Ólafur E. Jóhannsson
Þingmenn Miðflokksins skoða nú að leggja fram tillögu um vantraust á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra og er ástæðan framganga hennar í hvalveiðimálinu. Þetta segir Bergþór Ólason þingmaður flokksins í samtali við Morgunblaðið.
Hann bendir á að ljóst hafi verið frá upphafi að veiðarnar væru lögmætar, en samt hafi ráðherrar Vinstri-grænna dregið útgáfu leyfisins í fjóra og hálfan mánuð og ekki gætt að málshraðareglum, svo nokkuð sé nefnt. Því hljóti vantraust að koma til skoðunar, en tímasetning liggur ekki fyrir.
Bergþór kvaddi sér hljóðs á Alþingi í gær undir dagskrárliðnum óundirbúnar fyrirspurnir og benti á að ráðherrann hefði gefið út leyfi til hvalveiða fyrir yfirstandandi ár, en spurði síðan: „Hvað ráðlögðu sérfræðingar ráðuneytisins hæstvistum ráðherra að veita leyfi til langs tíma?“
Í svari Bjarkeyjar kom fram að ráðherra bæri ekki að fara eftir einni leið, alltaf væru valkostir sem hún tæki síðan afstöðu til og kvaðst hún hafa gert svo í þessu tilviki og teldi sig hafa rökstutt nægjanlega vel hvers vegna hún tók sína ákvörðun.
Bergþór spurði síðan hvort sérfræðingar ráðuneytisins hefðu gert tillögu um að leyfi yrði gefið út til eins árs. Ráðherra svaraði ekki spurningunni en sagði að aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hefðu ekki beitt sig þrýstingi í málinu.
„Hún fór eins og köttur í kringum heitan graut í svari sínu en gat ekki sagt að hún hefði fengið ráðgjöf um að veita hvalveiðileyfi til eins árs,“ segir Bergþór.
„Þetta segir mér að ráðherrann hefur ekki farið að ráðleggingum sérfræðinga sinna í ráðuneytinu heldur spilað pólitískan leik þvert á lög og reglur. Það kom líka á óvart þegar ráðherrann upplýsti eftir ríkisstjórnarfund sl. þriðjudag að hún hefði ekki verið beitt neinum þrýstingi í málinu af öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Hún staðfesti það áðan [fimmtudag], þannig að ég hef áhyggjur af því að sjálfstæðis- og framsóknarmenn séu hættir að líta til með málinu,“ segir Bergþór Ólason.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 23.1.25 | 594,64 kr/kg |
Þorskur, slægður | 23.1.25 | 721,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 23.1.25 | 472,40 kr/kg |
Ýsa, slægð | 23.1.25 | 398,51 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 23.1.25 | 196,44 kr/kg |
Ufsi, slægður | 23.1.25 | 276,83 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 23.1.25 | 312,01 kr/kg |
23.1.25 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Ýsa | 1.674 kg |
Þorskur | 617 kg |
Keila | 236 kg |
Hlýri | 148 kg |
Karfi | 81 kg |
Samtals | 2.756 kg |
23.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Ýsa | 476 kg |
Þorskur | 40 kg |
Karfi | 27 kg |
Steinbítur | 22 kg |
Hlýri | 16 kg |
Langa | 11 kg |
Keila | 3 kg |
Samtals | 595 kg |
23.1.25 Von HU 170 Þorskfisknet | |
---|---|
Ufsi | 2.738 kg |
Þorskur | 401 kg |
Samtals | 3.139 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 23.1.25 | 594,64 kr/kg |
Þorskur, slægður | 23.1.25 | 721,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 23.1.25 | 472,40 kr/kg |
Ýsa, slægð | 23.1.25 | 398,51 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 23.1.25 | 196,44 kr/kg |
Ufsi, slægður | 23.1.25 | 276,83 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 23.1.25 | 312,01 kr/kg |
23.1.25 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Ýsa | 1.674 kg |
Þorskur | 617 kg |
Keila | 236 kg |
Hlýri | 148 kg |
Karfi | 81 kg |
Samtals | 2.756 kg |
23.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Ýsa | 476 kg |
Þorskur | 40 kg |
Karfi | 27 kg |
Steinbítur | 22 kg |
Hlýri | 16 kg |
Langa | 11 kg |
Keila | 3 kg |
Samtals | 595 kg |
23.1.25 Von HU 170 Þorskfisknet | |
---|---|
Ufsi | 2.738 kg |
Þorskur | 401 kg |
Samtals | 3.139 kg |