Hljóðlátari vegir

Það er mikið til vinnandi að minnka umferðarhávaða og tími …
Það er mikið til vinnandi að minnka umferðarhávaða og tími til kominn að leggjast yfir vandamálið

Værum við ekki öll til í að heyra minna í umferðinni? Verkfræðingar í Bandaríkjunum leggjast nú yfir þá kosti sem til greina koma til að minnka umferðarhávaða. Hægt er að minnka hann um 5 desíbel, sem munar miklu fyrir nágrenni fjölfarinna vega með því til að mynda að blanda gúmmíi í malbikið ásamt öðru efnainnihaldi en tamt er að nota nú í vegi.

Miklu munar að hafa þá slétta en ekki grófa, það minnkar hávaða til muna. Víða um Evrópu er búið að setja reglur um hversu mikill umferðarhávaði má vera frá vegum og því eru vísindamenn einnig austanhafs að leita leiða til að minnka hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka