Bílafloti landsins fríkkar og fjölbreytni eykst

Quattroporte tók sig óneitanlega vel út á Arnarstapa á Snæfellsnesi …
Quattroporte tók sig óneitanlega vel út á Arnarstapa á Snæfellsnesi í blíðviðri haustsins. mbl.is/Malín Brand

Það gleður sann­ar­lega glöggt auga bí­launn­and­ans að sjá ít­alska eðal-vagna á borð við Ferr­ari og Maserati í um­ferðinni hér á landi.

Ný­verið hafa báðar þess­ar teg­und­ir verið flutt­ar inn og var fjallað um Ferr­ari 599GTB í bíla­blaði Morg­un­blaðsins 23. sept­em­ber og nú er komið að næsta ít­alska fákn­um en það er spánnýr Maserati Quattroporte í áhuga­verðri dísilút­færslu. Dísil­bíll­inn er um­hverf­i­s­vænni en all­ar aðrar út­færsl­ur Quattroporte sem ætti að gleðja móður Jörð.

Sjötta kyn­slóð Quattroporte, hönnuð af Lor­enzo Ramaciotti, var kynnt á bíla­sýn­ing­unni í Detroit í janú­ar á síðasta ári en fyrsta kyn­slóð bíls­ins kom á markað fyr­ir góðum fimm­tíu árum, árið 1963. Fyr­ir þá sem ekki hafa lagt ít­ölsk­una fyr­ir sig þá stend­ur Quattroporte í raun­inni fyr­ir fjór­ar dyr.

Sport í dísilút­gáf­unni

Marg­ur kann að spyrja hvort sporteig­in­leik­ar bíls­ins hverfi í dísilút­færsl­unni og hvort svona bíll eigi yf­ir­höfuð að vera fá­an­leg­ur í slíkri út­færslu. Svör­in við þessu eru nei og já. Þ.e. nei, sporteig­in­leik­arn­ir halda sér prýðilega og vinnsl­an er með ein­dæm­um góð, og já, dísilút­gáfa er góð hug­mynd hjá fram­leiðand­an­um. Af hverju? Jú, þar er kom­inn lúx­us­bíll þar sem ekk­ert er til sparað í búnaði, hann er að vísu 1,3 sek­únd­um leng­ur úr kyrr­stöðu í 100 km hraða en Quattroporte S (sem er með 3 l. V6-bens­ín­vél) en meng­ar mun minna og eyðslu­töl­urn­ar eru gjör­ólík­ar. Verðið á bíl­un­um tveim­ur er þó mjög svipað. Það er best að halda hinum 510 hestafla Quattroporte GTS fyr­ir utan þenn­an sam­an­b­urð þar sem það tæki er tölu­vert frá­brugðið þess­um tveim­ur. Ánægju­legt er að geta sagt að fram­leiðand­inn gæt­ir þess að hafa bíl­ana alla hrika­lega vel út­búna og all­ar út­gáf­ur því fágaðar og „el­eg­ant“. Fram­leiðand­inn áætl­ar að dísil­bíll­inn verði fyr­ir val­inu hjá um 10% kaup­enda og kem­ur þar til móts við þá sem ferðast lang­ar vega­lengd­ir og vilja ekki verja öll­um pen­ing­un­um í eldsneyti.

Það er ótrú­lega ljúft að aka þess­um bíl og í sport-still­ing­unni kem­ur annað hljóð í strokk­inn, fjöðrun­in verður dá­sam­lega stíf, þó ekki svo mjög að maður þurfi að brúka heita bakstra að akstri lokn­um. Ítal­irn­ir vita al­veg hvað þeir eru að gera.

Bíll­inn er bú­inn því sem nefn­ist „Acti­ve Sound“ og er rafall við enda pústs­ins sem fram­leiðir fantafínt V8-hljóð sem berst í farþega­rýmið. Mér þótti þetta skemmti­legt og hljóðið fal­legt en fann samt að ég var aðeins að leika á sjálfa mig þar sem ég veit að vél­in sjálf gef­ur ekki hljóðið frá sér eins og hún myndi gera í hinum V8 Gran Turis­mo eða svipuðum fjöl­skyldumeðlim. En hvað sem öðru líður kem­ur hljóðið bíl­stjór­an­um alla vega í gott skap!

Ein­stök hönn­un

Quattroporte stend­ur ekki bara fyr­ir fernra dyra öku­tæki held­ur rétt eins og aðrir Maserati fyr­ir gæði og „karakt­er“ bíls sem hef­ur til að bera ein­staka akst­ur­seig­in­leika. Áður en farið verður nán­ar í akst­ur­seig­in­leik­ana er rétt að rýna í hönn­un­ina. Þó svo að hönn­un­ar­hlið bíla­fram­leiðslu sé ekki mín sterk­asta hlið get ég vissu­lega vitnað um það sem ég sá í þess­um bíl og ber fyrst að nefna af­skap­lega fágaðan stíl sem trufl­ar augað ekki neitt með millj­ón smá­atriðum, eins og stund­um ger­ist þegar lúxusöku­tæki eru ann­ars veg­ar. Hönnuður­inn Lor­enzo Ramaciotti hef­ur séð til þess að upp­lif­un­in af að sitja í Quattroporte er eins og að setj­ast inn í veru­lega fína og vel skipu­lagða stofu. Mann lang­ar meira að segja að fara úr skón­um áður en inn er stigið!

Leðrið er und­ur­mjúkt á þægi­leg­um sæt­un­um og viður­inn í mæla­borðinu er vel pússaður og maður freist­ast til að klappa hon­um aðeins. Miðju­stokk­ur­inn er sömu­leiðis úr við og er ljóm­andi fínn snerti­skjár á sín­um stað og þar fer nú allt það helsta fram.

Það sem kom einna helst á óvart við hönn­un­ina var hversu rúm­góður Quattroporte er. Hann er flenni­stór og eru aft­ur­sæt­in engu síðri en fram­sæt­in hvað þæg­indi varðar. Ætli ég geti ekki sagt með góðri sam­visku að þetta sé einn af fáum bíl­um sem ég get hugsað mér að vera farþegi aft­ur í. Þar má án nokk­urra vand­ræða koma þrem­ur stæðileg­um full­orðnum mann­eskj­um fyr­ir og þær ættu líka að kom­ast út aft­ur hjálp­ar­laust. Far­ang­urs­rýmið er flenni­stórt og ætti hik­laust að geta gleypt nokk­ur golf­sett.

Síðast en ekki síst er bíll­inn mikið fyr­ir augað hvort held­ur sem er að utan, inn­an, fram­an eða aft­an. Svona bíll verður aldrei ljót­ur. Það get­ur bara ekki verið!

Af­köst og vinnsla

Stiklað var á stóru hér að fram­an um hvernig er að aka bíln­um. Rétt er að geta þess að fram­leiðand­inn er einkar stolt­ur af af­kasta­mik­illi dísil­vél­inni og hann má sann­ar­lega vera það. Einu skipt­in sem maður man eft­ir að þetta er dísil­bíll er að morgni kalds dags þegar vél­in er ræst. Hann er fljót­ur að klára dísil­hljóðið, kannski mín­útu í mesta lagi í kuld­an­um. Síðan mal­ar hann ljúf­lega eins og kett­ling­ur. Snögg­ur er hann. 6,4 sek­únd­ur í hundraðið er prýðilegt fyr­ir stór­an dísil­bíl og þarf rétt að snerta gjöf­ina til að finna snögg viðbrögð vél­ar­inn­ar. Togið er með ein­dæm­um gott eða 600Nm við um 2300 snún­inga. Hann er þýður og lip­ur í stýri og veg­hljóðið er af­skap­lega lágt, sem er eins gott því græj­urn­ar eru svo góðar að maður vill njóta þeirra til fulls.

Sam­keppni á markaði

Þó svo að ein­ung­is einn Quattroporte sé til hér á landi og hann eigi sér ekk­ert sér­stak­an umboðsaðila er rétt að skoða hvaða bíla hann kepp­ir við á evr­ópsk­um bíla­markaði. Þar ber fyrst að nefna Mercedes-Benz S-Class. Nú hef­ur und­ir­rituð aldrei prófað þann bíl og þá er best að segja sem fæst. Þó virðist er­lend­um bíla­blaðamönn­um bera sam­an um að hann sé vel í stakk bú­inn til að keppa við Quattroporte dísil. Sömu sögu er að segja af Jag­ú­ar XJ sem þykir verðugur keppi­naut­ur af sport­legu gerðinni. Gam­an væri að sjá þann keppi­naut bæt­ast við úr­val fal­legra evr­ópskra bíla sem aka eft­ir göt­um lands­ins, öku­mönn­um til ánægju og yndis­auka.

mal­in@mbl.is

Maserati Quattroporte er rennilegur að sjá og ekki spillir hversu …
Maserati Quattroporte er renni­leg­ur að sjá og ekki spill­ir hversu ánægju­legt er að aka hon­um. Eyðslu­töl­urn­ar komu skemmti­lega á óvart.
Maserati stingur skemmtilega í stúf í íslensku landslagi.
Maserati sting­ur skemmti­lega í stúf í ís­lensku lands­lagi. mbl.is/​Malín Brand
Maserati leggur mikið upp úr að gæðin séu eins og …
Maserati legg­ur mikið upp úr að gæðin séu eins og best verður á kosið í öll­um út­færsl­um bíl­anna. mbl.is/​Malín Brand
Aftursætin í Maserati Quattroporte.
Aft­ur­sæt­in í Maserati Quattroporte.
Yfirbragðið er fágað og engu ofaukið í innréttingunni.
Yf­ir­bragðið er fágað og engu ofaukið í inn­rétt­ing­unni.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Bílar »