Hafa rýnt í 590 þúsund maga

Úr rannsóknaleiðangri Hafrannsóknastofnunar. Vísindamenn stofnunarinnar hafa litið í maga 590 …
Úr rannsóknaleiðangri Hafrannsóknastofnunar. Vísindamenn stofnunarinnar hafa litið í maga 590 þúsund fiska. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun/Svanhildur Egilsdóttir

Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar hafa á 27 árum skoðað í maga 590 þúsund botnfiska til að rannsaka fæðu þeirra.

Í nýlegri skýrslu stofnunarinnar er fjallað ítarlega um fæðu 36 tegunda botnfiska á Íslandsmiðum árin 1996-2023, en af þessum 36 tegundum eru 17 þar sem fæðu hefur ekki áður verið lýst með magnbundnum hætti hér við land, að því er fram kemur í færslu á vef Hafrannsóknastofnunar.

Með stöðluðum hætti er í skýrslunni lýst fæðuvali og magni einstakra botnfiskategunda. Auk þess veita niðurstöður einnig upplýsingar um hve háðar mismunandi tegundir ránfiska eru ákveðnum fæðuhópum og út frá mikilvægi fæðuhópa má flokka ránfiska í nokkra hópa.

Þorskur helsti ránfiskurinn

Samkvæmt niðurstöðum er þorskur „einn helsti ránfiskur landgrunnsins hefur fjölbreytt fæðuval og nýtir það sem er í boði hverju sinni, mest loðnu, aðra fiska og ýmis krabbadýr. Af öðrum tegundum á landgrunninu eru langa, keila og skötuselur fyrst og fremst fiskætur en helstu krabbadýraætur landgrunnsins eru tindaskata, ufsi, lýsa og gullkarfi.“

Á móti eru ýsa, steinbítur, blágóma, skarkoli, sandkoli og skrápflúra fyrst og fremst botndýraætur. Hrognkelsi hefur þá sérstöðu að treysta nær alfarið á ýmsar sviflægar hveljur sem fæðu, það er marglyttur og kambhvelur.

Loðna er mikilvægur hluti af fæðu þorsks, sem er einn …
Loðna er mikilvægur hluti af fæðu þorsks, sem er einn helsti ránsfiskur landgrunnsins. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun: Svanhildur Egilsdóttir

Tómir magar algengari

Magn fæðu sem hlutfall af þyngd ránfisks var breytileg yfir tímabilið hjá flestum tegundunum en hefur þó farið gagngert minnkandi hjá þorski og ýsu. Auk þess hefur hlutfall tómra maga farið vaxandi hjá þessum tveimur tegundum.

Þá er í skýrslunni sérstaklega horft til „útbreiðslu helstu fæðutegunda og hópa eins og hún endurspeglast í mögum botnfiska, og metin dreifing þeirra m.t.t. hitastigs og dýpis og hvaða afræningjar treysta helst á viðkomandi fæðu. Jafnframt er fjallað um breytingar sem orðið hafa á tímabilinu varðandi hlutfallslegt vægi helstu fæðutegunda.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.5.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 4.962 kg
Ýsa 1.338 kg
Steinbítur 561 kg
Keila 136 kg
Karfi 4 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 7.005 kg
18.5.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 5.212 kg
Þorskur 633 kg
Ýsa 575 kg
Samtals 6.420 kg
18.5.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Þorskur 117 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 132 kg
18.5.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 192 kg
Samtals 192 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.5.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 4.962 kg
Ýsa 1.338 kg
Steinbítur 561 kg
Keila 136 kg
Karfi 4 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 7.005 kg
18.5.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 5.212 kg
Þorskur 633 kg
Ýsa 575 kg
Samtals 6.420 kg
18.5.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Þorskur 117 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 132 kg
18.5.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 192 kg
Samtals 192 kg

Skoða allar landanir »