Ítalska fegurðardrottningin

Maserati Ghibli er svo fallegur bíll að auðvelt er að …
Maserati Ghibli er svo fallegur bíll að auðvelt er að fyrirgefa smávægilega galla.

Það skipt­ir mig miklu máli þegar ég reynslu­ek fal­leg­um bíl að at­huga hvort hann stenst „glápu­prófið“. Veit­ir fólk bíln­um at­hygli úti á götu eða fell­ur hann inn í fjöld­ann?

En í London, þar sem ég fékk Maserati Ghi­bli að láni, var mér vandi á hönd­um því Lund­úna­bú­ar eru í meira lagi ofdekraðir þegar kem­ur að fal­leg­um og dýr­um bíl­um. Í fínni hverf­un­um virðist eins og í öðru hverju bíla­stæði sé Bentley, Rolls eða Ast­on Mart­in, og dug­ar eig­in­lega ekk­ert minna en millj­ón doll­ara ít­alsk­ur of­ur­sport­bíll ef á að fá gang­andi veg­far­end­ur til að staldra við, gapa og draga fram snjallsím­ann.

Það gladdi mig því af­skap­lega mikið, eft­ir nær gláp­laus­an akst­ur um borg­ina dag­inn á und­an, þegar ég var að gera mig til­bú­inn til að leggja af stað í bíltúr á Ghi­bl­í­in­um og öldruð kona sem átti leið hjá vatt sér upp að mér og sagði sís­vona: „That‘s a rat­her posh car.“

Ómót­stæðileg­ur þokki

Og það var al­veg rétt hjá þeirri gömlu. Maserati Ghi­bli, „litli“ fólks­bíl­inn frá ít­alska sport­bíla­fram­leiðand­an­um, er al­veg sér­stak­lega fag­ur. Hann er af svipaðri stærð og á svipuðu verðbili og Audi A7, 6-týp­an hjá BMW og Mercedes-Benz CLS en sá fal­leg­asti í hópn­um. Ával­ar lín­urn­ar eru ómót­stæðileg­ar og sport­leg­ar og hlut­föll­in minna á villi­dýr sem er við það að stökkva á bráð sína.

Dag­ana sem ég fékk Ghi­bl­í­inn að láni stóð ég mig margoft að því að fara út að glugg­an­um á íbúðinni minni og líta á þenn­an rauða dreka úti á bíla­stæðinu, og segja upp­hátt við sjálf­an mig: „Mikið svaka­lega er þetta huggu­leg­ur bíll.“

Magnifico, eins og þeir segja suður í Bologna.

Líkt og Levan­te-sportjepp­inn sem ég fékk að prufa úti á Ítal­íu fyrr í vet­ur var láns­bíll­inn í London með dísel­vél. Og rétt eins og dísel-Levan­te er búið að beita tækni­brell­um til að fram­kalla ekta Maserati-vél­ar­hljóð úr púströr­inu á Ghi­bl­í­in­um. Viðbragðið og hljóðið er þannig að þarf næm­ar tær og næm eyru til að finna ein­hvern mun á þess­um lipra dísel­mótor og hefðbund­inni bens­ín­vél.

Og líkt og Levan­te þá er Maserati Ghi­bli bíll sem ég hefði ekk­ert á móti því að eiga. Hann hef­ur út­litið með sér, prýðilega akst­ur­seig­in­leika, er á viðráðan­legu verði og hef­ur það um­fram aðra lúx­us­bíla í sama flokki að vera til­tölu­lega fá­gæt­ur.

Ítölsk sér­kenni

Þar með er ekki sagt að Ghi­bli sé galla­laus bíl. En eins og með ít­alsk­ar feg­urðar­dís­ir þá fyr­ir­gef­ur maður dynt­ina. Ég átti t.d. í smá vand­ræðum með að hitta á rétta punkt­inn á gír­skipt­ing­unni þegar þurfti að setja í bakk­gír og stýrið á prufu­bíln­um togaði ögn til vinstri. Hönnuðir Ghi­bli virðast líka hafa haft lág­vaxn­ari menn en mig í huga því þó að nóg væri rýmið fyr­ir lapp­irn­ar og koll­inn þá virt­ist ég ekki geta stillt stýri og sæti al­veg eins og ég vildi hafa það. Þegar ég stakk USB-lykl­in­um með tón­list­arsafn­inu mínu í sam­band við Harm­an Kar­don hljóm­tæk­in var hljóðið ágætt en ekki slá­andi, og bíll­inn fyr­ir­gef­ur ekki fólki eins og mér sem hef­ur tamið sér þann ósið að bremsa með vinstri fæt­in­um og láta stund­um litlutána loða aðeins of lengi á bremsupedal­ann þegar gefið er í.

En þetta eru allt smá­atriði og eins og í öll­um góðum hjóna­bönd­um þá lær­ir maður að elska gall­ana, og gleym­ir þeim al­veg þegar komið er út á hraðbraut­irn­ar, gervi­drun­urn­ar óma úr vél­inni, lands­lagið þýtur fram­hjá og lík­am­inn sekk­ur ofan í mjúk og út­saumuð leður­sæt­in.

Sennilega er Maserati Ghibli fallegasti bíllinn í sínum stærðarflokki.
Senni­lega er Maserati Ghi­bli fal­leg­asti bíll­inn í sín­um stærðarflokki. Ljós­mynd­ir/Á​sgeir Ingvars­so
Stæltur afturhlutinn gerir Maserati Ghibli að mjög vígalegum bíl, og …
Stælt­ur aft­ur­hlut­inn ger­ir Maserati Ghi­bli að mjög víga­leg­um bíl, og hann vant­ar al­deil­is ekki glæsi­leik­ann.
Á sport-stillingu framkalla hátalarar alvöru Maserati hljóð. Hljómurinn er fagur …
Á sport-still­ingu fram­kalla hátal­ar­ar al­vöru Maserati hljóð. Hljóm­ur­inn er fag­ur þó hann sé óekta.
Bakpoki í handfarangursstærð í 500 lítra skottinu.
Bak­poki í hand­far­ang­urs­stærð í 500 lítra skott­inu.
Þó hann mætti kosta minna er Maserati Ghibli ekki eins …
Þó hann mætti kosta minna er Maserati Ghi­bli ekki eins dýr og fólk kannski ímynd­ar sér. Ljós­mynd­ir/Á​sgeir Ingvars­son
Að skipta í bakkgír kallaði á vissa nákvæmni.
Að skipta í bakk­gír kallaði á vissa ná­kvæmni.
Vélin skilar feykinógu afli þó Ghibli sé ekki algjört óargadýr.
Vél­in skil­ar feykinógu afli þó Ghi­bli sé ekki al­gjört óarga­dýr.
Vel fer um ökumann en aftursætin eru ekki fyrir leggjalanga.
Vel fer um öku­mann en aft­ur­sæt­in eru ekki fyr­ir leggja­langa.
Allt umhverfi ökumanns er sportlegt og notendavænt.
Allt um­hverfi öku­manns er sport­legt og not­enda­vænt.
Á sport-stillingu framkalla hátalarar alvöru Maserati hljóð.
Á sport-still­ingu fram­kalla hátal­ar­ar al­vöru Maserati hljóð.
Línur Maserati Ghibli eru ávalar.
Lín­ur Maserati Ghi­bli eru ával­ar.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Bílar »