Minnstu útflutningsverðmæti í sex ár

Útflutningsverðmæti sjávarafurða í mars var það minnsta í sex ár.
Útflutningsverðmæti sjávarafurða í mars var það minnsta í sex ár. mbl.is/Gunnlaugur

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam 23,4 milljörðum króna í mars samkvæmt fyrstu bráðabirgðatölum Hagstofunnar um vöruskipti í mánuðinum. Útflutningsverðmæti sjávarafurða í marsmánuði hafa ekki verið minni í sex ár.

Vakin er athygli á þessu í nýjustu greiningu Radarsins. Einnig er bent á að þetta sé mikil breyting frá síðasta ári þegar útflutningsverðmæti voru óvenju mikil í mars. „Mælist því verulegur samdráttur á milli ára í mars, eða sem nemur 33%. Þar sem gengi krónunnar var rétt tæplega 1% hærra nú í mars en í sama mánuði í fyrra, er samdrátturinn mældur í erlendri mynt á svipuðu róli, eða rúm 32%.“

Mynd/Radarinn

Samdráttur í heilfrystum fiski

Fram kemur að mestu munar um heilfrystan fisk og fiskimjöl.

„Útflutningsverðmæti heilfrysts fisks nam rétt um 1,3 milljarði króna nú í mars samanborið við 5,1 milljarð í sama mánuði í fyrra. Það jafngildir 75% samdrætti á milli ára á föstu gengi. Útflutningsverðmæti fiskimjöls nam rétt um 400 milljónum króna í mars samanborið við tæpa 4 milljarða í mars í fyrra. Þar er því um 90% samdrátt að ræða. Í báðum tilvikum er ljóst að loðnubrestur í ár hafði stóru hlutverki að gegna, enda vó heilfryst loðna hátt í 60% af útflutningsverðmæti á heilfrystum fiski og loðnumjöl um helming af fiskimjöli í mars í fyrra. Ekki liggja fyrir upplýsingar um útflutningsverðmæti niður á einstaka fisktegundir nú í mars en þær verða birtar í lok þessa mánaðar.“

Auk þess varð 19% samdráttur var á útflutningsverðmæti frystra flaka og um 17% samdráttur á bæði ferskum afurðum sem og söltuðum og þurrkuðum. Útflutningsverðmæti lýsis dróst einnig saman og nam samdrátturinn 11% en í flokknum „aðrar sjávarafurðir“ var samdrátturinn um 20%, en undir þessum lið er meðal ananrs að finna loðnuhrogn.

„Reikna má með að einhver útflutningur hafi verið á loðnuhrognum nú í mars líkt og undanfarna mánuði frá síðustu loðnuvertíð. Enda var metframleiðsla á hrognum í loðnuvertíðinni í fyrra, sem að stórum hluta eru enn eftir í birgðum hér á landi. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá útflutningsverðmæti loðnuafurða í mánuði hverjum frá janúar 2022 til febrúar í ár,“ segir í greiningunni.

Mynd/Radarinn

Samverkandi þættir

Samdrátturinn er eflaust afleiðing samverkandi áhrifa fleiri þátta og er í greiningunni sagt frá því að einn þeirra geti verið hve snemma páskarnir voru í ár, en þeir voru í byrjun apríl á síðasta ári.

„Jafnframt voru bæði janúar og febrúar mjög stórir mánuðir og því ekkert óeðlilegt að það sé einhver tilfærsla í útflutningi á milli mánaða. […] Útflutningsverðmæti sjávarafurða [var] um 14% meira á fyrstu tveimur mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra, á föstu gengi. Þannig að ef horft er á fyrsta ársfjórðung er útflutningsverðmæti sjávarafurða komið í 82,2 milljarða króna. Það er rúmlega 4% samdráttur frá sama tímabili í fyrra, á föstu gengi.“

Umræddan samdrátt má einnig rekja til sömu afurðaflokka og samdráttin í mars. Er 47% samdráttur í fiskimjöli og 33% samd´rattur í heilfrystum fiski.

„Útflutningsverðmæti saltaðra og þurrkaðra afurða (-4%) hefur einnig dregist saman en útflutningsverðmæti allra annarra afurðaflokka hefur aukist á milli ára. Mest hefur aukningin orðið á útflutningsverðmæti lýsis (33%) og svo rækju (22%), en einnig hefur dágóð aukning orðið á útflutningsverðmæti ferskra afurða (8%). Minni breyting er á öðrum afurðaflokkum,“ segir í greiningunni.

Mynd/Radarinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.5.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 4.962 kg
Ýsa 1.338 kg
Steinbítur 561 kg
Keila 136 kg
Karfi 4 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 7.005 kg
18.5.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 5.212 kg
Þorskur 633 kg
Ýsa 575 kg
Samtals 6.420 kg
18.5.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Þorskur 117 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 132 kg
18.5.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 192 kg
Samtals 192 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.5.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 4.962 kg
Ýsa 1.338 kg
Steinbítur 561 kg
Keila 136 kg
Karfi 4 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 7.005 kg
18.5.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 5.212 kg
Þorskur 633 kg
Ýsa 575 kg
Samtals 6.420 kg
18.5.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Þorskur 117 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 132 kg
18.5.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 192 kg
Samtals 192 kg

Skoða allar landanir »