Hvalveiðibann átti ekki skýra stoð í lögum

Þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra breytti reglugerð sem fól í sér …
Þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra breytti reglugerð sem fól í sér bann við hvalveiðum, átti ákvörðunin ekki skýra stoð í lögum að mati umboðsmanns Alþingis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það er álit umboðsmanns Alþingis að útgáfa reglugerðar Svandísar Svavarsdóttur, sem bannaði tímabundið hvalveiðar síðasta sumar, hafi ekki samræmst kröfum um meðalhóf og hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum.

Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis sem birt hefur verið í dag.

Svandís tilkynnti í júní að hún hefði tekið „ákvörðun um að stöðva hval­veiðar tíma­bundið í ljósi af­drátt­ar­lauss álits fagráðs um vel­ferð dýra. […] Skil­yrði laga um vel­ferð dýra eru ófrá­víkj­an­leg í mín­um huga, geti stjórn­völd og leyf­is­haf­ar ekki tryggt kröf­ur um vel­ferð á þessi starf­semi sér ekki framtíð.“

Hvalur hf. mótmætli harðlega ákvörðun ráðherra sem og Verkalýðsfélag Akraness, en fyrirtækið sagðist ætla að leita réttar síns og sendi m.a. erindi til umboðsmanns Alþingis.

Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, segist í dag hafa komist að þeirri niðurstöðu að breytingar sem gerðar voru á reglugerð um hvalveiðar „hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í 4. gr. laga nr. 26/1949, um hvalveiðar eins og sú grein verður skýrð með hliðsjón af markmiðum sínum, lagasamræmi og grunnreglum stjórnskipunarréttar um vernd atvinnuréttinda og atvinnufrelsis“.

„Án tillits til þessarar niðurstöðu tel ég einnig með hliðsjón að aðdraganda og undirbúningi reglugerðarinnar, svo og réttmætum væntingum Hvals hf., að útgáfa hennar hafi ekki, við þær aðstæður sem uppi voru, samrýmst kröfum um meðalhóf eins og þær leiða af almennum reglum stjórnsýsluréttar.“

Dómstóla að rétta hlut Hvals hf.

Þrátt fyrir þetta telur umboðsmaður Alþingis ekki ástæðu til að beina sérstökum tilmælum um úrbætur til ráðherra þar sem „það ástand sem leiddi af útgáfu reglugerðarinnar er liðið“.  Þó beinir Skúli því til ráðherra að hafa sjónarmiðin sem fram koma í áliti umboðsmanns í huga til framtíðar.

Sérstaklega er tekið fram að í niðurstöðunni er ekki tekin afstaða til hugsanlegra „einkaréttarlegra afleiðinga hinna ólögmætu stjórnvaldsfyrirmæla.“ Vegna þessa telur umboðsmaður ekki forsendur til að beina tilmælum til ráðherra um að leita leiða til að rétta hlut Hvals hf. enda sé það verkefni dómstóla.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.1.25 498,55 kr/kg
Þorskur, slægður 31.1.25 652,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.1.25 447,15 kr/kg
Ýsa, slægð 31.1.25 330,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.1.25 264,24 kr/kg
Ufsi, slægður 31.1.25 302,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 31.1.25 206,24 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.065 kg
Ýsa 476 kg
Keila 242 kg
Karfi 102 kg
Hlýri 87 kg
Ufsi 4 kg
Grálúða 3 kg
Samtals 1.979 kg
31.1.25 Natalia NS 90 Línutrekt
Þorskur 269 kg
Ýsa 8 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 281 kg
31.1.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Þorskur 15.145 kg
Ýsa 2.608 kg
Steinbítur 59 kg
Karfi 12 kg
Keila 7 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 17.832 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.1.25 498,55 kr/kg
Þorskur, slægður 31.1.25 652,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.1.25 447,15 kr/kg
Ýsa, slægð 31.1.25 330,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.1.25 264,24 kr/kg
Ufsi, slægður 31.1.25 302,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 31.1.25 206,24 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.065 kg
Ýsa 476 kg
Keila 242 kg
Karfi 102 kg
Hlýri 87 kg
Ufsi 4 kg
Grálúða 3 kg
Samtals 1.979 kg
31.1.25 Natalia NS 90 Línutrekt
Þorskur 269 kg
Ýsa 8 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 281 kg
31.1.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Þorskur 15.145 kg
Ýsa 2.608 kg
Steinbítur 59 kg
Karfi 12 kg
Keila 7 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 17.832 kg

Skoða allar landanir »