Verðlækkun verslana á fiskafurðum í Noregi síðastliðið haust skilaði 25% söluaukningu. Ljóst þykir að þetta sanni að fólk vilji neyta fiskjar sé hann á viðráðanlegu verði, en lítil fiskneysla er lýðheilsuvandamál á Íslandi, að því er fram kemur í desemberblaði 200 mílna.
Dagvöruverslunin Kiwi í Noregi ákvað í haust að lækka verð á fiski jafn mikið og nemur virðisaukaskatti þar í landi og bauð því „vsk-lausan“ fisk. Ákváðu í kjölfarið aðrar verslunarkeðjur að gera hið sama og tóku einnig þátt Rema 1000 og Coop Extra. Sjávarfurðaráð Noregs (Norges Sjømatråd) segir frá því í færslu á vef sínum að við lækkunina hafi selt magn í dagvöruverslununum aukist verulega.
„Það er ánægjulegt að sjá að fólk vill borða meiri fisk,“ segir Agnete Bell hjá sjávarafurðaráðinu. Hún kveðst fagna átakinu sem Kiwi hratt af stað. Verðlækkunin hélst í sex vikur frá miðjum ágúst til 1. október. Á þessum tíma seldi Kiwi 457 tonnum meiri fisk í verslunum sínum en sama tíma á síðasta ári. Þetta er 48,4% aukning milli ára.
Töluverð aukning varð í sölu á frosnum fiski hjá verslununum þremur og nam samanlögð aukning í magni 25% á tímabilinu borið saman við sama tímabil í fyrra. Laxinn reyndist einstaklega vinsæll og jókst sala hans um 43%. Einnig varð veruleg aukning í seldu magni unninna sjávarafurða, svo sem fiskibolla, fiskborgara og fiskgratíns.
Nánar má lesa um málið í desemberblaði 200 mílna.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 25.11.24 | 591,42 kr/kg |
Þorskur, slægður | 25.11.24 | 655,51 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 25.11.24 | 404,23 kr/kg |
Ýsa, slægð | 25.11.24 | 405,37 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 25.11.24 | 264,73 kr/kg |
Ufsi, slægður | 25.11.24 | 315,24 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 25.11.24 | 271,53 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 22.11.24 | 127,00 kr/kg |
25.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 4.058 kg |
Ýsa | 3.905 kg |
Samtals | 7.963 kg |
25.11.24 Geirfugl GK 66 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 129 kg |
Ýsa | 13 kg |
Steinbítur | 9 kg |
Samtals | 151 kg |
25.11.24 Sæli BA 333 Lína | |
---|---|
Þorskur | 376 kg |
Ýsa | 156 kg |
Langa | 149 kg |
Keila | 33 kg |
Steinbítur | 24 kg |
Karfi | 5 kg |
Samtals | 743 kg |
25.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.418 kg |
Ýsa | 4.229 kg |
Keila | 422 kg |
Langa | 311 kg |
Karfi | 57 kg |
Steinbítur | 16 kg |
Samtals | 12.453 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 25.11.24 | 591,42 kr/kg |
Þorskur, slægður | 25.11.24 | 655,51 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 25.11.24 | 404,23 kr/kg |
Ýsa, slægð | 25.11.24 | 405,37 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 25.11.24 | 264,73 kr/kg |
Ufsi, slægður | 25.11.24 | 315,24 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 25.11.24 | 271,53 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 22.11.24 | 127,00 kr/kg |
25.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 4.058 kg |
Ýsa | 3.905 kg |
Samtals | 7.963 kg |
25.11.24 Geirfugl GK 66 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 129 kg |
Ýsa | 13 kg |
Steinbítur | 9 kg |
Samtals | 151 kg |
25.11.24 Sæli BA 333 Lína | |
---|---|
Þorskur | 376 kg |
Ýsa | 156 kg |
Langa | 149 kg |
Keila | 33 kg |
Steinbítur | 24 kg |
Karfi | 5 kg |
Samtals | 743 kg |
25.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.418 kg |
Ýsa | 4.229 kg |
Keila | 422 kg |
Langa | 311 kg |
Karfi | 57 kg |
Steinbítur | 16 kg |
Samtals | 12.453 kg |