„Við eigum að hætta hvalveiðum á Íslandi“

Guðmundur Ingi segir stefnu Vinstri grænna enn að hvalveiðar verði …
Guðmundur Ingi segir stefnu Vinstri grænna enn að hvalveiðar verði bannaðar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er ákvörðun sem hún tekur í samræmi við eitthvað sem hún verður að gera. Hún verður að gefa út leyfið samkvæmt stjórnarskrá,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstri grænna, inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun matvælaráðherra um að heimila hvalveiðar á komandi vertíð. 

„Auðvitað er mín pólitíska skoðun sú að við eigum að hætta hvalveiðum á Íslandi,“ sagði Guðmundur Ingi að ríkisstjórnarfundi loknum. 

Hann segir bæði mikinn stuðning fyrir því á meðal almennings líkt og skoðanakannanir hafi sýnt fram á og að hvalveiðibann væri í takt við þróun á alþjóðavísu.

„En ég virði algjörlega ákvörðun ráðherrans og skil í hvaða stöðu hún er.“

Áfram stefna að banna hvalveiðar á Íslandi

Spurður hvort ákvörðunin sé ekki ákveðið högg fyrir flokkinn í ljósi nýrra skoðanakannana og hvort stjórnarsambandið sé mögulega of dýru verði keypt ítrekar Guðmundur Ingi að ráðherra hefði farið gegn lögum hefði hún tekið aðra ákvörðun en þessa.

„En að sjálfsögðu er stefnumótunarvinna í gangi í ráðuneytinu sem er að fara ofan í saumana á þessum málum. Við erum með lög frá 1946 til dæmis. Það hefur gríðarlega margt gerst á hinum alþjóðlega vettvangi og hér á Íslandi líka síðan þá. “

Það sé að sjálfsögðu áfram stefna Vinstri grænna að banna hvalveiðar á Íslandi. Jafnvel megi segja að þetta sé mögulegt skref í þá átt.

„Við sáum það í fyrra að veiðunum var frestað, reglugerð var hert. Þannig að við höfum verið að taka markviss skref á þessu kjörtímabili í áttina að þessu markmiði að banna hvalveiðar á Íslandi.“

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frumvarp um hvalveiðabann yrði fellt í dag

En nú hafa Vinstri grænir verið í ríkisstjórn í sjö ár. Hefur ekki verið nægur tími til þess að vinna betur að þessu og vera komin lengra í þessum málum?

„Ja, fyrstu fjögur árin var sjávarútvegsráðuneytið, nú matvælaráðuneytið, undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Það var enginn vilji til þess að ráðast í það að banna hvalveiðar þar. Ég vil líka minna á það að það er ekki meirihluti fyrir því á Alþingi að banna hvalveiðar. Þannig sú staða sem við erum í er kannski þröng að þessu leyti,“ segir Guðmundur Ingi.

En sérðu fram á að þið getið bannað hvaleiðar í þessu ríkisstjórnarsamstarfi?

„Ef núna yrði lagt fram frumvarp á Alþingi til að banna hvalveiðar þá telst mér það nú þannig til að það frumvarp yrði fellt því miður. Það hefur ekki bara með styrk ríkisstjórnarflokkana að gera heldur einmitt að það eru flokkar á Alþingi sem eru í stjórnarandstöðu sem eru á móti hvalveiðum.“

„Ég vil bara að fólk dæmi mig af mínum verkum.

Inntur eftir viðbrögðum við gagnrýni um að landsfundur flokksins verði fyrst haldinn í október segir Guðmundur Ingi það vissulega skynsamlegt að halda landsfund sem fyrst. Þó þurfi tíma til að undirbúa fundinn, kafa ofan í rætur flokksins og keyra upp málefnastarf til að skerpa stefnu hans inn í kosningavetur. 

Aðspurður kveðst hann litlu vilja svara um gagnrýni Björns Vals Gíslasonar, fyrrverandi varaformanns Vinstri grænna sem sagði flokkinn í miklum vandræðum m.a. vegna þess að Guðmundur Ingi hefði ekki sýnt af sér þá leiðtogahæfni sem þurfi til.

„Ég vil bara að fólk dæmi mig af mínum verkum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Loka