og samgönguráðherra Færeyja, hefur undirritað fiskveiðisamning við …
Dennis Holm, sjávarútvegs- og samgönguráðherra Færeyja, hefur undirritað fiskveiðisamning við Rússland fyrir árið 2024. Ljósmynd/Fiskisvinnu- og samferðslumálaráðið

Fær­eyj­ar og Rúss­land hafa und­ir­ritað samn­ing um til­hög­un veiða í lög­sög­um hvors ann­ars á næsta ári. Fá fær­eysk skip að veiða 15.713 tonn af botn­fiski, flat­fiski og rækju inn­an rúss­neskr­ar lög­sögu í Bar­ents­hafi og rúss­nesk skip fá í skipt­um að veiða tæp­lega 150 þúsund tonn af upp­sjáv­ar­fiski í fær­eyskri lög­sögu, þar af eru 93.776 tonn feng­in frá Fær­eyj­um.

Niðurstaða samn­ingaviðræðna var að heim­ild­ir ríkj­anna í lög­sögu hvors ann­ars myndi breyt­ast frá fyrri samn­ing­um í sam­ræmi við breyt­ing­ar í ráðgjöf Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins (ICES) um há­marks­veiði, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef sjáv­ar­út­vegs- og sam­gönguráðuneyt­is­ins Fær­eyja (Fisk­is­vinnu- og sam­ferðslu­málaráðið).

Með samn­ingn­um minnk­ar því þorskkvóti fær­eyskra skipa í rúss­neskri lög­sögu um 20% í 9.766 tonn og ýsu­kvóti þeirra um 18% í 1.047 tonn. Þá helst flat­fiskkvót­inn óbreytt­ur í 900 tonn­um og sama gild­ir um rækju og fá fær­eysku skip­in 4.000 tonna rækju­kvóta.

Heim­ild­ir rúss­neskra skipa til veiða á kol­munna í fær­eyskri lög­sögu hækk­ar í 75 þúsund tonn, en heim­ild­ir í mak­ríl lækka um 5,5% í 12.291 tonn og lækka heim­ild­ir í síld um 23,7% í 6.485 tonn. Jafn­framt fá rúss­nesk skip að veiða 55.618 tonn af kol­munna­kvót­an­um sem Rúss­land út­hlut­ar sjálft til sinna skipa í fær­eysku lög­sög­unni.

Tekið er sér­stak­lega fram að rúss­nesk skip fá ekki að veiða á miðunum milli Fær­eyja og Bret­lands.

Þrátt fyr­ir deilu

Nokkr­ar deil­ur hafa verið und­an­farið milli Rúss­lands og Fær­eyja sem má rekja til þess að að fær­eysk yf­ir­völd ákváðu að standa við alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar sín­ar um að leyfa ekki rúss­nesk­um skip­um sem stundað hafa veiðar sem rúm­ast ekki inn­an gild­andi fisk­veiðisamn­inga ríkj­anna tveggja að landa, um­skipa eða fá aðra þjón-ustu í fær­eysk­um höfn­um. Nær þetta til dæm­is til rúss­neskra tog­ara sem hafa stundað ólög­leg­ar karfa­veiðar á Reykja­nes­hrygg.

Hinn 23. októ­ber síðastliðinn til­kynnti fiski­stofa Rúss­lands frá því að stofn­un­in myndi leggja til við ráðuneyti land­búnaðar­mála að bann yrði sett á sjáv­ar­af­urðir frá Fær­eyj­um. Stofn­un­in sagði til­lög­una um bannið vera „svar við vernd­araðgerðum gegn rúss­nesk­um sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um“.

Enn sem komið er hef­ur ekki orðið af bann­inu og eins og raun ber vitni virðist deil­an ekki hafa komið í veg fyr­ir gerð fisk­veiðisamn­inga ríkj­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 2.508 kg
Þorskur 2.212 kg
Steinbítur 187 kg
Hlýri 17 kg
Keila 15 kg
Samtals 4.939 kg
25.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 14.173 kg
Ýsa 1.328 kg
Samtals 15.501 kg
25.3.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 13.086 kg
Þorskur 2.892 kg
Skarkoli 718 kg
Þykkvalúra 440 kg
Karfi 282 kg
Samtals 17.418 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 2.508 kg
Þorskur 2.212 kg
Steinbítur 187 kg
Hlýri 17 kg
Keila 15 kg
Samtals 4.939 kg
25.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 14.173 kg
Ýsa 1.328 kg
Samtals 15.501 kg
25.3.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 13.086 kg
Þorskur 2.892 kg
Skarkoli 718 kg
Þykkvalúra 440 kg
Karfi 282 kg
Samtals 17.418 kg

Skoða allar landanir »