Jón Gunnarsson, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar í matvælaráðuneytinu, mun ekki koma að afgreiðslu hvalveiðileyfa í matvælaráðuneytinu.
Þetta segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í samtali við mbl.is.
„Hann [Jón] hefur ekki valdheimildir sem aðstoðarmaður til þess að leiða nein mál til lykta og mun ekki koma nálægt meðferð hvalamálsins í ráðuneytinu,“ segir Bjarni en umsókn frá Hval hf. um leyfi til hvalveiða liggur inni í ráðuneytinu.
Þannig hann mun ekki koma að því máli?
„Nei, hann verður ekkert í því máli og það er fyrir nokkru síðan að ég ræddi það við ráðuneytisstjórann að það myndi ekki reyna á aðkomu Jóns í meðferð þessa máls,“ svarar Bjarni.
Heimildin birti frétt í gær undir fyrirsögninni: „Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns.”
Fréttin var skrifuð upp úr leyniupptökum af samræðum sonar Jóns við mann sem sigldi undir fölsku flaggi og þóttist vera fjárfestir.
Um var að ræða starfsmann ísraelsks njósnafyrirtækis sem heitir Black Cube, að sögn Jóns og annarra fjölmiðla.
Sonurinn á þar að hafa sagt að Bjarni hafi sett Jón í matvælaráðuneytið til að tryggja það að leyfi yrði veitt fyrir hvalveiðum og gegn því myndi Jón taka 5. sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það var auðvitað opinbert að Jón var fenginn til þess að vera aðstoðarmaðurinn minn í ráðuneytinu og það mál snýst ekki um neitt annað en nákvæmlega það að hann er að veita mér liðsinni þennan tíma sem ég ber ábyrgð á matvælaráðuneytinu í starfsstjórn.
Það ætti að vera öllum ljóst að ég hef beðið hann um að gera það og því fylgja engin hrossakaup um eitt eða neitt. Allt annað er ekkert nema hugarburður,“ segir Bjarni.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.1.25 | 594,51 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.1.25 | 681,62 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.1.25 | 408,59 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.1.25 | 301,69 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.1.25 | 245,35 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.1.25 | 302,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.1.25 | 328,80 kr/kg |
22.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 1.830 kg |
Ýsa | 900 kg |
Hlýri | 43 kg |
Steinbítur | 38 kg |
Samtals | 2.811 kg |
22.1.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 16.770 kg |
Ufsi | 3.238 kg |
Samtals | 20.008 kg |
21.1.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 7.226 kg |
Þorskur | 2.026 kg |
Steinbítur | 1.211 kg |
Langa | 18 kg |
Karfi | 4 kg |
Samtals | 10.485 kg |
21.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.843 kg |
Ýsa | 4.011 kg |
Langa | 432 kg |
Keila | 50 kg |
Hlýri | 35 kg |
Karfi | 16 kg |
Samtals | 12.387 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.1.25 | 594,51 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.1.25 | 681,62 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.1.25 | 408,59 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.1.25 | 301,69 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.1.25 | 245,35 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.1.25 | 302,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.1.25 | 328,80 kr/kg |
22.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 1.830 kg |
Ýsa | 900 kg |
Hlýri | 43 kg |
Steinbítur | 38 kg |
Samtals | 2.811 kg |
22.1.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 16.770 kg |
Ufsi | 3.238 kg |
Samtals | 20.008 kg |
21.1.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 7.226 kg |
Þorskur | 2.026 kg |
Steinbítur | 1.211 kg |
Langa | 18 kg |
Karfi | 4 kg |
Samtals | 10.485 kg |
21.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.843 kg |
Ýsa | 4.011 kg |
Langa | 432 kg |
Keila | 50 kg |
Hlýri | 35 kg |
Karfi | 16 kg |
Samtals | 12.387 kg |