Árleg Sparaksturkeppni Atlantsolíu og FÍB fór fram sl. þriðjudag. Bílunum sem öttu kappi var raðað í 10 flokka, allt aftir sprengirými þeirra. Íslandsmeistari varð Júlíus H. Eyjólfsson, starfsmaður Toyota á Íslandi en hann ók Toyota Yaris bíl með dísilvél sem eyddi 2,91 l á 100 km. Er þetta annað árið í röð sem Yaris dísil vinnur þessa keppni. Í öðru sæti var Heimir Guðmundsson á Peugeot 208 en bíll hans eyddi 3,05 l.
Athygli vekur að það voru ekki bílar með minnsta sprengirýmið sem eyddu minnstu, en tveir bílar voru til að mynda með minni vélar er 1,0 líter og báðir eyddu þeir meira en 5 lítrum í keppninni. Eyðslugrennstu bílarnir voru í flokki bíla með 1,3 – 1,4 lítra sprengirými.
Lítil eyðsla margra bíla í hinum ýmsu flokkum vakti sérstaka athygli. Má þar nefna Honda Civic með 2,2 l. vél sem eyddi 3,68 lítrum og Mercedes Benz C-class með jafn stóra vél sem eyddi 3,93 lítrum. Hinn vel svo stóri Toyota Land Cruiser 150 jeppi var með 6,92 lítra í keppninni svo ljóst er að með góðu aksturslagi þurfa ekki einu sinni stórir bílar að vera eyðslufrekir.