Landhelgin er nær eftirlitslaus

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar í flugtaki frá Reykjavíkurflugvelli
TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar í flugtaki frá Reykjavíkurflugvelli mbl.is/Árni Sæberg

„Mér er það algerlega óskiljanlegt hvað ráðamenn hér heima eru skilningslausir gagnvart virku eftirliti í fiskveiðilögsögunni okkar,“ segir Halldór B. Nellett fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni í samtali við Morgunblaðið.

„Ég fullyrði að lögsagan er nær alveg eftirlitslaus vikum og mánuðum saman, sérstaklega djúpslóðin, og við vitum ekkert hvað er í gangi þar. Þyrlurnar duga skammt til eftirlits og alls ekki á djúpslóð enda eru þær í endalausum útköllum um allar trissur,“ bætir Halldór við.

Tilefni samtalsins er þær fréttir sem Morgunblaðið færði landsmönnum í síðustu viku að alvarleg bilun hefði orðið í flugvélinni TF-SIF og vélin því ekkert getað sinnt eftirliti á miðunum í sumar eins og til stóð. Halldór er einn reyndasti varðmaður landhelginnar. Hann starfaði hjá Landhelgisgæslunni í 48 ár og tók þátt í tveimur þorskastríðum. Hann var síðast skipherra á Þór en lét af störfum í desember 2020.

Halldór segir að hér áður fyrr hafi að jafnaði verið farið í 4-5 flug á viku á gamla Fokkernum til eftirlits, bæði grunnt og djúpt við landið. Í sumar hafi engin eftirlitsferð verið farin á djúpslóð. Einhverjar radarmyndir sé hægt að panta og fá af djúpslóðinni í samvinnu við Evrópusambandið. Þær myndir séu afskaplega stopular og á þeim sé ekki hægt að greina minni skip. Að auki sýni hver mynd ekki stórt svæði.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 344 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 25 kg
Langa 15 kg
Samtals 432 kg
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.941 kg
Ýsa 673 kg
Hlýri 295 kg
Karfi 97 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 5.021 kg
23.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 846 kg
Þorskur 347 kg
Ýsa 243 kg
Steinbítur 125 kg
Sandkoli 29 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 344 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 25 kg
Langa 15 kg
Samtals 432 kg
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.941 kg
Ýsa 673 kg
Hlýri 295 kg
Karfi 97 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 5.021 kg
23.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 846 kg
Þorskur 347 kg
Ýsa 243 kg
Steinbítur 125 kg
Sandkoli 29 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »