Telur ekki tilefni til afsagnar Svandísar

Forsætisráðherra telur ekki tilefni til að matvælaráðherra segi af sér …
Forsætisráðherra telur ekki tilefni til að matvælaráðherra segi af sér í ljósi niðurstöðu umboðsmanns Alþingis. mbl.is/​Hari

„Ég tel þetta álit ekki tilefni til afsagnar ráðherra,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, spurð út í álit umboðsmanns Alþingis um vinnubrögð Svandísar Svavarsdóttir matvælaráðherra þegar hún lagði tímabundið hvalveiðibann síðasta sumar.

Í samtali við mbl.is kveðst forsætisráðherrann sjá fram á að ræða álit umboðsmanns við formenn stjórnarflokkana í framhaldinu, en telur ekki ástæðu til að kalla þing fyrr saman.

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, tjáði mbl.is í gær að hann teldi nauðsynlegt að kalla þing saman vegna álitsins strax eftir helgi.

Katrín segir það gamla sögu og nýja að fólk vilji kalla þing saman af alls kyns tilefnum, en að það þurfi meira til að hennar mati til að grípa til slíkra ráða.

Einföldun að bera málin saman

Spurð um tilefni til afsagnar ráðherra, þá sérstaklega með tilliti til afsagnar Bjarna Benediktssonar úr embætti fjármálaráðherra, segir Katrín það ákveðna einföldun að bera málin tvö saman. 

„Þetta eru auðvitað mál sem fjalla ekki um sömu lagareglur þannig mér finnst ákveðin einföldun að fara strax í samanburð,“ segir forætisáðherrann.

„Ég rifja það líka upp að fyrrverandi fjármálaráðherra tók auðvitað bara sína ákvörðun sjálfur í kjölfar þessa álits. Þannig það var hans sjálfstæða ákvörðun á sínum tíma.“

Breyti ekki stóru myndinni í stjórnarsamstarfi

Aðspurð segir hún segir Vinstri Græna ekki hafa kallað til þingflokksfundar varðandi málið sérstaklega. Hún sjái þó fram á frekar samtöl við formenn samstarfsflokka sinna í ríkisstjórninni til að ræða álitið betur í framhaldinu.

„Í ljósi þess að þetta mál hefur verið erfitt fyrir mína samstarfsflokka í ríkisstjórninni og auðvitað haft áhrif á samstarfið hef ég heyrt í mínum félögum, formönnum samstarfsflokkana,“ segir Katrín.

Hún bætir þó við að hún telji málið ekki hafa áhrif á þann einarða vilja sem hún skynji þvert á alla stjórnarflokkana um að klára þau stóru verkefni sem þau standi að, þar á meðal lækkun verðbólgu og kjaraviðræður.

„Ég tel að það breyti ekki þessari stóru mynd.“

Ber að taka álitið alvarlega

Varðandi sjálft álit umboðsmannsins segir forsætisráðherrann það ljóst að ráðherrann hafi haft sjónarmið laga um dýravelferð að leiðarljósi þegar hún tók ákvörðunina og hafi klárlega talið að hún hefði heimild til þess að bregðast við ástandinu sem var bent á í áliti fagráðs um dýravelferð.

Niðurstaða umboðsmanns sé þó sú að ráðherra hafi ekki haft nægilega skýra lagastoð fyrir setningu þessarar reglugerðar, en eins og umboðsmaður bendi einnig á þá hafi sú reglugerð verið tímabundin og síðar felld úr gildi. Það breyti því ekki að það beri að taka álitið alvarlega.

„Ég ímynda mér bara að næstu skref verði að fara vel yfir það og skoða hvaða lærdóma þarf að draga af því.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 530,81 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 345,49 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 199,50 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 232,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.305 kg
Þorskur 904 kg
Keila 95 kg
Hlýri 57 kg
Ufsi 17 kg
Karfi 7 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.388 kg
23.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 5.110 kg
Þorskur 3.886 kg
Langa 62 kg
Steinbítur 50 kg
Karfi 22 kg
Keila 13 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 9.145 kg
23.11.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.191 kg
Ýsa 90 kg
Keila 88 kg
Hlýri 51 kg
Karfi 33 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.457 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 530,81 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 345,49 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 199,50 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 232,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.305 kg
Þorskur 904 kg
Keila 95 kg
Hlýri 57 kg
Ufsi 17 kg
Karfi 7 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.388 kg
23.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 5.110 kg
Þorskur 3.886 kg
Langa 62 kg
Steinbítur 50 kg
Karfi 22 kg
Keila 13 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 9.145 kg
23.11.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.191 kg
Ýsa 90 kg
Keila 88 kg
Hlýri 51 kg
Karfi 33 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.457 kg

Skoða allar landanir »