Kennsl borin á óþekktan sjómann

Sigurd Arvid Nilsen
Sigurd Arvid Nilsen

Norsk stjórnvöld hafa borið formleg kennsl á norskan sjómann, sem hvílt hefur í Flateyrarkirkjugarði í rúm 82 ár.

Leiði hans hefur verið merkt sem óþekktur sjómaður og hefur blómsveigur jafnan verið lagður á leiðið á sjómannadaginn.

Maðurinn hét Sigurd Arvid Nilsen og var 23 ára þegar þýskur kafbátur sökkti norska flutningaskipinu DS Fanefjeld við Vestfirði 9. apríl 1942. Nilsen var loftvarnaskytta um borð. 

Jarðsettur í Flateyrarkirkjugarði 

Nilsen var jarðsettur í Flateyrarkirkjugarði 17. apríl 1942. Á leiðinu er trékross með merkingunni óþekktur sjómaður og hefur jafnan verið lagður blómsveigur á leiðið á sjómannadaginn. Norska menningar- og jafnréttisráðuneytið segir að legsteinn með nafni Nilsens verði nú lagður á gröf hans.

Norsk stjórnvöld hafa að undanförnu unnið að því að finna og merkja norskar stríðsgrafir frá síðari heimsstyrjöld. Í tilkynningu, sem norska ráðuneytið sendi frá sér í vikunni, segist það hafa fengið upplýsingar um málið árið 2022 og síðan hafi verið unnið að því að bera kennsl á sjóliðann sem hvílir á Flateyri. Norsk og erlend skjalasöfn hafi verið rannsökuð og meðal annars leitað til Friðþórs Eydal, sem hefur mikið fjallað um sögu Íslands á tímum heimsstyrjaldarinnar.

Raunar var það grein, sem Friðþór skrifaði í blaðið Bæjarins besta í júní árið 2009, sem kom Norðmönnunum á sporið. Þar leiddi hann að því líkur að óþekkkti sjómaðurinn í Flateyrarkirkjugarði væri Sigurd Arvid Nilsen en hann var annar af tveimur loftvarnaskyttum úr norska sjóhernum sem voru um borð í Fanefjeld.

Friðþór sagði við Morgunblaðið að starfsmaður norska ráðuneytisins hefði haft samband við sig á síðasta ári en hann hafði þá heyrt af greininni í Bæjarins besta. Friðþór segist hafa veitt upplýsingar sem síðan voru bornar saman við gögn í norskum skjalasöfnum.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 629,30 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 415,51 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 287,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 279,87 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,68 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 6.817 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 10.334 kg
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Steinbítur 8.204 kg
Þorskur 4.428 kg
Skarkoli 4.215 kg
Karfi 2.194 kg
Ýsa 1.184 kg
Þykkvalúra 889 kg
Samtals 21.114 kg
20.1.25 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 31.865 kg
Karfi 10.594 kg
Samtals 42.459 kg
20.1.25 Áskell ÞH 48 Botnvarpa
Þorskur 28.858 kg
Karfi 19.379 kg
Ýsa 4.883 kg
Ufsi 1.835 kg
Langa 1.290 kg
Skarkoli 1.208 kg
Steinbítur 415 kg
Blálanga 271 kg
Sandkoli 152 kg
Þykkvalúra 102 kg
Skötuselur 16 kg
Samtals 58.409 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 629,30 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 415,51 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 287,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 279,87 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,68 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 6.817 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 10.334 kg
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Steinbítur 8.204 kg
Þorskur 4.428 kg
Skarkoli 4.215 kg
Karfi 2.194 kg
Ýsa 1.184 kg
Þykkvalúra 889 kg
Samtals 21.114 kg
20.1.25 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 31.865 kg
Karfi 10.594 kg
Samtals 42.459 kg
20.1.25 Áskell ÞH 48 Botnvarpa
Þorskur 28.858 kg
Karfi 19.379 kg
Ýsa 4.883 kg
Ufsi 1.835 kg
Langa 1.290 kg
Skarkoli 1.208 kg
Steinbítur 415 kg
Blálanga 271 kg
Sandkoli 152 kg
Þykkvalúra 102 kg
Skötuselur 16 kg
Samtals 58.409 kg

Skoða allar landanir »