Jón „mun ekki koma nálægt meðferð hvalamálsins“

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, og Jón Gunnarsson, þingmaður …
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Samsett mynd

Jón Gunnarsson, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar í matvælaráðuneytinu, mun ekki koma að afgreiðslu hvalveiðileyfa í matvælaráðuneytinu.

Þetta segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í samtali við mbl.is.

„Hann [Jón] hefur ekki valdheimildir sem aðstoðarmaður til þess að leiða nein mál til lykta og mun ekki koma nálægt meðferð hvalamálsins í ráðuneytinu,“ segir Bjarni en umsókn frá Hval hf. um leyfi til hvalveiða liggur inni í ráðuneytinu.

Þannig hann mun ekki koma að því máli?

„Nei, hann verður ekkert í því máli og það er fyrir nokkru síðan að ég ræddi það við ráðuneytisstjórann að það myndi ekki reyna á aðkomu Jóns í meðferð þessa máls,“ svarar Bjarni.

Starfsmaður njósnafyrirtækis

Heim­ild­in birti frétt í gær undir fyrirsögninni: „Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns.”

Fréttin var skrifuð upp úr leyniupp­tök­um af sam­ræðum son­ar Jóns við mann sem sigldi und­ir fölsku flaggi og þótt­ist vera fjár­fest­ir.

Um var að ræða starfsmann ísraelsks njósnafyrirtækis sem heitir Black Cube, að sögn Jóns og annarra fjölmiðla.

„Því fylgja engin hrossakaup um eitt eða neitt“

Sonurinn á þar að hafa sagt að Bjarni hafi sett Jón í matvælaráðuneytið til að tryggja það að leyfi yrði veitt fyrir hvalveiðum og gegn því myndi Jón taka 5. sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi.

„Það var auðvitað opinbert að Jón var fenginn til þess að vera aðstoðarmaðurinn minn í ráðuneytinu og það mál snýst ekki um neitt annað en nákvæmlega það að hann er að veita mér liðsinni þennan tíma sem ég ber ábyrgð á matvælaráðuneytinu í starfsstjórn.

Það ætti að vera öllum ljóst að ég hef beðið hann um að gera það og því fylgja engin hrossakaup um eitt eða neitt. Allt annað er ekkert nema hugarburður,“ segir Bjarni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína
Ýsa 7.226 kg
Þorskur 2.026 kg
Steinbítur 1.211 kg
Langa 18 kg
Karfi 4 kg
Samtals 10.485 kg
21.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.843 kg
Ýsa 4.011 kg
Langa 432 kg
Keila 50 kg
Hlýri 35 kg
Karfi 16 kg
Samtals 12.387 kg
21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína
Ýsa 7.226 kg
Þorskur 2.026 kg
Steinbítur 1.211 kg
Langa 18 kg
Karfi 4 kg
Samtals 10.485 kg
21.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.843 kg
Ýsa 4.011 kg
Langa 432 kg
Keila 50 kg
Hlýri 35 kg
Karfi 16 kg
Samtals 12.387 kg
21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg

Skoða allar landanir »