Orðspor ítalska lúxbílaframleiðandans Ferrari hefur beðið hnekki í Kína eftir að opinberstofnun þar í landi sem fer með gæðaeftirlit lýsti því yfir í dag að bílaframleiðandinn þyrfti að innkalla 56 bifreiðar sem fluttar höfðu verið inn í landið vegna galla.
Bifreiðarnar sem um ræðir eru af gerðunum 458 Itala, California of FF, að því er segir í frétt kínverska ríkisfjölmiðilsins Xinhua um málið. Kínverska gæðaeftirlitið (AQSIQ) hefur varað við því að galli í sveifarásum véla í Ferrari 458 Italia og California bifreiðum, sem framleiddar voru fyrir 7. október á síðasta ári, geti leitt til vélabilunar sem síðan aftur á móti geti leitt til árekstra. Ferrari 458 FF bifreiðar sem framleiddar voru fyrir desember á síðasta ári verða hinsvegar innkallaðar vegna mikilla smurolíuleifa í hringrás.
Ferrari hyggst skipta hinum gölluðu varahlutum út fyrir nýja, viðskiptavinum sínum að kostnaðarlausu.