Segir sjómenn hafa vaknað upp við vondan draum

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands.
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir sjómenn hafa vaknað upp við vondan draum í fyrradag þegar allar sjónvarpsútsendingar voru horfnar úr skipum sem voru á djúpveiðum.

Ríkisútvarpið hætti útsendingum í gegnum gervihnetti þann 1. júlí, sem hefur gert nokkur skip á sjó sambandslaus og víða vakið pirring á meðal sjómanna.

Ekkert samráð

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir sjómannafélögin nýta þessa þjónustu mest.  „Mörg þessara skipa sem eru í notkun eru ekki komin með tækjabúnað til þess að ná sjónvarpsútsendingu frá RÚV,“ segir Valmundur. 

Hann nefnir að tækniþróun sé á miklum hraða í dag og bendir á Starlink, sem er netþjónusta sem er veitt í gegnum gervihnetti og myndi meðal annars gera skipum kleift að fá aðgang að sjónvarpi og fleiru. 

„En það eru ekkert öll skip komin með þennan búnað. Þó að það standi örugglega til að setja þennan búnað í öll skip þá hefur það samt ekki enn verið gert. Því fannst okkur skrítið að það hafi ekki verið haft samráð við okkur um þetta mál,“ segir Valmundur aðspurður. 

Ekki dýrt fyrir stofnun sem fær 5 milljarða

Valmundur segir kostnaðinn við útsendingarnar vera lítinn í samanburði við heildarrekstur RÚV. „Þetta kostar nú ekki hálfan handlegginn, þetta er ekki mjög dýrt fyrir stofnun sem fær fimm milljarða frá ríkinu,“ segir hann og bætir við að kostnaðurinn við þessar útsendingar sé í kringum 40 milljónir. 

Portúgalarnir Pepe og Cristiano Ronaldo glaðir í bragði á Evrópumótinu.
Portúgalarnir Pepe og Cristiano Ronaldo glaðir í bragði á Evrópumótinu. AFP/Patricia De Melo Moreira

Spurður um viðbrögð sjómanna segir Valmundur að þeir séu brjálaðir. „Það er Evrópumót í gangi og til þess að stytta sér stundir á sjónum þá eru menn að horfa á fótbolta en nú er það ekki hægt.“

Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur óskað eftir að því við útvarpsstjóra að útsendingum verði haldið áfram til áramóta, allavega þar til fyrir liggur hvaða skip eiga eftir að fá þann búnað sem til þarf. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 344 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 25 kg
Langa 15 kg
Samtals 432 kg
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.941 kg
Ýsa 673 kg
Hlýri 295 kg
Karfi 97 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 5.021 kg
23.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 846 kg
Þorskur 347 kg
Ýsa 243 kg
Steinbítur 125 kg
Sandkoli 29 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 344 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 25 kg
Langa 15 kg
Samtals 432 kg
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.941 kg
Ýsa 673 kg
Hlýri 295 kg
Karfi 97 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 5.021 kg
23.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 846 kg
Þorskur 347 kg
Ýsa 243 kg
Steinbítur 125 kg
Sandkoli 29 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »