Norsk stjórnvöld hafa borið formleg kennsl á norskan sjómann, sem hvílt hefur í Flateyrarkirkjugarði í rúm 82 ár.
Leiði hans hefur verið merkt sem óþekktur sjómaður og hefur blómsveigur jafnan verið lagður á leiðið á sjómannadaginn.
Maðurinn hét Sigurd Arvid Nilsen og var 23 ára þegar þýskur kafbátur sökkti norska flutningaskipinu DS Fanefjeld við Vestfirði 9. apríl 1942. Nilsen var loftvarnaskytta um borð.
Nilsen var jarðsettur í Flateyrarkirkjugarði 17. apríl 1942. Á leiðinu er trékross með merkingunni óþekktur sjómaður og hefur jafnan verið lagður blómsveigur á leiðið á sjómannadaginn. Norska menningar- og jafnréttisráðuneytið segir að legsteinn með nafni Nilsens verði nú lagður á gröf hans.
Norsk stjórnvöld hafa að undanförnu unnið að því að finna og merkja norskar stríðsgrafir frá síðari heimsstyrjöld. Í tilkynningu, sem norska ráðuneytið sendi frá sér í vikunni, segist það hafa fengið upplýsingar um málið árið 2022 og síðan hafi verið unnið að því að bera kennsl á sjóliðann sem hvílir á Flateyri. Norsk og erlend skjalasöfn hafi verið rannsökuð og meðal annars leitað til Friðþórs Eydal, sem hefur mikið fjallað um sögu Íslands á tímum heimsstyrjaldarinnar.
Raunar var það grein, sem Friðþór skrifaði í blaðið Bæjarins besta í júní árið 2009, sem kom Norðmönnunum á sporið. Þar leiddi hann að því líkur að óþekkkti sjómaðurinn í Flateyrarkirkjugarði væri Sigurd Arvid Nilsen en hann var annar af tveimur loftvarnaskyttum úr norska sjóhernum sem voru um borð í Fanefjeld.
Friðþór sagði við Morgunblaðið að starfsmaður norska ráðuneytisins hefði haft samband við sig á síðasta ári en hann hafði þá heyrt af greininni í Bæjarins besta. Friðþór segist hafa veitt upplýsingar sem síðan voru bornar saman við gögn í norskum skjalasöfnum.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 4.12.24 | 551,11 kr/kg |
Þorskur, slægður | 4.12.24 | 562,27 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 4.12.24 | 369,58 kr/kg |
Ýsa, slægð | 4.12.24 | 334,68 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 4.12.24 | 210,59 kr/kg |
Ufsi, slægður | 4.12.24 | 279,28 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 4.12.24 | 218,38 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 2.12.24 | 20,00 kr/kg |
4.12.24 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.399 kg |
Þorskur | 1.298 kg |
Hlýri | 141 kg |
Steinbítur | 10 kg |
Karfi | 8 kg |
Samtals | 2.856 kg |
4.12.24 Kristinn HU 812 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 5.655 kg |
Þorskur | 4.557 kg |
Hlýri | 35 kg |
Keila | 13 kg |
Karfi | 4 kg |
Samtals | 10.264 kg |
4.12.24 Sæbjörg EA 184 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 3.433 kg |
Þorskur | 755 kg |
Langlúra | 36 kg |
Hlýri | 11 kg |
Ufsi | 5 kg |
Karfi | 1 kg |
Skarkoli | 1 kg |
Samtals | 4.242 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 4.12.24 | 551,11 kr/kg |
Þorskur, slægður | 4.12.24 | 562,27 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 4.12.24 | 369,58 kr/kg |
Ýsa, slægð | 4.12.24 | 334,68 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 4.12.24 | 210,59 kr/kg |
Ufsi, slægður | 4.12.24 | 279,28 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 4.12.24 | 218,38 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 2.12.24 | 20,00 kr/kg |
4.12.24 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.399 kg |
Þorskur | 1.298 kg |
Hlýri | 141 kg |
Steinbítur | 10 kg |
Karfi | 8 kg |
Samtals | 2.856 kg |
4.12.24 Kristinn HU 812 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 5.655 kg |
Þorskur | 4.557 kg |
Hlýri | 35 kg |
Keila | 13 kg |
Karfi | 4 kg |
Samtals | 10.264 kg |
4.12.24 Sæbjörg EA 184 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 3.433 kg |
Þorskur | 755 kg |
Langlúra | 36 kg |
Hlýri | 11 kg |
Ufsi | 5 kg |
Karfi | 1 kg |
Skarkoli | 1 kg |
Samtals | 4.242 kg |