Toyota stígur stórt en nær ósýnilegt skref

RAV4 samsvarar sér vel og afturendi, ljósabúnaður og skott eru …
RAV4 samsvarar sér vel og afturendi, ljósabúnaður og skott eru sportleg eins og annað ytra byrði bílsins.

Ef ekki væri fyr­ir „bens­ín­lok“ á hvorri hlið bíls­ins og nokkuð smá­gerða merk­ingu aft­an við frambrett­in er ósenni­legt að fólk kveikti á per­unni með hversu mik­il tíma­mót nýj­asti RAV-4-bíll­inn frá Toyota boðar.

Vissu­lega fylgja nýj­um bíl nokkr­ar út­lits­breyt­ing­ar, það er þekkt breyta en upp­færsla á fram­ljós­um, ei­lítið öðru­vísi grill, bret­ta­kant­ar í há­glans og nýj­ar ál­felg­ur eru ekk­ert sem gæti und­ir­strikað rétti­lega hvað þarna er á ferðinni.

Toyota var farið að huga að sam­spili raf­mótora og sprengi­hreyf­ils langt á und­an öðrum. Þegar fyr­ir­tækið setti Prius á markað árið 1997 og kynnti tvinn-tækn­ina fyr­ir mögu­leg­um kaup­end­um ráku flest­ir upp stór augu. Bíll­inn virkaði á suma eins og smá­gert geim­skip og enn und­ar­legra þótti mörg­um að láta sér detta í hug að bíll­inn gæti af sjálfs­dáðum hlaðið inn á sig raf­magni sem síðan myndi nýt­ast til að knýja hann áfram. Hinir van­trúuðu sögðust ekki ætla að láta glepj­ast af slíkri „ei­lífðar­vél“.

Jap­an­ir hnykla vöðvana

En Toyota lét úr­töluradd­irn­ar ekki á sig fá. Frá því bíll­inn kom fyrst á markað hafa selst yfir sex millj­ón­ir ein­taka af hon­um og í átta ár hef­ur fyr­ir­tækið einnig boðið upp á hann í tengil-tvinnút­færslu. En þrátt fyr­ir vinæld­ir Prius hef­ur bíll­inn aldrei orðið sá risi á markaðnum og við á um marga aðra bíla úr sömu smiðju.

Nú bregður hins veg­ar svo við að Toyota hnykl­ar vöðvana á heims­markaðnum. Það ger­ir fyr­ir­tækið með RAV4, sem breytti markaðnum á sín­um tíma og kom minni sportjepp­um á kortið, bíl­um sem sam­eina kosti fólks­bíls­ins og jepp­ans. Brúa bilið þar á milli með óræðum hætti. RAV4 hef­ur um all­langt skeið verið til í tvinnút­færslu, en bíll­inn, sem hef­ur selst í yfir 10 millj­ón­um ein­taka frá upp­hafi, er nú í fyrsta sinn boðinn með ten­gilt­vinn­vél. Skrefið er mik­il­vægt fyr­ir Toyota en markaðinn einnig. Bæði vegna slag­krafts­ins sem býr í hinni smurðu markaðsvél Toyota, tryggs kaup­enda­hóps sem ekki leit­ar á önn­ur mið – og þeirr­ar staðreynd­ar að hönnuðum og verk­fræðing­um fyr­ir­tæk­is­ins hef­ur enn einu sinni tek­ist að smíða bíl sem er ein­fald­lega „með þetta“.

Nær allt er á yf­ir­borðinu eins

Þegar sest er upp í bíl­inn kem­ur ekki nokk­ur hlut­ur spánskt fyr­ir sjón­ir og sá sem eitt sinn hef­ur ekið RAV4 gæti lagt af stað án þess að þurfa að hugsa sig um eitt and­ar­tak. Og sé bíll­inn hlaðinn fer hann af stað, rétt eins og tvinn­bíll­inn í góðu ástandi, hljóðlát­ur og mjúk­ur. En hann get­ur auðveld­lega „þagað“ með þess­um hætti næstu 50 kíló­metr­ana eða svo (Toyota seg­ir meira en 65 km en það á við um óvenju­leg­ar aðstæður og fólk sem aldrei gef­ur al­menni­lega inn).

Og öku­menn geta auðveld­lega leikið sér með still­ing­ar bíls­ins, ekið á hreinu raf­magni meðan 18 kWh raf­hlaðan hef­ur bol­magn til, ekið í blönduðum raf­magns- og bens­ínakstri (hybrid) eða látið bíl­inn bein­lín­is hlaða inn á raf­hlöðuna án þess að taka þaðan nokkuð út. Slík still­ing mun ekki hafa mikið nota­gildi hér á landi en nýt­ist sann­ar­lega í lönd­um þar sem til­tekn­ir borg­ar­hlut­ar eru lokaðir öll­um nema þeim bíl­um sem geta ekið á raf­magn­inu einu sam­an. Still­ing­arn­ar sem nýt­ast hér heima eru hins veg­ar skemmti­leg­ar, m.a. þegar bíll­inn er stillt­ur á raf­magn og sport. Þá er hann nokkuð þétt­ur og kvik­ur og sver sig þá að ein­hverju leyti – en að sjálf­sögðu ekki öllu – í ætt við raf­bíl­ana sem í dag trylla lýðinn hvað mest.

Tvinn­ar sam­an hörkukraft

Í hybrid-still­ing­unni skil­ar 2,5 lítra Dynamic Force-bíl­vél­in í bland við tvo raf­mótora 302 hest­öfl­um eða 99 hest­öfl­um meira en hreina bens­ín­út­gáf­an af bíln­um. Þegar hann er keyrður á þeirri still­ingu og mikið ligg­ur við (eins og alltaf á við í prufuakstri fyr­ir Morg­un­blaðið) er bíll­inn eins og mesti gæðing­ur, styggð í hverri taug og læt­ur finna fyr­ir sér. Sport er hug­tak sem á vel við þegar þarna er komið sögu.

Þessi nýj­ung frá Toyota ger­ir RAV4 meira spenn­andi en áður – og var hann þó vin­sæll fyr­ir. Með skref­inu stíg­ur Toyota einnig af hörku inn á raf­væðing­ar­markaðinn sem kall­ar eft­ir auk­inni drægni ten­gilt­vinn­bíla og þar mun sam­keppn­in harðna mjög á kom­andi miss­er­um. Það er ekki ósenni­legt að á nýju ári verði hann í hópi allra mest seldu bíla lands­ins. Í dag eru það aðeins Outland­er og Tesla 3 sem hafa selst meira. Nú er Toyota komið í slag­inn.

Toyota RAV4 Plug-in Hybrid

» Sjálf­skipt­ur

» 4x4

» Allt að 65 km drægni

á raf­magni

» 18 kWh raf­hlaða

» 306 hest­öfl

» 0-100 km/​klst. á 6,0 sek.

» 135 km/​klst. há­marks­hraði (á raf­magni)

» 180 km/​klst. há­marks­hraði (hybrid)

» 22 g CO2/​km

» Allt að 75 km drægi

á hleðslu

» Eig­in þyngd 1.930 kg

» 580 l far­ang­urs­rými

Grunnv: 8.550.000 kr. (GX)

Verð eins og prófaður: 8.950.000 (Style)

Toyota RAV4
Toyota RAV4
Sumir framleiðendur hafa látið varadekkið fjúka til að koma rafhlöðunni …
Sum­ir fram­leiðend­ur hafa látið vara­dekkið fjúka til að koma raf­hlöðunni fyr­ir. Það á ekki við um RAV4 og gleður marga.
2,5 lítra Dynamic Force-bensínvélin vinnur mjög vel með rafmótorum sem …
2,5 lítra Dynamic Force-bens­ín­vél­in vinn­ur mjög vel með raf­mó­tor­um sem skila í heild­ina ríf­lega 300 hest­öfl­um út í hjól­in.
Innanstokkurinn er klassískur fyrir RAV4. Stjórntæki í snertiskjá eru þó …
Inn­an­stokk­ur­inn er klass­ísk­ur fyr­ir RAV4. Stjórn­tæki í snerti­skjá eru þó að mörgu leyti þjálli en verið hef­ur.
RAV4 kippir sér ekki upp þótt á hann busli í …
RAV4 kipp­ir sér ekki upp þótt á hann busli í lækj­ar­spræn­um.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Bílar »