Chrysler 300 verður Lancia Thema

Chrysler 300 hefur selst ágætlega í Evrópu líkt og í …
Chrysler 300 hefur selst ágætlega í Evrópu líkt og í Bandaríkjunum en skiptir nú um nafn austanhafs.

Það eru ekki bara evrópskir bílar sem fá ný nöfn í Bandaríkjunum, heldur líka öfugt. Hinn stóri bíll Chrysler 300 verður fljótlega boðinn á Evrópumarkaði sem Lancia Thema. Af hverju Lancia? Jú, Lancia er í eigu Fiat og það er Chrysler líka. Bíllinn verður svo til alveg eins og Chrysler 300 í Bandaríkjunum.

 Hugmyndir eru uppi um að Lancia hanni tveggja hurða „coupe”-útgáfu af bílnum. Chrysler hefur þegar notað undirvagn Chrysler 300 fyrir tveggja hurða „coupe”-bíl, Dodge Challenger sem aðeins er í boði í Bandaríkjunum. Eftir því sem bílahönnun og framleiðsla í Bandaríkjunum batnar og batnar aukast líkurnar á því að fleiri bílar þaðan rati að Evrópuströndum og þá gjarnan undir öðrum merkjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina