Bíll fyrir fólk sem kann að njóta lífsins

Mercedes-Benz EQE er 100% rafmagnsbíll. Hönnunin er mjúk og falleg …
Mercedes-Benz EQE er 100% rafmagnsbíll. Hönnunin er mjúk og falleg og er bíllinn sérlega góður í akstri. Hægt er að fá bílinn með nuddi í sætunum.

Um er að ræða 100% raf­magns­bíl sem er sér­hannaður fyr­ir fólk sem þráir að lifa hinu ljúfa lífi og að þurfa aldrei að fara á bens­ín­stöð, nema til að kaupa sér sóda­vatn og tyggjó. Í til­efni af þess­ari ferð voru um 20 mis­mun­andi EQE-bif­reiðar fl utt­ar til Íslands frá Þýskalandi. Blaðamaður Morg­un­blaðsins var með í för og drakk í sig strauma og stefn­ur, bæði í gegn­um hönnuð bif­reiðar­inn­ar en líka með því að prufu­keyra þrjár mis­mun­andi út­færsl­ur af EQE.

Hönnuður­inn Bastian Baudy seg­ir að bíll­inn hafi verið sér­stak­lega hannaður til að drífa sem lengst á raf­magn­inu. Til þess að það sé hægt þurftu all­ar lín­ur að vera straum­línu­lagaðar og mjúk­ar. EQE stát­ar af einni boga­línu sama hvert sjón­ar­hornið er. Þar eru eng­ar klossaðar kassa­laga lín­ur, mass­í­v­ir stuðarar eða risa­húdd fyr­ir vél­ina. Hið gamla og góða Mercedes-Benz-merki á húdd­inu er líka horfið en prýðir nú grill bif­reiðar­inn­ar í staðinn.

Mercedes-Benz EQE með gráhvítri leðurinnréttingu sem fer bílnum sérlega vel. …
Mercedes-Benz EQE með grá­hvítri leður­inn­rétt­ingu sem fer bíln­um sér­lega vel. Hér eru tveir skjá­ir, einn í mæla­borði og ann­ar á milli sæt­anna. Hægt er að fá EQE með þrem­ur skjá­um en prufu­k­eyr­ara fannst þetta út­lit snotr­ast. Ljós­mynd/​Mercedes-Benz

EQE er hluti af EQ Benz-fjöl­skyld­unni og var hann kynnt­ur til leiks á bíla­sýn­ing­unni í München 2021. Hægt er að fá bíl­inn mis­kraft­mik­inn eða frá 245 hest­öfl­um upp í 476 en drægni hans er 660 kíló­metr­ar. Það sem skipt­ir máli þegar raf­magns­bíl­ar eru ann­ars veg­ar er að það sé hægt að hlaða þá hratt og ör­ugg­lega en í EQE er 170 kW hraðhleðslu­geta sem er mik­ill kost­ur. Venju­leg­ur borg­ari ætti því að geta hlaðið bíl­inn sinn á þriggja daga fresti eða svo ef miðað er við hefðbundna notk­un.

Hér er teikning af bílnum eftir Bastian Baudy.
Hér er teikn­ing af bíln­um eft­ir Bastian Baudy.

Dag­ur 1:

Ferðin byrjaði á Ed­it­on-hót­el­inu í Reykja­vík. Þegar hóp­ur­inn mætti mátti hver blaðamaður velja sér bíl. Valið var tölu­vert erfitt því bíl­arn­ir voru hver öðrum flott­ari. Þenn­an fyrsta dag varð kónga­blár EQE 500 fyr­ir val­inu en hann er með fjór­hjóla­drifi. Þessi bíll var með tví­skiptu glerþaki sem hægt var að opna, með svartri leður­inn­rétt­ingu og tveim­ur stór­um skjá­um auk skjás­ins í mæla­borðinu. Sem sagt ein­um í miðjunni og öðrum farþega­meg­in. Við fyrstu sýn virt­ist þetta flókið en um leið og bíll­inn var ræst­ur greidd­ist úr flækj­un­um.

Gír­stöng­in er eng­in þunga­miðja á milli bíl­stjóra­sæt­is og farþega­sæt­is held­ur er hún í formi netts pinna hægra meg­in við stýrið. Það þurfti bara rétt að ýta hon­um fram og aft­ur til að skipta um gír. Um leið og búið var að fara yfir helstu eig­in­leika bíls­ins og læra á helstu takka í mæla­borði, á skján­um á milli sæt­anna og á skján­um farþega­meg­in, lá leiðin upp í Hval­fjörð. Eft­ir að Hval­fjarðargöng­in voru opnuð er um­ferð um fjörðinn það létt að það var hægt að gefa svo­lítið í og upp­lifa öll hest­öfl­in án þess að lenda í vand­ræðum. Þar var líka hægt að reyk­spóla svo­lítið á mal­ar­veg­un­um við Hval­fjörðinn. Í þess­um aðstæðum stóð bíll­inn sig vel og var ljúf­ur og þýður. Eft­ir bíltúr­inn í Hval­fjörðinn var haldið aft­ur á Ed­iti­on-hót­elið þar sem dýr­ind­is mat­ur beið hóps­ins en þar spunn­ust hress­ar umræður um drægni, felg­ur, hönn­un og akst­ur­seig­in­leika.

Glerþakið á bílnum er sérlega skemmtilegt en það þurfti bara …
Glerþakið á bíln­um er sér­lega skemmti­legt en það þurfti bara rétt að snerta takk­ana, þá opnaðist lúg­an. Mercedes-Benz EQE 500 í mött­um svört­um lit.
EQE er kraftalegur og spengilegur frá öllum sjónarhornum.
EQE er krafta­leg­ur og spengi­leg­ur frá öll­um sjón­ar­horn­um.

Dag­ur 2:

Dag­inn eft­ir kom að því að velja bíl og þá varð svart­ur EQE 300 fyr­ir val­inu. Hann var með sama glerþaki og sá blái en tölu­vert öðru­vísi að inn­an. Glerþakið stát­ar af skemmti­legri hönn­un og ger­ir mikið fyr­ir bíl með svona mjúk­ar lín­ur. Glerþakið hleyp­ir mik­illi birtu inn en ef svo ólík­lega vildi til að birt­an yrði of mik­il var hægt að draga fyr­ir með nett­um gard­ín­um sem svífa um loftið. Þessi bíll var svart­ur að inn­an og voru sæt­in stung­in með rauðum saum­um sem gerðu bíl­inn sport­legri. Hann var með ein­um skjá á milli sæt­anna, auk mæla­borðsins auðvitað, og með klæðningu farþega­meg­in. Ekki öðrum skjá sem prufu­k­eyr­ara fannst koma bet­ur út. Inn­rétt­ing­in í bíln­um verður stíl­hreinni og fal­legri með ein­um skjá á milli sæt­anna.

Keyrt var frá Reykja­vík í gegn­um Nesja­velli og yfir í sum­ar­bú­staðabyggð rétt við Þing­velli. Þar var tekið á móti hópn­um í glæsi­leg­um bú­stað og boðið upp á há­deg­is­verð. Við sum­ar­bú­staðinn var þessi glæsi­lega ver­önd og var búið að hífa eitt stykki Mercedes-Benz EQE á pall­inn við bú­staðinn. Blaðamenn gátu því skoðað bíl­inn á meðan þeir borðuðu fisk og drukku app­el­sín. Yfir há­deg­is­verðinum kviknaði sú hug­mynd að keyra í Selja­valla­laug og þegar danski bíla­blaðamaður­inn, Henrik Dre­boldt, sem er með vef­inn Kuffert og Kørehandsker, heyrði af þessu vildi hann ólm­ur koma með. Það voru því tvær svart­ar Mercedes-Benz EQE-bif­reiðar sem keyrðu á Sel­foss til þess að kaupa sund­föt og hand­klæði til þess að draum­ur­inn gæti ræst.

Bíl­arn­ir réðu vel við mal­ar­veg­inn upp að Selja­valla­laug og það var hress­andi að fara í sund og kæla sig í ánni inni á milli. Eft­ir sund­ferðina var farið á hót­el í ná­grenn­inu og þegar það spurðist út að farið hefði verið í þessa nátt­úru­laug vildu hinir blaðamenn­irn­ir ólm­ir kom­ast þangað. Það endaði með því að farið var með hönnuð bif­reiðar­inn­ar og fleiri stór­menni bíla­heims­ins í Selja­valla­laug seinna um kvöldið.

Dag­ur 3:

Allt er þegar þrennt er. Á þriðja degi varð matt­ur grár EQE 300 fyr­ir val­inu en hann var klædd­ur grá­hvítu leðri að inn­an. Þótt þessi blái og þessi svarti hafi verið góðir þá átti þessi grá­hvíti al­ger­lega vinn­ing­inn hvað út­lit að inn­an varðar. Það er nefni­lega eitt­hvað við svona ljós­grá­hvít­ar inn­rétt­ing­ar sem er svo fal­legt. Þarna var prufu­k­eyr­ar­inn líka bú­inn að upp­götva að það var nudd í sæt­un­um og þreytt­ist hann ekki á að setja nýj­ar og nýj­ar still­ing­ar á til að prófa all­ar týp­urn­ar af nudd­inu í sæt­un­um.

Svo var það lýs­ing­in í þess­um bíl sem var skemmti­leg. Frá fram­h­urðum og yfir allt mæla­borðið er ljós­borði sem hægt er að hafa í mis­mun­andi lit­um. Þegar þessi í grá­hvíta leðrinu var kom­inn með bleika led-lýs­ingu að inn­an vantaði eig­in­lega bara að setja Ken og Barbie í fram­sætið. Þegar keyrt var til Reykja­vík­ur var auðvelt að láta sér líða eins og greifa göt­unn­ar. Bíll­inn þaut áfram og þar sem prufu­k­eyr­ari fann lítið fyr­ir hraða bif­reiðar­inn­ar skipti máli að geta fylgst með hraðanum sem birt­ist jafnóðum í framrúðunni. Bíll­inn sannaði það í þess­ari ferð að hann er frá­bær á ferðalög­um en líka snagg­ara­leg­ur inn­an­bæjar. Þetta er kannski ekki bíll fyr­ir fólk sem ferðast með börn í polla­göll­um en þetta er án efa bíll fyr­ir fólk sem vill hafa það gott. Hver og einn get­ur svo valið sér sína upp­á­halds­liti að utan og inn­an og raðað sam­an sín­um drauma­bíl. Ef þig hef­ur ein­hvern tím­ann dreymt um að keyra um á for­stjóra­bíl þá kemst þessi mjög ná­lægt því marki.

Mercedez­Benz EQE

» 245 til 476 hest­öfl

» 90 kWst raf­hlaða

» Drægni: 533 til 660 km

» 0-100 á 3,3 til 7,3 sek.

» Hám. hr 210 til 240 km/​klst

» 0 gr/​km af kolt­ví­sýr­ingi

» Þyngd: 2.335 til 2.525 kgk

» Far­ang­urs­rými 430 l

» Umboð: Askja

» Verð: 9.890.000 til 19.350.000 kr

 

View this post on In­sta­gram

A post shared by mbl.is (@mblfrett­ir)

 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Bílar »