Segir hnignunina ekki tengjast sjókvíaeldi

Jens Garðar Helgason er aðstoðarforstjóri sjókvíaeldisfyrirtækisins Kaldvíkur hf.
Jens Garðar Helgason er aðstoðarforstjóri sjókvíaeldisfyrirtækisins Kaldvíkur hf. mbl.is/María Matthíasdóttir

Jens Garðar Helga­son, aðstoðarfor­stjóri sjókvía­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Kald­vík­ur hf., seg­ir ákvörðun um­hverf­is­stofn­un­ar Nor­egs um að loka 33 laxveiðiám ekki koma á óvart þar sem áður hafi verið gripið til svipaðra aðgerða.

Þá seg­ir hann hnign­un laxa­stofns­ins hér á landi ekki tengj­ast sjókvía­eldi held­ur of­veiði í laxveiðiám.

„Eins og ég les þess­ar frétt­ir í Nor­egi að þá er nátt­úru­lega verið að verja árn­ar fyr­ir veiðiálagi og þetta er ekk­ert í fyrsta skipti sem þetta hef­ur verið gert í Nor­egi. Meðal ann­ars ef það hafa verið mikl­ir þurrk­ar eða annað þá hafa árn­ar verið verndaðar frá veiðiálag­inu sem er í ánum og það er það sama sem er að ger­ast núna,“ seg­ir Jens og held­ur áfram:

„En þetta hef­ur ekk­ert með sjókvía­eldi að gera, þetta hef­ur bara með aukið veiðiálag í ánum og minnk­andi stofna og það er í raun­inni af­leiðing­in af þessu. Eins og kom fram á ráðstefnu sem var núna á dög­un­um hjá Haf­rann­sókna­stofn­un er ein helsta ástæðan fyr­ir slæmu ástandi stofn­ana hér að það er bara of mikið drepið í ánum. Það hef­ur ekk­ert með sjókvía­eldi að gera. Og hnign­un stofns­ins hér á Íslandi, sjókvía­eldið er það til­tölu­lega ný byrjað að það eru aðrar skýr­ing­ar á því, eins og ann­ars staðar í Norður Atlants­hafi.“

Lok­an­irn­ar ákveðið stýr­ing­ar­tæki

Svona út frá þínum bæj­ar­dyr­um séð, væri þetta eitt­hvað sem væri ráðlegt að gera hér á landi?

„Við sjá­um bara hvernig stýr­ing­in er á til dæm­is rjúp­unni, þar sem að veiðar eru leyfðar tíma­bundið eða mis­mikið eft­ir því hvernig ástandið er á stofn­un­um. Það hlýt­ur að vera verk­efni Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og jafn­vel Fiski­stofu að fylgj­ast með ástandi stofns­ins, al­veg eins og þau fylgj­ast með ástandi annarra stofna, og vega og meta það hvort að það eigi að veiða úr stofn­un­um eða ekki. Þar ligg­ur ábyrgðin, hjá Haf­rann­sókna­stofn­un,“ seg­ir Jens.

„En ég er ekki fiski­fræðing­ur og get ekki lagt mat á það ná­kvæm­lega hvort það ætti að stoppa veiðarn­ar á Íslandi.“

Jens seg­ir lok­an­ir líkt og þær sem að Norðmenn beita nú vera ákveðið stýr­ing­ar­tæki, líkt og við höf­um hér­lend­is fyr­ir aðra fiski­stofna.

„Hér er það al­gjör­lega und­ir veiðirétt­ar­höf­un­um og veiðileyf­a­söl­un­um komið hvað þeir eru með mikið veiðiálag í ánum. Menn geta fjölgað stöng­um í ánum og annað og veiðitím­inn er alltaf sá sami, 90 dag­ar. Þannig að, það er svo­lítið öðru­vísi, hér á Íslandi er það ein­ung­is þeir sem veiða fisk­inn sem stýra veiðiálag­inu en ekki Haf­rann­sókna­stofn­un eins og hún ger­ir með aðra fiski­stofna,“ seg­ir Jens.

„Ekki bein af­leiðing af sjókvía­eld­inu“

Þannig það væri kannski eitt­hvað sem væri vert að skoða hér­lend­is?

„Ja, eins og ég segi, ég er ekki fiski­fræðing­ur en ég hefði haldið að Hafró þyrfti að hafa þetta til hliðsjón­ar, að minnsta kosti ef að þeir telja að ástand laxa­stofn­anna hér sé orðið hvim­leitt. Og ég held að Ísland sé nú besta dæmið um það að ástand stofna sé ekki bein af­leiðing af sjókvía­eld­inu.

Ég sá það nú að í Morg­un­blaðinu var búið að hringja í ein­hvern and­stæðing sjókvía­eld­is­ins til þess að fá hans álit, og auðvitað var hans niðurstaða sú að þetta væri sjókvía­eldið í Nor­egi. En því er ekki fyr­ir að fara hér á Íslandi. Það er eitt­hvað að ger­ast í Norður-Atlants­haf­inu, all­ar rann­sókn­ir benda til þess, það eru breyt­ing­ar í haf­inu. Við sjá­um það líka bara á öðrum fiski­stofn­um hvernig þeir eru að þró­ast, lax­inn er ekki und­an­skil­inn þar. Þá er bara spurn­ing­in hvort það á að vera með óheft veiðiálag og veiðiálag sem ekk­ert eft­ir­lit er með í ánum, það er það sem skipt­ir mestu máli,“ seg­ir Jens.

Og það er ein­mitt það sem þér þykir að ætti að heyra und­ir Haf­rann­sókna­stofn­un þá ef ég skil þig rétt?

„Ja, ég hefði haldið að Haf­rann­sókna­stofn­un eða Fiski­stofa hljóti að bera ábyrgð á veiðistýr­ingu á þess­um fiski­stofni al­veg eins og öðrum fiski­stofn­um við Íslands­strend­ur,“ seg­ir Jens.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.3.25 502,10 kr/kg
Þorskur, slægður 31.3.25 695,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.3.25 417,21 kr/kg
Ýsa, slægð 31.3.25 312,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.3.25 170,64 kr/kg
Ufsi, slægður 31.3.25 228,61 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 31.3.25 262,06 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 1.709 kg
Þorskur 588 kg
Steinbítur 453 kg
Ýsa 172 kg
Sandkoli 41 kg
Þykkvalúra 26 kg
Samtals 2.989 kg
31.3.25 Tjálfi SU 63 Þorskfisknet
Þorskur 3.545 kg
Samtals 3.545 kg
31.3.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 1.208 kg
Steinbítur 605 kg
Keila 195 kg
Hlýri 90 kg
Ýsa 19 kg
Ufsi 13 kg
Skarkoli 5 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.137 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.3.25 502,10 kr/kg
Þorskur, slægður 31.3.25 695,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.3.25 417,21 kr/kg
Ýsa, slægð 31.3.25 312,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.3.25 170,64 kr/kg
Ufsi, slægður 31.3.25 228,61 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 31.3.25 262,06 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 1.709 kg
Þorskur 588 kg
Steinbítur 453 kg
Ýsa 172 kg
Sandkoli 41 kg
Þykkvalúra 26 kg
Samtals 2.989 kg
31.3.25 Tjálfi SU 63 Þorskfisknet
Þorskur 3.545 kg
Samtals 3.545 kg
31.3.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 1.208 kg
Steinbítur 605 kg
Keila 195 kg
Hlýri 90 kg
Ýsa 19 kg
Ufsi 13 kg
Skarkoli 5 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.137 kg

Skoða allar landanir »

Loka