Flutti á Djúpavog fyrir börnin

„Svæðið er sannkölluð útivistarparadís og þetta er frábær staður fyrir …
„Svæðið er sannkölluð útivistarparadís og þetta er frábær staður fyrir börn,“ segir Ester Sigurðardóttir um dvölina á Djúpavogi. Hún hreifst af metnaðinum í fiskeldinu. Ljósmynd/Óskar Ragnarsson

Fyr­ir nokkr­um árum ákvað Ester Sig­urðardótt­ir að breyta um starfs­vett­vang. Hún kveðst í des­em­ber­blaði 200 mílna hafa verið for­vit­in um fisk­eldi og fræðir les­end­ur um að það að fóðra laxa kalli á ná­kvæmni og inn­sæi.

Sam­hliða örum vexti fisk­eld­is hef­ur orðið til fjöldi nýrra starfa í grein­inni. Ester gekk til liðs við Fisk­eldi Aust­fjarða (Ice Fish Farm) fyr­ir þrem­ur og hálfu ári og gegn­ir í dag stöðu fóðrara. Þar á und­an tók hún að sér ýmis stjórn­un­ar­störf og verk­efni fyr­ir ólík fyr­ir­tæki, en hún menntaði sig í upp­lýs­inga­stjórn­un í Dyfl­inni.

Ester ólst upp á höfuðborg­ar­svæðinu en í nám­inu er­lend­is tók hug­ur­inn að leita til Djúpa­vogs. „Ég hafði byrjað viðbót­ar­nám í Dan­mörku en snéri aft­ur til Íslands, og eft­ir að heim kom tók ég þá ákvörðun að betra væri að ala börn­in mín upp úti á lands­byggðinni, en taka að mér störf í fjar­vinnu fyr­ir vinnu­veit­end­ur á höfuðborg­ar­svæðinu og víðar,“ seg­ir Ester sög­una og óhætt er að kalla hana brautryðjanda á sviði fjar­vinnu enda var ekki út­breitt á þess­um tíma að vinna yfir netið fyr­ir fyr­ir­tæki í öðrum lands­hlut­um og jafn­vel í öðrum lönd­um.

Fóðurgjöfinni er fjarstýrt í gegnum þar til gerða stjórnstöð og …
Fóður­gjöf­inni er fjar­stýrt í gegn­um þar til gerða stjórn­stöð og allt ferlið ræki­lega vaktað. Ljós­mynd/Ó​skar Ragn­ars­son

Sem barn hafði Ester heim­sótt Djúpa­vog reglu­lega og þekkti hún því bæj­ar­fé­lagið ágæt­lega. „Ég vissi nokkuð vel hvað ég var að fara út í, þó að ég hafi upp­haf­lega hugsað mér að búa hérna í aðeins tvö ár. Dvöl­in varð mun lengri en það og börn­in eru núna bæði vax­in úr grasi; annað komið í há­skóla­nám í Reykja­vík og hitt í fram­halds­skóla á Eg­ils­stöðum.“

Ester sér ekki eft­ir ákvörðun­inni enda gott sam­fé­lag á Djúpa­vogi og þar fá bæði börn og full­orðnir að njóta þeirra fríðinda að vera í miklu ná­vígi við nátt­úr­una. „Svæðið er sann­kölluð úti­vistarpara­dís og þetta er frá­bær staður fyr­ir börn. Íþrótta- og tón­list­ar­líf bæj­ar­ins er öfl­ugt og for­eldr­arn­ir dug­leg­ir að skutla börn­un­um yfir til næstu bæja ef þar er eitt­hvað al­veg sér­stakt í boði.“

Mynda gott teymi

Það var ekki fyrr en nokkru eft­ir að Ester sett­ist að á Djúpa­vogi að starf­semi Fisk­eld­is Aust­fjarða fór á full­an skrið. Er fyr­ir­tækið í dag með skrif­stof­ur á Eskif­irði og Djúpa­vogi og með eldisk­ví­ar í Beruf­irði, Fá­skrúðsfirði og Reyðarf­irði. Spurð hvers vegna hún ákvað að skipta um starfs­vett­vang seg­ir Ester að hún hafi verið for­vit­in um grein­ina og langað að breyta um um­hverfi.

„Það get­ur verið krefj­andi til lengd­ar að vinna fjar­vinnu einn heima við og það voru já­kvæð um­skipti fyr­ir mig að finna strax hve góð teym­is­vinna er hjá fyr­ir­tæk­inu. Unnið er eft­ir vönduðum gæðakerf­um og all­ir sem að eld­inu koma eru áhuga­sam­ir og vilja leggja sig fram við að vinna sína vinnu vel.“

Viðtalið við Ester má lesa í heild sinni í des­em­ber­blaði 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 572,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 382,94 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,88 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 572,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 382,94 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,88 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »