Gæti lægra verð bætt lýðheilsu?

Fiskneysla Íslendinga hefur minnkað mikið. Spurning er hvort hún myndi …
Fiskneysla Íslendinga hefur minnkað mikið. Spurning er hvort hún myndi aukast ef fiskur væri ódýrari. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verðlækkun verslana á fiskafurðum í Noregi síðastliðið haust skilaði 25% söluaukningu. Ljóst þykir að þetta sanni að fólk vilji neyta fiskjar sé hann á viðráðanlegu verði, en lítil fiskneysla er lýðheilsuvandamál á Íslandi, að því er fram kemur í desemberblaði 200 mílna.

Dagvöruverslunin Kiwi í Noregi ákvað í haust að lækka verð á fiski jafn mikið og nemur virðisaukaskatti þar í landi og bauð því „vsk-lausan“ fisk. Ákváðu í kjölfarið aðrar verslunarkeðjur að gera hið sama og tóku einnig þátt Rema 1000 og Coop Extra. Sjávarfurðaráð Noregs (Norges Sjømatråd) segir frá því í færslu á vef sínum að við lækkunina hafi selt magn í dagvöruverslununum aukist verulega.

„Það er ánægjulegt að sjá að fólk vill borða meiri fisk,“ segir Agnete Bell hjá sjávarafurðaráðinu. Hún kveðst fagna átakinu sem Kiwi hratt af stað. Verðlækkunin hélst í sex vikur frá miðjum ágúst til 1. október. Á þessum tíma seldi Kiwi 457 tonnum meiri fisk í verslunum sínum en sama tíma á síðasta ári. Þetta er 48,4% aukning milli ára.

Töluverð aukning varð í sölu á frosnum fiski hjá verslununum þremur og nam samanlögð aukning í magni 25% á tímabilinu borið saman við sama tímabil í fyrra. Laxinn reyndist einstaklega vinsæll og jókst sala hans um 43%. Einnig varð veruleg aukning í seldu magni unninna sjávarafurða, svo sem fiskibolla, fiskborgara og fiskgratíns.

Nánar má lesa um málið í desemberblaði 200 mílna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.1.25 557,99 kr/kg
Þorskur, slægður 27.1.25 660,61 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.1.25 353,07 kr/kg
Ýsa, slægð 27.1.25 324,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.1.25 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 27.1.25 258,31 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 27.1.25 218,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.1.25 Sævar SF 272 Handfæri
Þorskur 177 kg
Samtals 177 kg
27.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 484 kg
Rauðmagi 13 kg
Samtals 497 kg
27.1.25 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 1.116 kg
Ufsi 83 kg
Ýsa 26 kg
Karfi 4 kg
Samtals 1.229 kg
27.1.25 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 11.675 kg
Steinbítur 4.293 kg
Skarkoli 1.398 kg
Samtals 17.366 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.1.25 557,99 kr/kg
Þorskur, slægður 27.1.25 660,61 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.1.25 353,07 kr/kg
Ýsa, slægð 27.1.25 324,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.1.25 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 27.1.25 258,31 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 27.1.25 218,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.1.25 Sævar SF 272 Handfæri
Þorskur 177 kg
Samtals 177 kg
27.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 484 kg
Rauðmagi 13 kg
Samtals 497 kg
27.1.25 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 1.116 kg
Ufsi 83 kg
Ýsa 26 kg
Karfi 4 kg
Samtals 1.229 kg
27.1.25 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 11.675 kg
Steinbítur 4.293 kg
Skarkoli 1.398 kg
Samtals 17.366 kg

Skoða allar landanir »