Malibu er kominn aftur

Síðustu þrjú árin hefur Malibu verið valinn „Bestu kaupin“ í …
Síðustu þrjú árin hefur Malibu verið valinn „Bestu kaupin“ í Consumers Digest Automotive í Bandaríkjunum.

Bandaríkjamenn hafa haft Chevrolet Malibu í hávegum í meira en fjóra áratugi og þeir eru vafalaust margir á Íslandi sem eiga ljúfar minningar tengdar þeim bíl. En goðsögnin lifir, því nú er hann kominn aftur á Evrópumarkað í glænýrri útgáfu. „Með nýjum Malibu höfum við hannað farartæki sem stendur fyrir kjarnann í bandarískri akstursupplifun: Rúmgóðan bíl, sem einkennist af kraftalegum línum og skartar lúxusinnréttingu í hæsta gæðaflokki,“ segir Ed Welburn, aðstoðarforstjóri alþjóðlegrar hönnunar hjá Chevrolet.

Bílagagnrýnendur hafa tekið Malibu fagnandi, enda um að ræða lúxusbíl sem er ríkulega hlaðinn staðalbúnaði og skartar hæstu einkunn í evrópskum öryggisprófunum. Chevrolet Malibu verður frumsýndur hjá Bílabúð Benna laugardaginn 16. júní, frá kl. 12 til 16.

mbl.is

Bloggað um fréttina