Eftirtektarverður sportjeppi

Þeir sem halda að Range Rover Evouqe sé bara malbiksjeppi …
Þeir sem halda að Range Rover Evouqe sé bara malbiksjeppi eru á villigötum, því þessi bíll er svo miklu meira og stendur algjörlega fyrir sínu. t.d. í utanbæjarakstri.

Range Rover Evouqe hef­ur verið á markaði síðan 2011 og kom til Íslands í fyrra, þar sem hann komst meðal ann­ars í úr­slit í vali á bíl árs­ins. Morg­un­blaðið reynsluók bíln­um þá en ekki hef­ur verið fjallað um hann á síðum blaðsins svo að nú er bætt úr því.

Evouqe bygg­ist á hug­mynda­bíl frá Land Rover sem kallaðist LRX og sást fyrst á NAI­AS-bíla­sýn­ing­unni í Banda­ríkj­un­um 2008.

Marg­ir hafa sagt þenn­an bíl vera fína út­gáfu af Freeland­er en það sanna í því er að grunn­ur hans bygg­ist á Ford EUCD-und­ir­vagn­in­um sem meðal ann­ars var notaður fyr­ir Freeland­er 2. Meira en 90% af bíln­um voru hins veg­ar teiknuð og smíðuð upp á nýtt og í raun og veru á hann mikið sam­eig­in­legt með stærri gerðum Ran­ger Rover.

Ekki bara mal­bik­sjeppi

Það gætu marg­ir haldið að þetta sé al­gjör mal­bik­sjeppi en það er langt frá því. Eins og í öll­um jepp­um frá Land Rover er fjöðrun­in aðals­merki þess­ara bíla og Range Rover Evouqe er eng­in und­an­tekn­ing frá því, kem­ur á loft­púðafjöðrun eins og aðrir Range Rover-jepp­ar. Með því að stilla Terrain Respon­se-takk­ann á það akst­ursum­hverfi sem ekið er í fæst besta mögu­lega fjöðrun og sam­spil vél­ar og driflínu, ásamt inn­spili skrik- og spólvarn­ar eft­ir þörf­um. Þetta bæt­ir drifgetu bíls­ins nokkuð en venju­lega skipt­ir hann afl­inu meira til fram- en aft­ur­hjóla. Ekki skemm­ir held­ur fyr­ir að dekk­in eru mjög ut­ar­lega svo að að- og frá­horn hans er vel viðun­andi fyr­ir jepp­ling. Aðfalls­horn er 25° og frá­falls­hornið 33° og veg­hæðin 215 mm sem er það besta í flokkn­um. Eins og áður sagði er það samt fjöðrun­in sem er aðals­merkið og það er hrein unun að keyra bíl eins og þenn­an á mal­ar­vegi.

Eyðslu­frek­ur

Reynsluakst­urs­bíll­inn var bú­inn 190 hestafla, 2,2 lítra dísil­vél en hann er einnig fá­an­leg­ur með 237 hestafla, tveggja lítra bens­ín­vél frá Ford. Ástæðan fyr­ir vali minni véla eins og þess­ara var sú að halda átti meng­un niðri, enda er meng­un­ar­gildi hans með minnstu dísil­vél­inni aðeins 133 g/​km. Ekki hef­ur þó gengið eins vel að halda eyðslunni niðri því að þrátt fyr­ir upp­gefna 6,5 lítra meðaleyðslu sýndi akst­urstölva 11,6 lítra meðaleyðlu í mjög svo blöndu­um akstri.

Við hönn­un bíls­ins var not­ast við létt­ari efni eins og ál í vél­ar­hlíf og þak ásamt plastefni í aft­ur­hlera til að halda þyngd­inni niðri.

Eig­in þyngd bíls­ins er aðeins 1.685 kíló sem er 100 kíló­um minna en í Freeland­er. Það finnst því vel í akstri að hér er um sann­kallaðan sportjepp­ling að ræða, því hann ligg­ur vel á sinni loft­púðafjöðrun og hef­ur ekki þann leiða áv­ana sem ein­kenn­ir oft stóra sportjeppa að und­ir­stýra út úr beygj­um vegna þyngd­ar sinn­ar.

Þetta er líka svo­kallaður ein­rým­is­bíll sem þýðir að hann er byggður í einu lagi en ekki með yf­ir­bygg­ingu ofan á grind sem ger­ir hann stífari og þar af leiðandi betri í akstri á mal­biki. Vél­arn­ar eru hins veg­ar í minni kant­in­um fyr­ir bíl af þessu kali­beri og gam­an væri nú að sjá hann með V6-vél í framtíðinni,

Sér­stök sjálf­skipt­ing

Þegar sest er inn í tæki eins og þetta tek­ur smá­stund að átta sig á öll­um þeim fíd­us­um sem þessi bíll hef­ur upp á að bjóða, svo ekki sé talað um sum sér­visku­leg atriði í hönn­un inn­an­rým­is hans. Sem dæmi má nefna snún­ingstakka fyr­ir val á gír­um, sem kem­ur upp úr miðju­stokkn­um þegar bíll­inn er ræst­ur. Það er reynd­ar þægi­legt að nota hana þegar maður er orðinn van­ur því en mis­mun­andi gerðir skipt­inga í sjálf­skipt­um bíl­um eru haus­verk­ur bíla­blaðamanna núorðið. Þetta er al­geng­ast í jepp­um og jepp­ling­um eins og þess­um og því ekki laust við að maður óski eft­ir hef­bundn­ari út­færslu.

Einn af hönnuðum inn­an­rým­is­ins var of­urkryddið Victoria Beckham sem meðal ann­ars skoðaði skút­ur og einkaþotur við val á efn­um. Próf­un­ar­bíll­inn var bú­inn sér­stök­um sport­sæt­um sem satt best að segja voru frek­ar óþægi­leg og henta ör­ugg­lega ekki öll­um. Maður var hins veg­ar fljót­ur að gleyma því þegar kveikt var á 825 vatta Mer­idi­an-hljóm­kerf­inu sem var sér­hannað í þenn­an bíl. Það kerfi er al­gjör­lega laust við bjög­un eins og und­ir­ritaður reyndi með lög­um eins og Not­hing Else Matters með Metallica.

Tvíbent út­sýni

Þegar hliðarsvip­ur Evouqe er skoðaður sést fljótt að tvær lín­ur eru áber­andi sem eru aft­ur­mjókk­andi þak- og axl­ar­lín­ur sem mæt­ast ekki langt fyr­ir aft­an bíl­inn. Þetta ger­ir það að verk­um að út­sýni er tak­markað og þá sér­stak­lega út um aft­ur­rúðu. Reynt er að bæta fyr­ir það með bakk­mynda­vél, ná­lægðarskynj­ur­um all­an hring­inn og stór­um hliðarspegl­um. Hliðarspegl­ar­ir eru reynd­ar al­veg sér­lega góðir og hátíð að sjá spegla sem gefa jafn gott út­sýni eins og þessa á bíl nú til dags. Inn­stig í öll fjög­ur sæt­in er þægi­legt enda bíll­inn í al­veg mátu­legri hæð og meira að segja átti yngsti fjöl­skyldumeðlim­ur­inn ekki í vand­ræðum með að klifra sjálf­ur upp í barna­bíl­stól­inn.

Far­ang­urs­rýmið er ekki stórt en er hins veg­ar not­anda­vænt og sér­lega aðgengi­legt. Grunn­verð Evouqe er 8.770.000 kr. og helsti keppi­naut­ur hans kem­ur frá sama umboði, en það er BMW X6. Ódýr­asta út­færsla hans kost­ar 11.990.000 kr. en dýr­ari út­færsl­ur eru sam­bæri­legri í verði. Dynamic-bíll­inn sem við prófuðum kost­ar 14,3 millj. kr. en M-Sport út­færsla X6 byrj­ar í um 14,2 millj. kr.

njall@mbl.is

Kost­ir:Fjöðrun, hljóm­tæki, hliðarspegl­ar

Gall­ar: Eyðsla, sport­sæti, út­sýni aft­ur um rúður

Díóðuljós í dagljósabúnaði gefa Evouqe ákveðinn og sterkan svip.
Díóðuljós í dag­ljósa­búnaði gefa Evouqe ákveðinn og sterk­an svip.
Stórir hliðarspeglar bæta upp annars slæmt útsýni aftur með bílnum.
Stór­ir hliðarspegl­ar bæta upp ann­ars slæmt út­sýni aft­ur með bíln­um.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Bílar »