Ljósmyndasamkeppni 200 mílna og Morgunblaðsins

Ljósmyndasamkeppni 200 mílna og Morgunblaðsins

Verðlaun

1. verðlaun
Gjafabréf 50.000 kr. á Sjávargrillinu, birting myndar í sjómannadagsblaði 200 mílna 2. júní

2. verðlaun
Gjafabréf 30.000 kr. á Sjávargrillinu, birting myndar í sjómannadagsblaði 200 mílna 2. júní

3. verðlaun
Gjafabréf 20.000 kr. á Sjávargrillinu, birting myndar í sjómannadagsblaði 200 mílna 2. júní

Reglur og leiðbeiningar

  • Við leitum að fallegum ljósmyndum af sjónum eða við sjóinn, en þemað er sjórinn með breiðri skírskotun.
  • Sendu okkur mynd og þú gætir unnið 50.000 kr. gjafabréf og fengið myndina þína birta í sjómannadagsblaði 200 mílna í ár.
  • Hver þátttakandi má senda inn eins margar myndir og honum hugnast. Engu skiptir hvenær mynd er tekin og heimilt er að senda inn skannaðar myndir.
  • Með þátttöku staðfestir innsendandi að sá hafi óskorðaðan höfundarrétt af innsendu myndefni. Ekki er heimilt að taka þátt með mynd sem búin er til með aðstoð gervigreindar.
  • Heimilt er að breyta myndum og vinna að vild.
  • Áskilinn er réttur til að hafna myndum og einnig að breyta fyrirsögn og myndatexta.
  • Einungis er tekið við myndum í gegnum innsendisíðu.
  • Eftir 27. maí fer dómnefnd yfir allar innsendar myndir og velur þrjár verðlaunamyndir. Birtar verða niðurstöður og samantekt í blaðinu 2. júní.
  • Starfsmönnum Árvakurs ásamt fjölskyldum þeirra er ekki heimiluð þátttaka í keppninni.
  • Keppnin er ætluð áhugaljósmyndurum.
  • Innsendar myndir eru eign höfunda, en mbl.is og Morgunblaðið áskilja sér rétt til að birta þær í tengslum við umfjöllun um keppnina og Sjómannadaginn 2024.