Fær þig til að segja „jííhaa“

Hestöflin 200 í þessum skemmtilega bíl skila sér vel til …
Hestöflin 200 í þessum skemmtilega bíl skila sér vel til afturdekkjanna þrátt fyrir sjálfskiptingu. Gaman er að spretta úr spori, t.d. á akstursbrautinni í hrauninu sunnan við Hafnarfjörð. mbl.is/Tryggvi Þormóðsson

Árið 1965 kom fram á sjón­ar­sviðið sport­bíll frá Toyota sem bar nafnið 2000GT, sem var aft­ur­hjóla­drif­inn með tveggja lítra bens­ín­vél. Sá bíll var í fram­leiðslu frá 1967-1970 í sam­starfi við Yamaha mótor­hjóla­fram­leiðand­ann.

Næst­um hálfri öld seinna hef­ur Toyota end­ur­tekið leik­inn, að þessu sinni í sam­starfi við Su­baru og býður aft­ur tveggja lítra bíl með aft­ur­hjóla­drifi. Að þessu sinni kall­ast bíll­inn GT86 en bor­un og slag­lengd vél­ar­inn­ar er ein­mitt 86 sinn­um 86 mm.

Ný­lega lenti þessi bíll í öðru sæti á vali á bíl árs­ins í Evr­ópu, en það er mjög óvana­legt að sport­bíll nái svona langt í vali sem þessu. Það er hins veg­ar skilj­an­legra að hann hafi verið val­inn bíll árs­ins hjá Top Gear og er bíll­inn í miklu upp­á­haldi hjá stjórn­anda þátt­anna, Jeremy Cl­ark­son.

Und­ir­ritaður hafði ekki prófað þenn­an bíl áður og gat því ekki beðið boðanna þegar hon­um bauðst að fá sjálf­skipt­an GT86 í reynsluakst­ur, en áður hafði Morg­un­blaðið reynslu­ekið hon­um í bein­skiptri út­gáfu á Spáni í fyrra.

Ekki einu sinni barn­væn aft­ur­sæti

Það var vott­ur af vori í lofti þegar kynn­ing­ar­stjóri Toyota á Íslandi af­henti und­ir­rituðum bíl­inn. Framund­an var heil helgi með góðri veður­spá og eyðum í dag­bók­inni sem skyldu verða notaðar til hins ýtr­asta. Þegar sest er í fyrsta skipti inn í bíl­inn kom aðeins á óvart að sjá hversu ein­föld og hrá inn­rétt­ing bíls­ins er. Efn­is­val er í ódýr­ari kant­in­um og gam­aldags sta­f­ræn­ar töl­ur með rauðum glampa taka á móti manni.

Fljótt verður maður þess þó áskynja að ein­föld inn­rétt­ing­in er ein­mitt það sem hent­ar þess­um bíl, inn­rétt­ing sem hækk­ar ekki verð bíls­ins upp úr öllu og rugl­ar ekki upp­lif­un öku­manns­ins af akstr­in­um. Sæt­in eru sér­stak­lega sport­leg og nán­ast eins og körfu­stól­ar. Áset­an er mjög lág svo maður fær á til­finn­ing­una að setið sé ofan í göt­unni og þess vegna er það ekki fyr­ir hvern sem er að koma sér fyr­ir í þess­um bíl svo að vel sé.

Að því sögðu er nán­ast ómögu­legt fyr­ir öku­mann að koma sér fyr­ir í aft­ur­sæt­inu. Aðgengi þangað er þröngt og fótapláss svo lítið að inn­stig verður að einskon­ar jógaæf­ingu. Tíu ára göm­ul dótt­ir mín fékk að reyna aft­ur­sæt­in einu sinni og þurfti að sitja á hækj­um þótt að fram­sæti væru færð fram­ar. Þess vegna skýt­ur skökku við að sjá nokkuð rúm­gott far­ang­urs­rými fyr­ir aft­an þessi svo­kölluðu aft­ur­sæti.

Gott út­sýni kem­ur á óvart

Það fyrsta sem maður tek­ur eft­ir þegar farið er að aka bíln­um er gott út­sýni en það er harla óvenju­legt í þess­um flokki bíla. Meira að segja út­sýni aft­ur er betra en í mörg­um fjöl­skyldu­bíln­um. Ná­lægt gír­skipt­ing­unni eru takk­ar sem slökkva á spól­vörn­inni í stig­um og stilla skipt­ing­una yfir á sport. Þar sem reynsluakst­urs­bíll­inn er sjálf­skipt­ur á maður von á að tals­vert þurfi til að losa bíl­inn að aft­an­verðu, með öðrum orðum að hann fari að spóla. Ósjálfrátt leita því fing­ur öku­manns þangað og eft­ir smá­stund loga ljós í mæla­borði sem vara mann við að spól- og skrikvörn séu nú báðar óvirk­ar.

Und­ir­ritaður hef­ur aðgang að svæði sem leyf­ir smá leik­ara­skap og í fyrstu til­raun fer bíll­inn í gott hliðarskrið og þurfti ekki mikið til. Þar hef­ur létt­leiki bíls­ins ef­laust mikið að segja og boxer-vél­in gef­ur gott afl til­tölu­lega lágt niðri á snún­ings­sviðinu. Stýrið er mjög virkt og þarf ekki að snúa því mikið til að leggja vel á dekk­in. Þessi sam­setn­ing ger­ir þenn­an bíl að hrein­ræktuðu leik­tæki, punkt­ur. Þetta er bíll­inn sem fær þig til að segja jííí­haaa!

Maður get­ur rétt ímyndað sér að með bein­skipt­ingu muni bíl­stjór­inn end­an­lega ganga í barn­dóm. Kannski lýs­ir það bíln­um vel hvað skrikvörn­in er virk þegar kveikt hef­ur verið á henni aft­ur. Ekki þarf mikið til að hún komi inn í beygju, kannski bara það að tekið er aðeins of snöggt í stýrið. Bíll­inn hrein­lega veit það sjálf­ur hversu kvik­ur hann er.

Gæðing­ur á gæðings­verði

En hvar er nota­gildið í bíl sem þess­um? Ekki er hann fjöl­skyldu­vænn, svo mikið er víst. Nota­gildi hans er meira eins og mótor­hjóls, pláss fyr­ir tvo ásamt létt­um far­angri og sól­skins­brosi. Gæðing­ur eins og þessi þarf stað til að hleypa á skeið og því miður er ekki mikið um braut­ir sem bjóða upp á slíkt hér­lend­is, því miður. Inn­an­bæjar er viss­ara að hafa spól­vörn­ina á til að gleyma sér ekki í gleðinni því það er ekki langt í gang­stétt­ar­kant­ana, sem kysst­ir voru alla­vega einu sinni meðan á reynsluakstr­in­um stóð. Þrátt fyr­ir aðfinnsl­ur um aft­ur­sæti er fátt slæmt sem hægt er að segja um þenn­an bíl.

Það er einna helst verðið sem maður hvá­ir yfir, 8.370.000 kr. er vel í lagt fyr­ir bíl sem er ekk­ert meira bú­inn en hver ann­ar bíll með jafn­stórri vél. Þegar horft er til þeirr­ar staðreynd­ar að þessi bíll kost­ar rétt um þrjár millj­ón­ir í Banda­ríkj­un­um er niðurstaðan sú að verðmiðinn er aðeins of hár. Meira að segja grunn­gerðir Ford Mu­stang og Chevr­olet Camaro eru á sam­keppn­is­hæfu verði hér­lend­is en það eru bíl­ar sem eru bæði stærri og öfl­ugri en þessi.

njall@mbl.is

Innréttingin er lágstemmd.
Inn­rétt­ing­in er lág­stemmd.
GT86 er algjört leiktæki og fljótur í hliðarskrið ef slökkt …
GT86 er al­gjört leik­tæki og fljót­ur í hliðarskrið ef slökkt er á skrikvörn­inni, sem er hluti af staðal­búnaði bíls­ins. mbl.is/​Tryggvi Þormóðsson
Tveggja lítra vél án forþjöppu. Er frá Subaru, innspýtingin frá …
Tveggja lítra vél án forþjöppu. Er frá Su­baru, inn­spýt­ing­in frá Toyota.
Eins og sjá má er ekki mikið fótapláss fyrir tíu …
Eins og sjá má er ekki mikið fótapláss fyr­ir tíu ára stúlku í aft­ur­sæt­um.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Bílar »