„Nú skulu þeir andskotinn fá að blæða“

Norskir sjómenn á veiðum í Barentshafi. Tekist er á um …
Norskir sjómenn á veiðum í Barentshafi. Tekist er á um frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfi Noregs. Ljósmynd/NDLA.no/Cornelius Poppe

Það er ekki bara á Íslandi sem hart er tekist á um fiskveiðistjórnunarkerfi og eru norskir smábátasjómenn afar ósáttir við fiskveiðifrumvarp Cecilie Myrseth, sjávarútvegsráðherra Noregs sem nú er til umræðu á Stórþinginu. Hefur fjöldi útgerðarmanna smábáta, einkum í Finnmörku, gripið til þess ráðs að loka höfnunum í Honningsvåg og Hammerfest.

Unnið hefur verið að nýrri sjávarútvegslöggjöf í Noregi um nokkurt skeið og var frumvarp lagt fyrir norska þingið í janúar. Nýverið var síðan tilkynnt um að ríkisstjórnin, sem er með minnihluta á norska Stórþinginu, hefði náð samkomulagi við stjórnarandstöðuna um frumvarpið.

Í frumvarpinu felst tilfærsla veiðiheimilda frá útgerðum stærri skipa til smærri skipa en smábátasjómenn telja tilfærsluna ekki fullnægjandi þar sem þeir hafa orðið fyrir barðinu á kvótaskerðingum síðustu ára, en það hafa allar útgerðir þurft að þola í ljósi samdráttar í ráðgjöf vísindamanna um hámarksveiði.

Cecilie Myrseth, sjávarútvegs- og hafsmálaráðherra Noregs, er fulltrúi Verkamannaflokksins.
Cecilie Myrseth, sjávarútvegs- og hafsmálaráðherra Noregs, er fulltrúi Verkamannaflokksins. Ljósmynd/Nærings- og fiskeridepartementet

Loka höfnum

„Þetta verður rosalegt. Nú skulu þeir andskotinn fá að blæða,“ segir Tom Vegar Kiil, stjórnarformaður strandveiðifélags Noregs (Norges kystfiskarlag), í samtali við TV2. Hann fullyrðir að sjómenn séu tilbúnir að taka til sín á svipaðan hátt og gulvestungar gerðu í Frakklandi fyrir nokkrum árum þegar fjölmenni mótmæltu á götum franskra borga.

Fleiri smábátar hafa í dag lokað höfnunum í Honningsvåg og Hammerfest í mótmælaskyni og sést það skýrt meðal annars á Marinetraffic.

Norskir smábátasjómenn hafa biðlað til stjórnvalda að lögð verði áhersla á að verja veiðar á grunnslóð sem þeir segja viðkvæmari fyrir kvótaskerðingum. Telja þeir að fögur fyrirheit stjórnmálamanna hafi engu eða að minnsta kosti litlu skilað.

Fjöldi smábáta hafa lokað höfninni í Honningsvåg í dag.
Fjöldi smábáta hafa lokað höfninni í Honningsvåg í dag. Skjáskot/MarineTraffic
Höfninni í Hammerfest hefur einnig verið lokað í mótmælaskyni.
Höfninni í Hammerfest hefur einnig verið lokað í mótmælaskyni. Skjáskot/MarineTraffic

Kiil segir útgerðir stærri skipa fá sínar skerðingar upp bættar í samkomulagi ríkisstjórnarflokkanna, Verkamannaflokks og Miðflokks, og stjórnarandstöðuflokkana Hægri, Kristilega þjóðarflokksins, Vinstri og Framfaraflokksins.

„Fjögur þúsund tonn átti upprunalega að færast til strandveiðisjómanna. Í samkomulaginu fær úthafsflotinn bætur í gegnum ónýttar heimildir. Þetta er að meðaltali 12 þúsund tonn á ári,“ fullyrðir Kiil.

Hann telur stjórnmálamenn hafa látið sig gabba af hagsmunavörðum úthafsflotans.

Óásættanlegur málflutningur

„Að strandflotinn mótmæli starfsbræðrum sínum í úthafsflotanum í þessari stöðu er fráleitt og ástæðulaust. Úthafsflotinn hefur ekki tekið einn einasta þorsk af strandveiðiflotanum,“ segir Audun Maråk, framkvæmdastjóri útgerðarsamtakanna Fiskebåt, í pistli á vef Kyst og Fjord.

Maråk gagnrýnir Kiil harðlega fyrir að orðnotkun sína um að láta aðra blæða og sakar hann um hræsni.

Audun Maråk, framkvæmdastjóri samtakanna Fiskebåt, sakar formann norska strandveiðifélagsins um …
Audun Maråk, framkvæmdastjóri samtakanna Fiskebåt, sakar formann norska strandveiðifélagsins um hræsni og lygar. Ljósmynd/Fiskebåt

„Milljónamæringurinn, sósíalistinn og leiðtogi strandveiðifélagsins Tom Vegar Kiil segir í fjölmiðlum að nú eigi þeir andskotinn að blæða. Það er úthafsflotinn og sjómennirnir um borð sem eiga að blæða. […] Þessi boðskapur er óásættanlegur. Ekki nóg með það þá er boðskapur [Kiil] lýgi. Strandveiðileiðtoginn er milljónamæringur og einn þeirra sem hagnast mest á frumvarpinu. Hann er með sérstök veiðiréttindi sem aðrir sjómenn láta sig dreyma um. Þeir sem hann vill að blæði eru þeir sem tapa [á samþykkt frumvarpsins].“

Bendir Maråk að samkvæmt frumvarpinu fá strandveiðibáta sem eru minni en 11 metrar 13,7% aukna hlutdeild í heildarkvóta. Á sama tíma skerðist hlutdeild úthafsflotans um 8,3%.

Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði samþykkt í dag eða á næstu dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 414,12 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 392,47 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 126,32 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,47 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.5.24 Fíi ÞH 11 Grásleppunet
Grásleppa 1.305 kg
Samtals 1.305 kg
17.5.24 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Þorskur 113 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 139 kg
17.5.24 Ásdís ÞH 136 Grásleppunet
Grásleppa 119 kg
Þorskur 90 kg
Ufsi 48 kg
Samtals 257 kg
17.5.24 Elín ÞH 82 Grásleppunet
Grásleppa 2.161 kg
Þorskur 150 kg
Skarkoli 28 kg
Samtals 2.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 414,12 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 392,47 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 126,32 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,47 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.5.24 Fíi ÞH 11 Grásleppunet
Grásleppa 1.305 kg
Samtals 1.305 kg
17.5.24 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Þorskur 113 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 139 kg
17.5.24 Ásdís ÞH 136 Grásleppunet
Grásleppa 119 kg
Þorskur 90 kg
Ufsi 48 kg
Samtals 257 kg
17.5.24 Elín ÞH 82 Grásleppunet
Grásleppa 2.161 kg
Þorskur 150 kg
Skarkoli 28 kg
Samtals 2.339 kg

Skoða allar landanir »