Ólafur E. Jóhannsson
„Ég er furðu lostinn yfir þessum vinnubrögðum. Okkur eru gefnir tveir dagar til að svara þessum umsögnum, á meðan ráðherrann er búinn að taka sér næstum fjóra og hálfan mánuð til að svara umsókn okkar um leyfi til hvalveiða. Þetta er með ólíkindum,“ segir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., í samtali við Morgunblaðið.
Viðbragða hans var leitað við þeim ummælum Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra á Alþingi í gær að Hvalur hefði frest til dagsins í dag, föstudags, til að bregðast við umsögnum frá 15 samtökum og stofnunum um umsókn fyrirtækisins um veiðar á langreyði. Ráðuneytið sendi Hval umsagnirnar sl. miðvikudag. Kvaðst ráðherrann ætla að taka um það ákvörðun á þriðjudaginn nk. hvort veita ætti Hval leyfi til hvalveiða.
„Fyrst þetta er svona fáum við nánast engan tíma til að svara. Þetta er stjórnsýsla sem ætti að fá skussaverðlaun Nóbels. Ætli þetta sé kennt á stjórnsýslunámskeiðum í Stjórnarráðinu?“ spyr Kristján og segist velta því fyrir sér hvort ráðuneytið ætli að tileinka sér svona vinnubrögð í framtíðinni og svara sjálft fyrirspurnum sem til þess sé beint eftir tvo daga.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.1.25 | 585,36 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.1.25 | 698,96 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.1.25 | 468,39 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.1.25 | 380,87 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.1.25 | 280,78 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.1.25 | 323,86 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.1.25 | 254,20 kr/kg |
22.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 12.752 kg |
Ýsa | 840 kg |
Keila | 84 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Langa | 14 kg |
Samtals | 13.705 kg |
22.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 8.537 kg |
Ýsa | 3.288 kg |
Langa | 366 kg |
Steinbítur | 327 kg |
Keila | 113 kg |
Karfi | 26 kg |
Hlýri | 22 kg |
Samtals | 12.679 kg |
22.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 1.015 kg |
Þorskur | 729 kg |
Ýsa | 278 kg |
Steinbítur | 154 kg |
Sandkoli | 44 kg |
Þykkvalúra | 4 kg |
Samtals | 2.224 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.1.25 | 585,36 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.1.25 | 698,96 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.1.25 | 468,39 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.1.25 | 380,87 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.1.25 | 280,78 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.1.25 | 323,86 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.1.25 | 254,20 kr/kg |
22.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 12.752 kg |
Ýsa | 840 kg |
Keila | 84 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Langa | 14 kg |
Samtals | 13.705 kg |
22.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 8.537 kg |
Ýsa | 3.288 kg |
Langa | 366 kg |
Steinbítur | 327 kg |
Keila | 113 kg |
Karfi | 26 kg |
Hlýri | 22 kg |
Samtals | 12.679 kg |
22.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 1.015 kg |
Þorskur | 729 kg |
Ýsa | 278 kg |
Steinbítur | 154 kg |
Sandkoli | 44 kg |
Þykkvalúra | 4 kg |
Samtals | 2.224 kg |