Stefán E. Stefánsson
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir að matvælaráðuneytið hafi afhent fyrirtækinu önnur gögn innan úr ráðuneytinu en þau sem það hefur afhent Ríkisútvarpinu.
„Við fengum núna eftir hálfan mánuð bunka af gögnum sem voru mest gögn frá okkur sjálfum. En þarna voru tvö minnisblöð. Síðan sjáum við það í Speglinum í gær í Ríkisútvarpinu [25. júní], að þá var farið yfir þetta mál. Þá höfðu þeir óskað eftir þessu líka en þeir eru að lesa upp úr alls kyns minnisblöðum sem við höfum ekkert fengið. Þannig að það er auðséð að ráðherrann er með puttana í þessu og sorterar út. Þetta fer í Hval og þetta fer í fjölmiðlana. Þetta er stjórnsýslan í dag,“ segir Kristján sem er nýjasti gestur Dagmála á mbl.is.
Segir hann framgöngu ráðuneytisins fyrir neðan allar hellur og að það sé augljóst að ráðuneytið hafi ætlað sér að leggja slíkan stein í götu veiðanna þetta árið að ekkert yrði úr þeim.
„Það liggur alveg á borðinu. Ef það er ekki þá vita þeir ekkert þarna í ráðuneytinu, þessi ráðherra og þetta starfsfólk í kringum hann hvernig hvalveiðarnar eru og hvaða tímabil þú ert að veiða. Við höfum nú verið í gangi síðan 1948 og ef þetta er ekki komið inn fyrir vegginn þarna í Legolandsherbergið þarna þar sem þeir eru að leika sér að bátum og svona. Þú veist að þeir eru með tvö herbergi í matvælaráðuneytinu, annað fyrir landbúnaðinn og hitt fyrir sjávarútveginn, og þar eru þeir með allt fullt af legókubbum og bátum og svona og eru að leika hvalveiðar og fiskveiðar og svona til að sjá hvernig grásleppuveiðarnar ganga og allt það.“
Kristján segist hins vegar ekki af baki dottinn. Hann hyggist halda veiðum áfram og nýta sterkustu nytjastofnana á miðunum kringum landið.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.1.25 | 589,27 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.1.25 | 699,31 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.1.25 | 466,59 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.1.25 | 381,84 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.1.25 | 274,77 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.1.25 | 323,86 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.1.25 | 254,82 kr/kg |
22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 749 kg |
Grásleppa | 14 kg |
Hlýri | 10 kg |
Ýsa | 10 kg |
Ufsi | 7 kg |
Samtals | 790 kg |
22.1.25 Ósk ÞH 54 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 123 kg |
Ufsi | 10 kg |
Samtals | 133 kg |
22.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet | |
---|---|
Ufsi | 1.618 kg |
Þorskur | 895 kg |
Karfi | 84 kg |
Samtals | 2.597 kg |
22.1.25 Gjafar ÍS 72 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 2.885 kg |
Þorskur | 1.021 kg |
Steinbítur | 291 kg |
Skarkoli | 19 kg |
Langa | 10 kg |
Karfi | 6 kg |
Hlýri | 2 kg |
Samtals | 4.234 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.1.25 | 589,27 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.1.25 | 699,31 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.1.25 | 466,59 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.1.25 | 381,84 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.1.25 | 274,77 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.1.25 | 323,86 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.1.25 | 254,82 kr/kg |
22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 749 kg |
Grásleppa | 14 kg |
Hlýri | 10 kg |
Ýsa | 10 kg |
Ufsi | 7 kg |
Samtals | 790 kg |
22.1.25 Ósk ÞH 54 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 123 kg |
Ufsi | 10 kg |
Samtals | 133 kg |
22.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet | |
---|---|
Ufsi | 1.618 kg |
Þorskur | 895 kg |
Karfi | 84 kg |
Samtals | 2.597 kg |
22.1.25 Gjafar ÍS 72 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 2.885 kg |
Þorskur | 1.021 kg |
Steinbítur | 291 kg |
Skarkoli | 19 kg |
Langa | 10 kg |
Karfi | 6 kg |
Hlýri | 2 kg |
Samtals | 4.234 kg |